Dagur - Tíminn - 21.09.1996, Blaðsíða 14
26 - Laugardagur 21. september 1996 ^80UV-®ttttttttt JTtagur-Œmtmn
ní)
iiLei
eimilis-
homið
Blómkál með krydd-
sósu og rœkjum
Fyrir 4
1 stórt eöa 2 minni
blómkálshöfuð
Ca. 200 gr ostur
1 dl kaffirjómi eða mjólk
1 laukur
'á búnt steinselja eða dill
Salt og pipar
200 gr rœkjur
Sjóðið blómkálið þar til það er
næstum mjúkt, ekki of mikið, í
léttsöltuðu vatni. Laukurinn
smátt saxaður, steinseljunni,
ostinum og rjómanum hrært vel
saman. Bragðað til með salti og
pipar. Blómkálið tekið upp úr
vatninu, sett á fat og kryddsós-
an sett á fatið með rækjunum.
Gott brauð borið með. Blómkál-
ið má bera fram hvort heldur
er heitt eða kalt.
Pastasalat m/skinku
Fyrir 4
250 g soðnar pastaskrúfur
100 g skinka
1 gul og 1 rauð paprika
6 litlir tómatar
Sósa:
1 msk. sinnep
1 eggjarauða
1 dl olía
2 msk. edik
Salt, pipar og sykur
Sjóðið pastað í léttsöltuðu vatni,
sigtið vatnið frá. Skinkan skorin
í ræmur. Takið kjarnana úr
paprikunum og skerið þær í
þunnar ræmur. Raðið þessu á
fat eða litla diska fyrir hvern og
einn.
Sósan:
Sinnep og eggjarauða hrært
saman, olíunni bætt í, lítið í
senn. Edikið hrært út í og
bragðað til með salti, pipar og
örlitlum sykri. Sósunni hellt yfir
salatið eða borið með í sér skál.
Sunnudagskakan
200 g brœtt smjör
200gsykur
4 egg
'A sítróna
3 epli
250 g hveiti
Vá tsk. lyftiduft
50 g hnetukjarnar
Perlusykur
Smjörið er brætt, kælt og hrært
vel saman með sykrinum, þar
til létt og ljóst. Eggjunum bætt
út í, einu í senn, og hrært vel á
milli. 2 tsk. af rifnu sítrónuhýði
og sítrónusafa bætt út í ásamt 1
rifnu epli. Hveiti, lyftiduft og
hakkaðar hneturnar hrært út í.
Deigið sett í stórt, kringlótt
form, sem er vel smurt og raspi
stráð. Þunnum eplabátum rað-
að ofan á kökuna og stráið
G/óða nótt
1. Borðið ekki stóra og
þunga máltíð seint að
kveldi.
2. Drekkið ekki kaffi eða te
seinna en um 10-leytið.
3. Dragið úr reykingum að
kvöldi til.
4. Hafið fastan svefntíma.
Ekki sofa lengur eða vaka
mikið lengur á frídögxun.
5. Á breytingaskeiðinu skap-
ast oft vandamál varðandi
svefninn. Þá þarf oft að fá
einhver væg hjálparlyf.
6. Heitur bolli af súkkulaði
eða heit mjólk og 1 ban-
ani geta verið sérlega ró-
andi fyrir svefn.
7. Ilmandi bað gerir mann
syQaðan.
8. Er dýnan í rúminu þínu
þægileg, mátulega breið
og koddarnir góðir?
9. Ertu svo heppin að mað-
urinn þinn hrýtur ekki?
10. Taktu ekki vandamálin
með þér í rúmið.
perlusykri yfir. Kakan er bökuð
við 175° í ca. 1 klst. neðarlega í
ofnimun. Kakan látin bíða í ca.
10-15 mín. í forminu áður en
henni er hvolft úr því. Borin
fram heit eða köld með þeyttum
rjóma.
Kókosmakkarónu-
kökur
2 egg
100 g sykur
50 g smjör
150 g kókosmjöl
QódrÁó
Eggjahvítur þeytast betur ef þær
eru ekki of kaldar. Rjómi þeytist
aftur á móti betur ef hann er
kaldur.
Það er betra að fletja út deig á
bökunarpappír eða strá kartöflu-
mjöli á borðið.
Grasblettir á fötum fara úr í
þvotti ef við setjum smávegis
uppþvottavélar-sápulög á blett-
inn og látum það bíða smástund
áður en það fer í þvottavélina.
Góð ráð við þreytu: Borðið ávexti
og ber á meðan það er á boðstól-
um. Þar fáum við C-vítamínið,
sem hressir líkama og sál.
Gott er að setja bökunarpappír í
botninn á formkökuforminu, þá
losnar kakan strax úr.
Kaffið í pakkanum heldur sér
betur ef það er geymt í kæli-
skápnum.
75 g hveiti
1 tsk. lyftiduft
Þeytið egg og sykur vel saman í
þykka eggjafroðu. Hrærið
bræddu, kældu smjörinu, kók-
osmjölinu, hveiti og lyftidufti
saman við hræruna. Látið deig-
ið bíða í ca. 10 mín. Deigið sett
með teskeið í toppa á bökunar-
pappírsklædda plötu. Hafið gott
bil á milli. Bakað við 180° í ca.
