Dagur - Tíminn - 21.09.1996, Blaðsíða 9
ÍDagur-Œímtim Laugardagur 21. september 1996 - 21
Eiður Smári kemur inn á fyrir föður sinn, Arnór, í landsleik íslands gegn
Eistlandi sem fram fór fyrr á þessu ári.
Þetta olli svo því að ég fór
hingað til Svíþjóðar. Þegar ég
var heima var Gunnar Gíslason
á leiðinni til Háckhen í Svíþjóð.
Hann hafði samband við mig og
spurði hvort ég væri ekki til í að
skella mér með. í fyrstu hafði
ég engan áhuga á því en eftir
að hafa talað við forráðamenn
félagsins lét ég slag standa og
fór utan. Og nú hef ég verið hér
í þrjú ár og líkar bara nokkuð
vel.“
Fótbolti mín vinna
- Hvernig tilfinning er það að
sitja hér á hóteli í Svíþjóð og
líta til baka yfir tuttugu ára
feril í knattspyrnu?
„Þegar ég lít til baka finnst
mér þetta hafa verið alveg ótrú-
lega langt og í raun mun lengra
en mig óraði fyrir í upphafi.
Þessi tími hefur þó liðið mjög
hratt. Ég held að fólk geri sér
ekki almennilega grein fyrir því
hvað ég er að gera. Til dæmis
er alltaf verið að spyrja mig
hvort ég ætli ekki að. fara að
hætta þessu og snúa mér að
einhverju öðru. En menn verða
bara að átta sig á því að þetta
er mín vinna og ég mun senni-
lega vinna við fótbolta í fram-
tíðinni. Auðvitað er ýmislegt
annað sem mig langar að gera
en að sparka í tuðru og líklega
á ég eftir að gera margt annað
þegar ég er hættur að spila
sjálfur. Enginn veit hvernig
hlutirnir koma til með að þró-
ast.“
Ég held þó að fólk geri
sér ekki almennilega
grein fyrir því hvað ég
er að gera. Til dæmis
er alltaf verið að
spyrja mig hvorl ég
ætli ekki að fara að
hætta þessu og snúa
mér að einhverju öðru.
En menn verða bara að
átta sig á því að þetta
er bara mín vinna.
Oft getur myndast
ágætis mórall en hver
og einn veit að of mikil
tengsl geta haft slæm-
ar afleiðingar, því menn
eru jú að keppa um
sömu stöðurnar. Þann-
ig að menn halda sér í
hæfilegri fjarlægð frá
hvorum öðrum.
- Nú er oft sagt að atvinnu-
mennska í íþróttum sé harður
skóli. Hvernig er líf atvinnu-
mannsins og hverskonar
reynslu gefur tuttugu ára
tuðruspark?
„Margir vilja meina að fót-
boltamenn lifi einhverju þægi-
legu vellystingarlífi. Vissulega
er mikill tími aflögu og kannski
meiri frítími en í mörgum öðr-
um atvinnugreinum. Þetta er
hins vegar mjög orkufrekt starf
og því get ég lítið annað gert í
frítímanum. Þannig að þetta er
alls ekki auðvelt líf. En þetta
starf gefur mikla og góða
reynslu fyrir lífið. Ég vil meina
að menn verði góðir mann-
þekkjarar í þessu starfi, enda
þarf að hafa samskipti við allar
tegundir af fólki. Ég tel mig
hafa þroskast mikið í gegnum
þetta og orðið sjálfstæðari ein-
staklingur fyrir vikið. Ég hef til
dæmis mjög ákveðnar skoðanir
um lífið og hvernig hlutirnir eru
metnir. Hlutirnir eru ekki sjálf-
gefnir. Það þarf að berjast fyrir
sínu.“
Menn halda sig í
hæfilegri fjarlægð
- Hvaða áhrif hefur líf knatt-
spyrnumannsins á fjölskyld-
una?
„Það er nú upp og ofan. Ég
er til dæmis skilinn, þannig að
ég get ekki sagt að það hafi haft
góð áhrif í rnínu tilviki. Þetta er
náttúrlega allt undir einstak-
hngnum komið eins og gengur
og gerist. Það er þó alveg ljóst
að þetta getur verið mjög erfitt
fyrir eiginkonurnar enda þurfa
þær að hagræða sínu lífi eftir
starfsferli eiginmannsins, sem
yfirleitt er algerlega óútreikn-
anlegur. Það getur því verið erf-
itt að gera áætlanir fram í tím-
ann.“
- Hvað með liðið og félag-
ana, tengjast menn nánum vin-
áttuböndum eða eru þetta
endalaus átök og samkeppni
um stöður í liðinu?
„Það er nú dálítið misjafnt.
