Dagur - Tíminn - 21.09.1996, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn - 21.09.1996, Blaðsíða 11
jD<tgur-®m'tmn Laugardagur 21. september 1996 - 23 |Dagur-®ímmn Geymið blaðið! Það er ekkert voðalega langt síðan við íslendingar byrjuðum að borða rœkjur. Yfirleitt fannst okkur ekkert sérstaklega aðlaðandi að borða þessi litlu Ijósrauðu krabbadýr, sem kannski minntu á pöddur. að kveður við annan tón í dag. Rækjur eru með vin- sælli mat. Rækjuvinnsla á íslandi er í stöðugri þróun og byggja heilu byggðarlögin til- veru sína á þessu litla krabba- dýri. Við þekkjum rækjuna helst sem lausfrysta, soðna og skel- íletta, selda í 'A-2'A kílóa pokum. Þannig unn- in rækja er oft misgóð - léleg ef hún er smá og margfryst (en þá er átt við að hún hafi verið fryst tvisvar til þrisvar sinnum), góð þegar við fá- um hana stóra og fal- lega og hún hefur bara verið fryst einu sinni. Þá er hún köll- uð útflutningsrækja. Það er nefnilega svipuð saga með rækjuna og saltfiskinn hér áður fyrr, hratið var gott í landann - allt hitt skal flutt út. Að hluta til var þetta skiljan- legt „i den“, því þetta var og er auðvitað mjög bníklegur matur og verðið var lágt (sama sem gefins), hentaði vel stórum ís- lenskum barnafiölskyldum til láðs og lands. 1 dag er tíðin breytt. Við höfum meiri peninga á milli handanna og þykjumst meðvitaðri um tilveruna (sem í rauninni heitir „h'fsstíll“ í dag) - við lifum til að borða. Málið er að fá bestu rækjuna í rækjurétt- inn okkar - kosta það sem kosta skal, annars virkar ekki rétturinn. Það er dálítið agalegt að þurfa að vera í klíku til að fá al- mennilega rækju í dag. Ég er alveg fullviss um að fólk er til- búið að borga sama verð og fæst fyrir útflutning, fyrir sömu gæðavöruna - það ætti bara að örva söluna. En það er ekki bara þessi venjulega lausfrysta rækja sem er í tísku í dag. Rækjan er farin að birtast okkur íslendingum í íjölmörgum tegundum. Við, sem þekktum bara þessa htlu ljósbleiku í pokunum, eigum orðið möguleika á innfluttri rækju frá Austurlöndum. Þessi rækjutegund, sem er stærri en „okkar" (eldisrækja, ræktuð í stórum stíl í Ind- ókína undir stjórn Tælend- inga), er farin að fást hér á landi í mörgum útgáfum og stærðum. Á fagmáli fisksölumanna heitir hún „hlýsjávarrækja" til aðgreiningar frá okkar rækju, sem er kölluð „kaldsjávar- rækja“. Á kokkafagmáli er hún stundum nefnd því fyndna orði „risarækja“. Það má alls ekki blanda þessum tveimur tegund- um saman. Hlýsjávarrækjan er prýðismatur, örlítið stinn undir tönn án þess þó að vera seig. í Ameríku er hún mjög mikið notuð: hentar vel í pastarétti eða í hrististeikta Wok-pönnu- rétti í austurlenskum stíl. Hið sér-ameríska Caesar-salat, sem margir hér á landi þekkja, er yfirleitt orðið boðið með eða án risarækju. Algeng í Ameríku er pastasósa gerð úr fínt hökkuð- um hvítlauk, risarækju, nýjum aspas í skáskornum bitum og ferskri basiliku. Þetta er snögg- steikt á pönnu, hvítvínssletta út á, smávegis fiskisoð og að síð- ustu ögn af rjóma. Bragðað til með salti og pipar - mætti jafn- vel setja smávegis af gráðosti saman við, ef vill - og þessi fína, einfalda pastasósa er komin; hentar einkar vel út á grænt „fettucine" eða annað strengjapasta. Munið bara, þegar sósan byrjar að sjóða, að taka rækjuna sjálfa upp úr, en setja hana síðan út í aftur rétt áður