Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Page 2

Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Page 2
14 -Laugardagur 5. október 1996 ^lirgur-®mrám Þeir höfðu ástæðu til að gleðjast, þeir Friðrik, Einar og allir hinir sem komu nálægt gerð Djöflaeyjunnar, dýrustu kvikmyndar sem framleidd hefur verið á fs- landi til þessa. Hugmyndin sem kviknaði á barbúllu í Kaup- mannahöfn fyrir tæpum tveimur áratugum er loks orðin að veruleika því myndin var frumsýnd á fimmtudagskvöld. Að sjálfsögðu gerðu menn sér glaðan dag að sýningu lokinni og þar var ljósmyndari Dags-Tímans staddur og smellti af nokkrum myndum. yTimwi 1 'y V. Þau voru í frumsýningarpartíinu: Sigríður Dúna Kristmundsdóttir (t.v.), Friðrik Sophusson, Guðrún Pálsdóttir, Þórir Baldursson, Þóra Jónsdóttir, Björgvin Halldórsson, Ragnheiður Reynisdóttir og Björn G. Björnsson. Nýr bar við Austurstræti ; 'ftvarpskonunni Lísu Páls- dóttur er ýmislegt fleira V»X til lista lagt en dagskrár- gerð. Á árum áðum vann hún á börum í Kaupmannahöfn og nú stendur til að rifja upp stemmn- inguna bak við barborðið þar sem hún og maður hennar, Björgúlfur Guðmundsson, hafa opnað an bar til húsa í kjallara við Austurstræti. Nýi staðurinn heitir „Bar í strætinu" og var opnaður með pompi og prakt á fimmtudags- kvöld. Barinn er einskonar úti- bú af Kaffi Austurstræti, sem er á hæðinni fyrir ofan, og þarna er ætl- unin að bjóða upp á lifandi tón- list um helgar og sérstök þema- kvöld á fimmtudagskvöldum. „Við munum hafa gítar og hljóðkerfi á staðnum og þeir sem vilja og kunna geta tekið lagið,“ segir Lísa. Þemakvöldin segir hún að geti t.d. verið í formi ljóða- kvölda, sérstök hljómsveit verði tekin fyrir, tónlist frá ákveðnu tímabili og annað í svipuðum dúr. „Bar í strætinu“ er lítill stað- ur og Lísa segir hann frábrugð- inn öðrum börum að því leyti að vegna smæðarinnar fari fólk frekar að spjalla við þá sem eru á næsta borði þó þeir þekki þá ekki neitt. Björgúlfur, maður Lísu, mun bera hitann og þungann af rekstri nýja barsins en Lísa seg- ist ætla að afgreiða á barnum af og til og hjálpa við að koma þessu af stað. En hvernig kvikn- aði sú hugmynd að opna þenn- an stað? „Eiginlega var það meira fyr- ir tilviljun. Maðurinn minn spil- aði stundum uppi á Kaffi Reykjavík. Þetta húsnæði var skyndilega laust og við slóum til.“ AI starfsbróður sínum á Rás 2, Magnúsi Einarssyni. Á opnunarkvöldinu. Hjónin Lísa Páls og Björgúlfur Guðmundsson ásamt Erni Ingólfssyni (lengst til hasgri), vini þeirra og hjálparhellu. Myndir: Þjetur

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.