12 mín.
Við brosum
Lögregluþjónninn hafði
handsamað þjófinn, en vind-
hviða feykti af honum
kaskeitinu.
„Ég skal ná í húfuna," sagði
þjófurinn vingjarnlega.
„Nei takk fyrir, gamli minn,“
svaraði lögregluþjónninn.
„Þá bara stingur þú af. Ég
næ í hana sjálfur og þú bíð-
ur bara hér á meðan.“
„Og hvað var nú það síðasta
sem pabbi þinn sagði áður
en hann dó?“ spurði vinkon-
an samúðarfull.
„Hann fékk ekki að segja eitt
einasta orð. Mamma var hjá
honum allan tímann.“
„Voðalegur hávaði er í íbúð-
inni hér við hliðina á ykkur.
Hvað er það?“ spurði gest-
urinn.
„Þetta er bara hún Jónína
gamla að tala við sjálfa sig,“
svaraði húsráðandinn.
„Hún þarf nú ekki að hafa
svona hátt,“ hélt gesturinn.
„Jú, það verður hún að
gera, hún er svo ansi heyrn-
arsljó.“
^TVÍatarkrókur
Hjónin Ásta Einarsdóttir og Björn Óskar Björnsson segjast
hafa verið ákaflega upp með sér þegar Aðalheiður,
sem var síðast í Matarkróknum, hafi skorað á þau, þar
sem hún sé einn besti kokkur sem þau þekkl Björn hefur
hana þó grunaða um að hafa œtlað að fiska frá þeim
uppskrift af ákveðinni sósu með þessu móti „En hana
gefum við ekki upp, “ segir hann sposkur á svip.
Ásta og Björn eru búsett á Akureyri og eiga tvö börn.
Þau skora á Guðrúnu Hörpu Bjarnadóttur til að
mœta með uppskriftir í nœstu viku.
Súrsætur pottréttur
Handa fjórum
600-700 g svínalundir
(má nota kjúklinga-
eða nautakjöt)
salt og pipar
Sósa:
paprika
púrrulaukur
sveppir
ananas ('/2 dós)
4 msk. maisenamjöl
2/ bollar vatn
4 msk. tómatsósa
18 msk. sykur
4 msk. sojasósa
7 msk. rauðvínsedik
Steikið kjötið með salti og pipar.
Steikið þvínæst sveppina, papr-
ikuna, púrrulaukinn og anan-
asinn á pönnu (setjið ananasinn
síðast). Setjið vatn, tómatsósu,
sykur, sojasósu og rauðvínsedik
í pott og hrærið vel. Maisena-
mjöli bætt út í pottinn og hrært
í þangað til blandan fer að
þykkna. Þá er paprikunni,
púrrulauknum, sveppunum og
ananasnum blandað saman við
ásamt kjötinu og látið malla í
10-15 mínútur.
Borið fram með salati og hrís-
grjónum.
Doddagœsabringur
2 gœsabringur
salt og pipar
villibráðakrydd
Sósa:
Rifsberjagel
kjötkraftur (teningur
eða duft)
'/21 rjómi
Sanderman púrtvín
(eftir smekk)
njuimi möla cmdiöuuiui uy ujui 11 vjöivcii DjuiiibbUll.
Kryddið gæsabringurnar með
salti, pipar og villibráðakryddi.
Snöggsteikið þær síðan á mikl-
um hita. Sjóðið sósuna þar til
hún er farin að þykkna pínulítið
og setjið síðan gæsabringurnar
út í sósuna í um 10 mínútur.
Gott að borða með nýjum kart-
öflum og salati.
Tillaga að salati:
4 msk. majones, 3 msk. appels-
ínusafi, 1 msk. púðursykur,
2 epli, 4 gulrætur og kál.
Ódýrt og fljótlegt
Fyrir þrjá
Tortulini (eða annað pasta)
grœnmetisteningur
Sósa:
1 dós túnfiskur í vatni
1 stór laukur
1 dós niðursoðnir tómatar
(með eða án Chilipipars)
salt og pipar
pastakrydd
Sjóðið pastað eftir leiðbeining-
um á pakka ásamt grænmetis-
teningi. Sósan er gerð þannig
að fyrst er laukurinn léttsteikt-
ur og því næst tómatarnir og
túnfiskurinn settir út í. Kryddið
eftir smekk og látið krauma í
nokkrar mínútur.
Berið fram með ristuðu brauði.
Mynd: GG
Mömmusnúðar
750 g hveiti
250 g smjörlíki
300g sykur
2 egg
3 tsk. ger
1 tsk. hjartasalt
kardimommudropar
mjólk
Öllum þurrefnum blandað saman
og síðan er smjörlíkið muiið sam-
an við. Eggin, kardimommu-
droparnir og mjólkin sett út í og
öllu hnoðað vel saman. Deigið er
síðan ílatt út, penslað með mjólk
og kanelsykri stráð yflr. Þá er
deiginu rúllað upp og skorið í
jafnar sneiðar. Bakað við 200°C.