en hún er borin fram. Prívat og persónulega finnst mér einn besti matur sem ég borða vera heil Norður-Atlants- hafsrækja, ristuð á pönnu að spænskum hætti (Ég segi þetta kannski bara vegna þess að nú er ég að verða svangur af þess- um skrifum og farinn að langa allískyggilega í rækju). Þetta er það sem við gætum kallað klíkurækja. Sjómennirnir kalla hana „Japansrækju", því hún er unnin sérstaklega fyrir Japansmarkað. Hún er hrá í pökkunum. Auðvitað ætti hún að fást í frystiborðunum í Hag- kaupum á sama verði og Jap- anir borga fyrir hana (Ef þeir geta keypt hana á einhverju verði, þá getum við það líka, enga minnimáttarkennd hér). Þetta er einfaldur réttur sem ég fékk fyrst hér á landi hjá Al- freð Gíslasyni, handboltakappa og veitingamanni með meiru, en hann er mikill meistara- kokkur: „Aðalatriðið er stór klíkurækja frá þeim Sam- herjastrákunum — stór- góð panna, vel heit, olífu- olía, salt (helst gróft) og sí- tróna. Það má síðan skreyta með fallegum steinseljukvisti, ef viU.“ Heil rækjan er semsagt bara steikt í mjög heitri ol- ífuolíunni, báðum megin, og söltuð vel — ekkert annað, nema sítróna kreist yfir. Það er alveg ótrúlega gott að borða hana með fingrunum — pilla halann, sjúga hrognin og haus- inn, slafra henni í sig; örlítið subbulegt, en allt í lagi. Bara nota mikið af servíettum og að síðustu gott vín með og brauð. Við sem erum SpánardeUu- menn drekkum, ef út í það er farið, spænskt rauðvín með, en mörgum finnst ískalt hvítvín frábært með. Stundum er til- veran dásamleg. Kartöflu- og tómataréttur Góð uppskrift fyrir krakkakokka Hér kemur ein spennandi uppskrift fyrir krakka. Hún er nógu einföld til .. að stálpaðir krakkar ættu ekki að vera í neinum vandræðum með að fylgja henni með smá aðstoð frá pabba eða mömmu. Og það er ekki aðeins gaman að búa þennan rétt til heldur er ekki síður skemmtilegt að upp- skera laun erfiðisins og borða hann. Þessi efni eru í uppskriftinni: 3 msk olívuolía 4 stórar kartöflur (ca. 225 g hver) 4 stórir tómatar Mozzarella ostur (ca. 300 g) 50 g hnetur 2 hvítlauksrif (söxuð) 50 g sólblómafrœ salt og pipar Svona á að fara að: 1. Hitið ofninn upp í 200°C. 2. Þvoðið ykkur um hendurnar og setjið á ykkur svuntu. 3. Finnið bökunarplötu eða grunna bökunarskúffu sem er nógu stór til að kartöfl- urnar komist allar fyrir í henni. Notið síðan matar- pensil til að pensla skúffuna að innan með olívuolíunni. 4. Pikkið kartöflurnar með gaffli og bakið þær síðan í ofninum í 45 mínútur. 5. Notið hanska þegar þið tak- ið ofnskúffuna út úr ofnin- um. Síðan þarf að stinga prjóni eða kjötteini inn í miðju á kartöflunum til að athuga hvort þær eru nóg bakaðar. Ef prjónninn er hreinn þegar hann er dreg- inn út eru kartöflurnar til- búnar. 6. Lækkið hitann í ofninum niður í 180°C. 7. Þegar kartöflurnar hafa að- eins fengið að kólna á að skera þær niður í 1 cm þykkar sneiðar. Skerið síðan tómatana og ostinn í sneið- ar sem eru '/ cm þykkar. 8. Raðið kartöflusneiðunum upp í fjórar lengjur í bökun- arskúffuna þannig að á milli sé tómatsneið og ostsneið. 9. Blandið saman hnetum, hvítlauk og sólblómafræjum í litla skál. Hellið restinni af olívuolíunni yfir kartöflu- lengjurnar, saltið og piprið. Stráið síðan blöndunni í skálinni yfir. 10. Bakið íu.þ.b. 15 mínútur.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.