Hérna í Svíðþjóð er þetta aðeins
afslappaðra og menn verða dá-
lítið tengdari en á meginland-
inu. Samkeppnin er þó alltaf til
staðar. Oft getur myndast ágæt-
is mórall en hver og einn veit
að of mikil tengsl geta haft
slæmar afleiðingar, því menn
eru jú að keppa um sömu stöð-
urnar. Þannig að menn halda
sig í hæfilegri Qarlægð frá hvor-
um öðrum.“
í fótspor föðurins
- Nú þegar ferill þinn sem at-
vinnumaður í knattspyrnu er
senn á enda er sonur þinn Eið-
ur Smári Guðjónsen að hejja
sinn feril með hollenska stórlið-
inu PSV Eindoven. Þetta hlýtur
að vera dálítið skrítin tilfinn-
ing?
„Já, þetta er dálítið skrítið.
Ef ég á að segja alveg eins og er
þá er ég mjög ánægður fyrir
hans hönd, enda er hann alveg
gríðarlega efnilegur knatt-
spyrnumaður. Það er ekki
spurning um að þetta er það
sem hann á að gera.
Hann er í raun fæddur inn í
þetta og strax sem smápatti var
hann farinn að sýna mikla hæfi-
leika. Þetta er mjög spennandi
hjá honum. Hann er í mjög góð-
um klúbb og þekkir þetta líf
miklu betur en ég gerði á hans
aldri, enda ólst hann náttúrlega
upp í þessu með mér og and-
lega er hann margfalt betur
undir þetta líf búinn en ég var.
Ég vona líka að ég geti miðlað
honum af minni reynslu og það
ætti að geta auðveldað honum
fyrstu skrefin. En ef ég á að
vera alveg einlægur þá vona ég
að ekkert annað barnanna
minna fari út í þetta. Ég vil
frekar fá að hafa þau heima."
Árið 1986 lýsti Arnór því yfir
í sjónvarpsviðtali í Belgíu að
draumur hans væri að fá að
spila „alvöru" leik með Eiði
Smára syni sínum. Eiður var þá
aðeins 8 ára gamall. Eftir því
sem árin liðu og knattspyrnu-
hæfileikar Eiðs þroskuðust hef-
ur sá draumur orðið raunhæf-
ur. Draumurinn var við það að
rætast þegar Arnóri var skipt
útaf fyrir son sinn í landsleik
gegn Eistlandi. Sá orðrómur
var þá á kreiki að þeir myndu
spila hlið við hlið í næsta leik,
en það hefur aldrei gerst að
feðgar spili saman landsleik.
Bið varð þó á að úr rættist því
Eiður meiddist alvarlega og
mun líklega vera frá keppni
næstu mánuðina. En hverjar
telur Arnór nú líkurnar vera á
að uppfylla hinn langþráða
draum?
„Ég held að það sé algerlega
undir sjálfum mér komið - í
hvernig formi ég næ að halda
mér. Ég er farinn að finna dálít-
ið fyrir aldrinum. Þetta tekur
meiri orku frá mér nú en áður.
Ég hef til dæmis misst mikinn
hraða en reynslan ætti að koma
á móti. Þannig að það er aldrei
að vita hvort þessi draumur
verði uppfylltur."
Viðtal:
Eiríkur Bergmann
Einarsson.
Selfoss
Risapeysa á Selfossi, sem hefur verið skráð í heimsmetabók Guinness.
Uppskeruhátíð
Mikill manníjöldi heim-
sótti Selfoss um síðustu
helgi þegar Uppskeru-
hátíð var haldin í bænum.
Bakkabræður og ráðskona
þeirra heimsóttu bæjarbúa og
sinntu erindum sínum í kaup-
stað við mikinn fögnuð yngstu
kynslóðarinnar. I Tryggvaskála
var sett upp handverkssýning,
þar sem meðal annars mátti sjá
heimsins stærstu ullarpeysu og
hefur hún verið skráð í heims-
metabók Guiness. Handverks-
konur í Þingborg og á Hvann-
eyri prjónuðu peysuna. -hþ
Prentsmiðir!
Dagsprent hf. óskar eftir að ráða prentsmið í um-
brot.
Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu í Quark-
XPress.
Vaktavinna.
Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og prentsmiðju-
stjóri í síma 462 2422.
Starfskraftur óskast
Reglusamur og iðinn starfsmaður óskast í texta-
vinnslu og til afgreiðslu- og sendistarfa.
Umsóknir leggist inn á afgreiðslu blaðsins, Strandgötu
31, Akureyri, merkt „Textavinnsla" og þar eru veittar all-
ar nauðsynlegar upplýsingar.
|Dctgur-®tmmn
Rafvirki óskast
til starfa strax.
Mikil vinna, góð laun.
Uppl. í vinnusíma 456 7373 og heimasíma 456 7477.
Rafverk, Bolungarvík.
Læknaritari
Sjúkrahúsið og Heilsugæslustöðin á Húsavík aug-
lýsa lausa 100% stöðu læknaritara frá og með 1.
nóvember nk.
Launakjör samkvæmt kjarasamningum Starfsmanna-
félags Húsavíkur.
Umsóknarfrestur er til 30. september nk. og skulu um-
sóknir vera skriflegar.
Nánari upplýsingar veita Dagmar eða Regína í síma
464 0500 frá kl. 8-16 virka daga.
Sjúkrahúsið og Heilsugæslustöðin á Húsavík.