Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Blaðsíða 6
18- Laugardagur 5. október 1996 jDagnr-ÍEmmTrt Skúli Alexandersson á Hellis sandi er lítið hrifinn af framsóknaríhaldsstjórninni en segist vera: Fyrst og fremst náttúru- idíót s g geri svolítið af því að fara með ferðafólki hérna um nágrannasvæðið og er fyrst og fremst náttúruidíót í eðli mínu. Konan rekur bóka- verslun," segir Skúii Alexand- ersson á Hellissandi lítillátur um þátt sinn í ferðaþjónustunni á utanverðu Snæfellsnesi, en hann rekur Gistihúsið Gimli á Hellissandi. En auk þessa hefur hann verið frumkvöðull og drif- fjöður í því að setja upp skilti við athyglisverða staði á svæð- inu og merkja gönguleiðir auk þess sem hann stendur stöðuga varðstöðu um sitt byggðarlag og hagsmuni þess. Margir minnast Skúla er hann sat á Alþingi fyrir Alþýðu- bandalagið á Vesturlandi. Hann hætti þingmennsku fyrir Al- þingiskosningarnar 1991 en hafði þá setið tólf ár á Alþingi og þar áður af og til sem vara- maður Jónasar Árnasonar í átta ár. Samtals sinnti Skúli því þingmennskunni meira og minna um tveggja áratuga skeið. Hann segist nú aldrei hafa slitið tengslin við heima- byggðina, þó íjölskyldan hefði haft vetursetu í Reykjavík á meðan þing sat þá voru þau alltaf heima á sumrin. „Nei, ég held að það væri rangt að segja að það sé ein- hver breyting sem ég verð var við,“ svarar Skúli, aðspurður hvort munur sé á störfum al- þingis í dag og áður, og heldur áfram: „Annað en þessi mikla S N AKUREYRARBÆR Vestursíða 8, deiliskipulag í samræmi við ákvæði greina 4.4 og 4.4.1 í skipulags- reglugerð er hér með lýst eftir athugasemdum við til- lögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Vestur- síðu 8, sem er hluti húsaþyrpingarinnar nr. 1, 2, 4, 5, 6, og 8 við Vestursíðu. í breytingartillögunni, sem lögð er fram af lóðarhafa, felst að í stað 7 íbúða tveggja hæða raðhúss verði byggð tvö tveggja hæða fjölbýlis- hús með alls 14 íbúðum, 12 smáíbúðum og 2 fjöl- skylduíbúðum. Einnig er lagt til að sameignarstígur milli lóða nr. 6 og 8 verði felldur niður og sameinaður lóð nr. 8. Uppdráttur er sýnir breytingartillöguna liggur frammi al- menningi til sýnis á Skipulagsdeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð, næstu 4 vikur frá birtingu þess- arar auglýsingar, þ.e. til mánudagsins 4. nóvember 1996, þannig að þeir sem þess óska geti kynnt sér til- löguna og gert við hana athugasemdir. Athugasemda- frestur er til kl. 16.00 mánudaginn 4. nóvember 1996 og skal athugasemdum skilað til Skipulagsdeildar Ak- ureyrarbæjar. Þeir sem telja sig verða fyrir bótaskyldu tjóni vegna breytingarinnar er bent á að gera athuga- semdir við tillöguna innan tilgreinds frests ella teljast þeir samþykkir henni. Akureyrarbær mun taka afstöðu til tillögunnar og afgreiða að loknum auglýsingafresti. Skipulagsstjóri Akureyrar. Skúli Alexandersson er lítið hrifinn af framsóknaríhaldsstjórninni. Hann lætur ríkisstjórnina samt ekki trufla sig við að sinna ferðaþjónustu í náttúruparadísinni á Snæfellsnesi. Útsýn til Hreggnasa, Bárðarkistu og Geldingafells í baksýn. breyting að deildirnar voru lagðar niður og þingið gert að einni málstofu. Ég hef alltaf verið krítískur á það, enda er komið í ljós að þingið verður ekki eins vandvirkt í einni deild eins og í tveimur málstofum þar sem hver deildin tók við hverju lagafrumvarpinu á fætur öðru frá hinni. Pað eru að koma í ljós ýmsir annmarkar við þetta. Þing sem er í einni deild er líka mikið háðara embættismönn- unum heldur en tveggja deilda þing.“ A einu sviði hefur þó orðið gerbreyting, aðbúnaður og vinnuaðstaða þingmanna er orðin afar ólfk því sem var. „Þingið er alltaf að verða betur búið, það er betur búið að þing- mönnum og meiri þjónusta fyr- ir þingmenn heldur en áður var. í upphafi míns þingferiis var þetta öðruvísi, mikil skelf- ing, maður varð raunverulega að vinna hvern hlut alveg sjálf- ur, vélritun og hvað eina. En sú þjónusta hefur breyst mikið og aðgangur að gögnum hefur orðið mikið betri. En þingið, umræður á þingi og þess háttar eru sjálfsagt mjög svipaðar. Og öll gagnrýni á það finnst mér vera óskaplega út í bláinn því það er grundvöllur stjórnskipu- lagsins að það fari fram um- ræður í þinginu. Öll skerðing eða gagnrýni á slíkt er náttúru- lega mjög neikvæð og þjónar engum tilgangi öðrum en styrkja embættismannakerfið og láta það vinna meira og meira fyrir þingið. Sumir emb- ættismenn hafa áhuga á þessu en aðrir ekki.“ í síðustu kosningum gerðist sá fátíði atburður að Alþýðu- bandalagið fékk engan mann kjörinn á Vesturlandi. Skúli er að sjálfsögðu ekki sáttur við það. „Það eru náttúrulega bölv- uð rangindi og það hlýtur að koma að því ef óbreytt kosn- ingafyrirkomulag er að við fá- um aftur mann. Ef allt hefði verið með felldu þá áttum við að fá manninn kjörinn, en það voru illar og utanaðkomandi aðstæður sem breyttu því. En nú lítur allt út fyrir að flokkur- inn sé að styrkjast, það kemur fram í öllum skoðanakönnun- um og ef svo heldur fram sem horfir, þá fáum við ekki aðeins aftur þingmann hér á Vestur- landi, heldur gæti það orðið víðar sem við fengjum nýja þingmenn." Skúli telur þennan spádóm sinn ekki eiga neitt skylt við bjartsýni. „Ég er ekki bjartsýnn, ég held það geti ekki verið að þjóðin leyfi þessu tvíhöfða veldi að sitja að völdum, án þess að ógna því að minnsta kosti eitt- hvað svona með minnkandi fylgi. Það hefur aldrei gefið sig vel fyrir okkur að vera með framsóknaríhaldsstjórn. Þær hafa reynst heldur skárri þær stjórnir sem þessir flokkar hver fyrir sig hafa verið í samfloti með hinum flokkunum.“ Aðspurður hvort núverandi ríkisstjórn sé kannski versta stjórn sem hægt sé að hugsa sér svarar Skúli og hlær við: „Lengi getur vont versnað. En ég geri ráð fyrir því að megin- hlutinn í stefnu þessarar ríkis- stjórnar komi mjög illa út fyrir almenning í landinu. Og þá náttúrulega fyrst og fremst þýð- ir það, ef það er tekið lands- hlutalega, að það er lands- byggðin sem fer illa út úr því. Þar eru ekki neinir stórgrósser- ar eða aðilar sem safna pening- um á verðbréfaviðskiptum eða öðru slíku. Þó peningarnir verði til á landsbyggðinni, hefur fólk- ið sem býr þar ekki aðstöðu til að njóta þeirra.“ -ohr

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.