Dagur - Tíminn - 21.09.1996, Blaðsíða 15

Dagur - Tíminn - 21.09.1996, Blaðsíða 15
Herratískan í haust Anna F. Guðmundsdóttir skrifar um tísku að er mikil breidd núna í herratískunni. Fjölbreytt snið eru til af jökkum og ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi. ítalskir hönnuðir hafa verið leiðandi í tískunni undanfarin ár og leggja þeir mikið upp úr að efnin séu sem þægilegust og vönduðust. Þýsk- ur fatnaður er einnig mjög vandaður og hentar okkur afar vel. En íslenskir karlmenn þurfa að fara að leggja meira upp úr náttúrulegum efnum og velta fyrir sér gæðum fatnaðar- ins. Það allra nýjasta í tískunni eru buxur sem þrengjast niður og hafa 6 cm uppábrot. Við þessar buxur þarf að nota upp- háa skó svo heildarútlitið sé gott. Sterklitaðar skyrtur eru mjög áberandi í Evrópu um þessar mundir. Á Ítalíu sjást ekki vesti við jakka eins og á íslandi og í Þýskalandi. Jakkaföt eru alls- ráðandi á Ítalíu og eru þau í dökkum litum s.s. steingráum, dökkbláum og svörtum. Engin sérstök lína hefur fylgt bindun- um eins og undanfarin ár. ítal- arnir eru mjög sígildir og halda sig við einfaldleikann. Jakkarn- ir eru örlítið aðskornir og tví- hnepptir með hárri hneppingu. Einnig er klauf á hliðunum á jökkunum og kemur teinótt eða röndótt aðeins við sögu. Ein- hnepptir jakkar eru eimúg með háa hneppingu. Mikið er lagt upp úr að efnin séu úr góðri ull. Buxurnar þrengjast örlítið nið- ur svipað og var uppi um síð- ustu aldamót. Hinn kunni sjón- varpsmaður Davið Letterman er í dæmigerðum tvíhnepptum jakkafötum með röndum. Jakk- arnir hans eru aðeins aðskornir eins og það sé verið að leggja áherslu á mittið og magasvæð- ið. Karlmenn sem ætla að fylgja þessari tísku verða að vera grannir og herðabreiðir eins og Tarsan. Tvíhnepptir jakkar breikka magasvæðið og stytta hæð manna. Ef afturendinn er útstæður er ráðlagt að velja ekki jakka með klaufum á hlið- um. Vesti vinsæl í Þýskalandi eru bæði jakkaföt og stakir jakkar í tísku. Jakka- fötin eru bæði hefðbundin og með nýjum sniðum. Litirnir í fötunum eru dökkir. Stöku jakk- arnir eru yrjóttir en dökkir. Vestin eru þar mikið notuð og eru mismunandi snið á vestun- um bæði þver og með spíss að framan. Þau eru í fjölbreyttum litum en náttúrulitirnir eru þó allsráðandi. íslenskir herrar hafa verið hrifnir af vestum og verða þau áfram í tísku hér. Vestið sem notað er við íslenska herrabúninginn er mjög fallegt en passa verður að misnota það ekki. Stundum er ágæt tilbreyt- ing í því að sjá herra í vesti og kínaskyrtu í stað þess að nota bindi. Vesti sem eru hátt hneppt fara ekki öllum vel. Örlítið framstæðir menn ættu að velja sér lægra hneppt vesti. Vesti getur látið magann virka grennri ef það er í réttu sniði. Allir fylgihlutir verða að vera vandaðir ef heildarútlitið á að vera í lagi. Belti og skór þurfa að vera úr ekta leðri. Beltis- sylgjan er meira áberandi nú en oft áður. Leggur hún að sjálfsögðu áherslu á magann. Skórnir gefa mismunandi skila- boð til annarra. Ekki passar t.d. að vera í mokkasíum við æfing- argalla. Betra er að sjálfsögðu að nota æfingarskó. Þykkbotna skór henta betur við sport- klæðnað og þunnbotna skór við viðskiptaklæðnað. Skórnir þurfa alltaf að vera fínt pússað- ir. Úrið á að vera stílhreint og bindið úr vönduðu efni t.d. silki. Hafið það í huga að fylgihlutir eru nokkurskonar „rammi“ ut- an um okkur. Litir og munstur Karlmenn mættu vera djarfari í litasamsetningum og vera stundum frumlegir. Aldrei má blanda saman fleiri en tveimur litum úr litahringnum. Það er aftur á móti í lagi varðandi náttúrulega liti. Litirnir í hta- hringnum eru t.d. rauður, blár, gulur, appelsínugulur, grænn og íjólublár. Náttúrulegir htir eru t.d. grár, svartur, dökkblár, brúnn, kremaður o.s. frv. Skyrtukragar verða að passa í hálsinn. Ef efsta skyrtutalan er ekki hneppt virkar viðkom- andi illa til fara nema kraginn sé mjög stór og leggist yfir jakkaboðungana eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Til að vera