Dagur - Tíminn - 21.09.1996, Blaðsíða 13
|Dagur-'3Imtmn
Laugardagur 21. september 1996 - 25
^Dagur-tEtmírai
Ertu hagsýn(n)?
1. Bestu verðin á niðursoðnum
dósum eru:
a. Á hillum í augnhæð.
b. Á hillum ofan eða neðan við
augnhæð.
c. Á aðskildum standi.
2. Ef þú vilt spara rafmagn er
gott ráð að slökkva á hellun-
um áður en maturinn er full-
komlega soðinn.
a. Satt
b. Ósatt
3. Hvernig er auðvelt að spara
við sig í matarinnkaupum?
a. Taka sér góðan tíma í að
versla svo hægt sé að bera
verð saman.
b. Elda a.m.k. eina kjötlausa
máltíð á viku.
c. Taka börnin þín með að
versla svo þú kaupir örugg-
lega bara mat sem þeim
finnst góður.
4. Þú kaupir gular rósir þar sem
þær endast lengur en rauðar
eða bleikar?
a. Satt
b. Ósatt
5. Þegar kemur að afsláttarmið-
um fylgir þú þessari megin-
reglu:
a. Klippir út alla afsláttarmiða
sem þú sérð og notar þá.
b. Notar þá aðeins á lúxusvarn-
ing sem þú annars myndir
ekki kaupa.
c. Notar þá aðeins þegar þeir
gefa afslátt á vörum sem þú
kaupir hvort sem þær eru á
afslætti eða ekki.
6. Jafnvel þó þú rekir btla fjöl-
skyldu borgar sig að kaupa
stórar pakkningar af matvör-
um sem endast lengi eins og
t.d. morgunkorn eða kex.
a. Satt
Etið, sparið
og verið glaðir
• Eldið mat sem getur orðið
að tveimur máltíðum. Af-
gangur af kjúklingi nýtist
næsta dag sem kaídur
kjúklingur með bökuðum
kartöílum og salati. Og til
að nýta hann til fulls má
sjóða beinin og nýta sem
grunn í súpu.
• Ódýr matur þarf ekki að
vera leiðinlegur. Bætið smá
karrý út í hakkið eða fersk-
um kryddjurtum út í pastað
til tilbreytingar. Ef börnun-
um líkar ekki við kryddið,
má krydda hluta af réttin-
um.
• Sameinist við matseldina.
Börn hafa mjög gaman af
því að hjálpa til við matseld,
hægt er að kenna þeim
sparnaðarráð um leið og
besta leiðin til að kenna
þeim að elda er að leyfa
þeim að hjálpa til meðan
þau hafa áhuga. Að auki
borða þau frekar mat sem
þau hafa hjálpað til við að
búa tU.
• Matseld ætti aldrei að
vera leiðinleg skylda sem
haskað er af í fljótheitum
fyrir fréttir. Maga og huga
líður betur ef hægt er farið
og matseldar notið.
• Ef innkoma Ijölskyldunn-
ar minnkar þarf að hugsa
vel um innkaupin. Ekki
kaupa tilbúinn eða hálftil-
búinn mat. Vinnið allt frá
grunni, það er í flestum til-
fellum ódýrara. Meiri vinna
samt.
• ALDREI fara svangur að
kaupa í matinn.
• Kaupið inn vikulega, ger-
ið vikuáætlun um máltíðir.
• Eldið einfaldar máltíðir,
notið helst ekki bæði ofn og
hellur. Pottrétti má hita í
ofni um leið og kartöflur
eru bakaðar eða brauð.
• Heyrst hefur að ef farið er
öfugt í innkaupin, þ.e. byrj-
að við kassana og endað við
innganginn (þó svo að mað-
ur þurfi að ganga aftur að
kassanum) eyði maður
minna. Þetta er reynandi,
kannski virkar það!
Vigdís Stefánsdóttir.
Tremmutilboð í
Tónabúðinni
Bjóðum í takmark-
aðan tíma 10-30%
afslátt af trommu-
settum, Bongo og
Konga trommum og
Paiste cymbölum.
^ m m a mm m tm m
SSSsUssPimnU Akureyri>s,m' 462 1415
S w " mS sDUullV Laugavegi, sími 552 4515
b. Ósatt
7. Vifta eyðir minna rafmagni ef:
a. Þú stillir henni upp í miðju
herbergi.
b. Notar viftu úr plasti.
c. Hreinsar hana reglulega.
8. Matvörubúðir auglýsa aðeins
„Tilboð" ef verð á vöru hefur
lækkað umtalsvert.
a. Satt .
b. Ósatt
Svör:
1. b. Matvörubúðir setja oftast dýrustu
tegundirnar í augnhæð.
2. a. Hellurnar haldast heitar í dágóðan
tíma eftir að slökkt hefur verið á þeim
og maturinn mun því halda áfram að
sjóða í einhverja stund.
3. b. Magafylli af grænmeti og kornmeti
ýmiskonar kostar aðeins brot af því sem
kjöt kostar.
4. b. Rauðar og bleikar rósir endast
lengur.
5. c. Ekki láta afsláttarmiðana hafa þau
áhrif á þig að þú kaupir vörur sem þú
þarfnast ekki.
6. a. Engin ástæða til að borga aukaum-
búðir fyrir vörur sem endast lengi.
7. c. Ef ryk fær að safnast fyrir í viftunni
þarf hún að hafa meira fyrir því að snú-
ast og eyðir því meiri orku.
8. b. Ekki endilega. Skoðaðu dagblaða-
auglýsingar og berðu saman mismun-
andi verð fyrir sömu vörur.
Hvernig gekk þér?
Þú færð 5 stig fyrir hvert rétt
svar. Legðu saman stigin þín
og lestu síðan hvaða lýsing á
við þig.
30-40 stig:
Þú ert greinilega með með-
fædda bókhaldshæfileika.
Hvort sem um er að ræða að
spara orku eða nota afslátt-
armiða missir þú aldrei sjón-
ar á tilganginum, sem er að
spara án þess að heimilis-
fólkið finni fyrir því. Þú gætir
örugglega rétt af þjóðarskút-
una ef þú sæir um ríkisbók-
haldið. Hringdu í Davíð, for-
sætisráðherra, og bjóddu
fram aðstoð þína - „collect"
að sjálfsögðu.
15-25 stig:
Hagsýni er ekki þinn aðal-
kostur en þú reynir þó að
fylgjast með hvað sé ódýrast
hverju sinni. Bókhaldið er í
sæmilegu lagi hjá þér en ef
þú hugsaðir ofurlítið meira
út í hvað hlutirnir ættir þú
fleiri krónur í bankanum í
enda hvers mánaðar.
Minna en 15 stig:
Þú fyllir flokk hinna óhag-
sýnu: þú sérð eitthvað, lang-
ar í það og kaupir það! Vinir
þínir kunna vel að meta hve
örlát(ur) þú ert en að öllum
líkindum hættir þér til að
fara yflr á heftinu þínu. Ef þú
breytir hegðan þinni og
hugsar út í það hvað hlutirn-
ir kosta tekst þér ef til vill að
snúa dæminu við og fara að
safna vöxtum í stað reikn-
inga.
5olt
ISLENSKIR
OSTAR,
HVÍTA HÚSIÐ / SfA