Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Blaðsíða 1
Laugardagur 5. október 1996 - 79. og 80. árgangur -190. tölublað HAGVAXTAR- HUGSJÓNIN EINRÁÐ? Er hægt að kenna stjórn- málamönnum að hafa brennandi hugsjónir? Ef svo er, gefst þeim nú einstakt tækifæri til að nema og tileinka sér hugsjónir á borð við frelsi, réttlæti, lýðræði, jöfnuð og mannréttindi, þ.e. aðrar en hagvaxtarhugsjónina. Vilhjálmur Árnason, heim- spekingur, ætlar að fræða menn um hugsjónir stjórnmálanna á námskeiði sem hefst eftir helgi hjá Endurmenntunarstofnun í Háskólanum. Það gæti verið sérstaklega freistandi fyrir ákveðna forkólfa í íslenskum stjórnmálum að hressa upp á skilning sinn á t.d. hugtakinu jöfnuður sem að vísu er dottið úr tísku meðal heimspekinga samkvæmt Vilhjálmi. Mál mál- anna í stjórnmálaheimspeki- legri umræðu er - réttlæti. „Ég man nú bara varla eftir neinum heimspekingi sem er talsmaður þess að deila gæðunum jafnt.“ Vilhjálmur segir að nám- skeiðið sé ekki ætlað stjórn- málamönnum sérstaklega en ef þeir eru áhugasamir um málið þá sé það ágætt... - En segjum að þú fengir í bekkinn þinn Svavar, Jóhönnu, Davíð, Halldór Ásgríms og fleiri góðkunningja almennings. Hvernig heldurðu að þetta námskeið gæti nýst þeim í þeirra starfi? „Stjórnmálamenn þurfa ör- ugglega mikið að hugsa, móta stefnu og temja sér málefnalega umræðu - ég er ekki að segja Maður vikunnar gengur á flókainni- skóm fyrirgreiðsl- unnar, en talaði sjálfur um farísea og tollheimtumenn, brýndi þá sem hæst hafa til auðmýktar og sjálfsskoðun- ar. Maður vikunnar er Flóki Kristinsson sr. í Lúxemborg og nágrenni. Hann kvaddi Langholtssöfnuð á sunnu- daginn var og sjónvarps- vélarnar sýndu þétt hand- tök og faðmlög þeirra sóknarbarna sem komu í síðustu messuna. Á móti Maður vikunnar komu kaldar kveðjur frá sóknarbörnum - væntan- legum - í Lúxemborg: Prestur í þrjú dagsverk! - sem við höfum fengið með sæmd frá Lundúnum, við þurfum ekki Flóka! Ríkis- stjórnin setur samt fimm milljónir í dæmið. Dagur-Tíminn og DV voru á móti þessari ráðstöfun í leiðaraskrifum, Alþýðu- blaðið hrósaði Flóka, Morgunblaðið ... hefur ekki skoðun á málinu. Flóki er maður vikunnar og gangi honum allt í haginn. að þeir hafi gert það - en ég held það væri mjög gagnlegt fyrir landslýð ef þeir færu að hugsa hvers- dagsmálin undir lengra sjónarhorni hugsjónanna og taka ákvarðanir sínar meira í ljósi t.d. rétt- lætis svo þeir geti tamið sér málefnalegri samræður. Mér finnast umræður á þingi yfir- leitt ekki miðast við að leiða mál til lykta með rökum heldur sé frekar reynt að hafa þau í gegn með herkænsku." Hagvaxtarhugsjónin í algleymingi - Eru einhverjar hugsjónir í ís- lenskum stjórnmálum? „Ég á nú erfitt með að koma auga á þær. Aðrar en þessa hagvaxtarhugsjón, sem menn telja forsendu allra góðra hluta.“ - Hvað er hugsjón? „Hugsjón í stjórnmálunum er eins konar sýn á það hvernig við getum best hagað samfélag- inu. Við þurfum ekki endilega að hafa trú á þvi' að hægt sé að koma hugsjóninni á, a.m.k. ekki hér og nú, heldur sem einhvers konar langtímamarkmið sem við stefnum að og teljum að hægt sé að fylkja fólki um.“ - Nú eru hugsjónir oftast nær tengdari grasrót en bjargföst- um flokkum. Þrífast hugsjónir betur meðal grasrótanna, t.d. hjá Kvennalistanum sem hefur haldið því formi? „Ég held nú að allir stjórn- málaflokkarnir séu að einhverju leyti sprottnir upp úr hugsjónum. Kvennalistinn er yngstur og hefur haldið þessu grasrótarformi og því er kannski minnst farið að fenna yfir þeirra hugsjón." - Það er sem sagt ekki fokið í skafla yfir hugsjónir eldri flokk- anna? „Nei. Sjálfstæðismenn tengj- ast náttúrulega einstaklings- frelsinu, Framsóknarmenn samvinnuhugsjóninni og Al- þýðubandalagsmenn og jafnað- armenn allir jöfnuðinum. En eins og orðræða stjórnmálanna hefur þróast þá snúast þeirra ákvarðanir í reyndinni meira og minna um einhvers konar bráðaviðgerðir á vanda efna- hagslífsins." Jöfnuður um hvað? - Nú hafa jafnaðarmenn verið að sameinast... „Ég er nú ekki viss um að þeir séu jafnaðarmenn..." - en hvernig ætlar þú að varpa ljósi á hugtakið jöfnuð? -Ég mun reyna að skýra „Stjórnmálamenn þurfa örugglega mikið að hugsa, móta stefnu og temja sér málefna- lega umræðu - ég er ekki að segja að þeir hafi gert það.“ hefðina fyrir þessu orði og merkingu hugtaksins í stjórn- málum. Jafnaðarmenn hafa í gegnum tíðina verið að draga úr ójöfnuði og beita sér fyrir Mynd: BG jafnari skiptingu. En það er spurning hvar þetta myndi enda ef jöfnuðurinn gengi alla leið, ég er ekkert viss um að menn hafi leitt hugann skipu- lega að því.“ - Jón og Jóhanna hafa kannski ekki grafið nógu djúpt í hug sér þegar þau gáfu hug- sjónum sínum nafn? „Nei. Ég er mjög efins um að jöfnuður sé æskilegt pólitískt markmið, og þá jöfnuður um hvað? Ég held það sé alls ekki æskilegt að það sé jöfnuður um alla hluti, ekki einu sinni efna- hagslega. Vilja jafnaðarmenn t.d. að allir fái jafnhá laun? Vilja menn útjafna á öllum svið- um þannig að allir fái jafnt af öllu. Jafnrétti er allt annað, það er alltaf jafnrétti til ákveðinna hluta, t.d. til náms. Ég held að nær sé að spyrja um réttlæti, sanngjarna útdeilingu gagna og gæða samfélagsins.“ -Það væri þá kannski eðli- legra að kalla nýja breiðfylk- ingu vinstrimanna: Samtök réttlætissinna? „Ég veit það ekki, ég held að hver einasti stjórnmálamaður vildi segja að hann ynni sam- kvæmt réttlætishugsjóninni. Ég held það væri hæpið að tiltekin samtök færu að tengja sig við réttlæti. Ef efla á frumkvæði og sjálf- stæði og ef við viljum ekki enda með einhverja allsherjar vöggu- stofu þá held ég að við megum ekki einbh'na um of á jöfnuð- inn.“ LÓA

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.