sígildur í útliti má ekki blanda mörgum munstrum saman. Það er ekki fallegt að sjá teinóttan jakka, röndótta skyrtu og skræpótt bindi. Öll þessi munstur njóta sín vel í einlitu umhverfi en ekki öll í einu. AUt sem er of skreytt verður yfirþyrmandi. Smávaxnir herrar ættu að velja sér einhneppt föt. Sama á við um þá sem eru farnir að fitna. Mjög grannvaxnir, háir karlmenn ættu að velja sér tví- hneppt föt og þykkari efna- blöndur. Sigurborg Kr. Hannesdóttir skrifar frá Egilsstöðum Af fullkomn- unaráráttu Þegar einhver segir - við sjálf eða aðrir, „ég er með svo óskaplega full- komnunaráráttu“, virðist sem oftast sé átt við það að viðkomandi vilji gera allt vel. Þetta er hugsað sem hrós, því það þykir mikill kostur ef fólk er tilbxxið til að leggja sig fram. Gott ef þetta er ekki líka talinn mælikvarði á ár- angur. Er ekki annars líklegt að þeir sem hafa náð mest- um árangri hafi gert það ein- mitt vegna fullkomnunarár- áttunnar? En hverju skilar fullkomnunarárátta okkur í raun og hveru? Hvaða líðan fylgir því að vera haldinn fullkomnunaráráttu ? Orðið árátta felur í sér það að vera heltekinn af því sem furitagóœt áráttan beinist að. Árátta er ekki eitthvað sem við grípum til af og til, heldur er hún þarna alltaf. Að vera haldinn fullkomnunaráráttu felur því í sér að þurfa að hafa allt „fullkomið", bæði það sem við gerum, umhverfi okkar og aðstæður, og ef til vill líka það sem aðrir gera. í þessari hugsun leynist líka einhver viðmiðun, sem segir til um hvenær hlutirnir eru full- komnir og hvenær ekki. Þess vegna mætti ætla að við setj- um okkur markmið, vinnum að því að ná því og leyfum okkur að vera ánægð og þakklát þegar það tekst. En það er ekki svo, því kjarni fullkomnunaráráttunnar er sá að það er alltaf hægt að gera betxxr. Þess vegna gerum við okkur bara h'tið fyrir og setjum markið ennþá hærra. Fullkomnunaráráttan fær okkur alltaf til að horfa á það sem fer úrskeiðis eða er ekki nægilega gott, í stað þess að beina sjónum okkar að því sem við getum verið ánægð og sátt við. Ekkert er alveg nógu gott. Við sjálf erum ekki alveg nógu góð. Þetta er hugsun sem er neikvæð í eðli sínu og hún brýtur okkur xúður bæði andlega og líkam- lega. Þetta er hugsun sem getur aldrei gert okkur ham- ingjusöm, sama hversu mikl- um árangri við náum, utan- frá séð. Aftur á móti, þegar við erum að gera eitthvað sem við höfum brennandi áhuga á, gleymum við bæði stað og stund og það er eins og allt gangi upp. Allt flæðir og við verðum sjálfsprottin eins og það er stundum kall- að í fræðibókunum. Á þeim stundum þurfum við ekki að hafa neina viðmiðun, mark- mið eða árangur í huga. Við bara erum, og gerum okkar besta. Og án allra átaka ná- um við þeim besta árangri sem við getum náð. Það ger- ist af sjálfu sér. Ef við lítum á fullkomnun- aráráttuna í þessu ljósi, sjá- um við hvað hún er í raun- inni gagnslaus. Við eigum öll svo miklu betra skihð en að rífa okkur stöðugt niður, bera okkur saman við aðra, og hamast við að ná markmið- um sem við höfum jafnvel ekki sett sjálf. Við, sem eig- um skilið að lifa þessu h'fi bæði heil og sæl. Þumal- puttasog Lítil börn sjúga gjarnan á sér þumalputtann foreldrum til mismikill- ar gleði. Ekki er ástæða til að hafa áhyggjur af því þó börn- in sjúgi á sér puttann af og til en ef um h'fseigan vana er að ræða er vissara að vera vak- andi. Hjá börnum á aldrinum eins til þriggja ára getur þumalputtasog valdið því að efri framtennur ýtast fram, sem aftur leiðir til þess að bit framtannanna verður skakkt. Ef börnin hætta að sjúga puttann fljótlega gengur þessi þróun þó til baka. Þau sem halda puttasoginu hins vegar ótrauð áfram þar til þau eru orðin fimm eða sex ára gömul eiga það á hættu að eðlilegur beinvöxtur í gómnum ruglist. Ágætt ráð til að fá börnin til að hætta að sjúga puttann er að smyrja einhverju bragðvondu efni á þumalinn. Ef slíkt dugar ekki verður að leita í smiðju sér- fræðinga með ráð.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.