Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Síða 3
jDagur-ÍEtmhm Laugardagur 5. október 1996 -15
Vitum meira um
Rambó en Gretti
Við höfum heilmikla nátt-
úru að sýna ferðamönn-
um, en hvað sýnum við
þeim sem vilja fræðast um fólk-
ið sem býr í landinu?“ spyr Ein-
ar Örn Benediktsson, íjölmiðla-
fræðingur og fyrrverandi Syk-
urmoli. Jónas Kristjánsson, rit-
stjóri DV, telur hins vegar vaxt-
arbrodd ferðaþjónustunnar
ekki liggja í kynningu á ís-
lenskri menningu. Hann bendir
á þann möguleika að nota nátt-
úruna sem bakgrunn en í for-
grunni sé ferðamaður að gera
eitthvað. Sé þátttakandi fremur
en skoðandi.
Þeir Einar Örn og Jónas
kynntu hugmyndir sínar á
ferðamálaráðstefnu Ferðamála-
ráðs íslands, sem haldin var í
Reykjanesbæ í vikunni. Báðir
héldu erindi um ferðaþjónustu
og menningu en sjónarmiðin
voru gjörólík.
Flestir virðast sammála um
að markaður fyrir skoðunar-
ferðir um landið, þar sem
ferðalöngum er smalað upp í
rútu og þeir keyrðir um, sé að
verða mettaður. Til að draga
fleiri ferðamenn til landsins
þurfi því nýjar leiðir. En hvaða
leiðir æth séu bestar?
Hvað er
íslensk menning?
Einar Örn segir ekki nóg að
sýna ferðamönnum landið, þeir
þurfi einnig að eiga kost á að
kynnast menningu þess fólks
sem býr í landinu. Þá vaknar
hins vegar
upp spurning-
in, hvað er ís-
lensk menn-
ing?
„Sumir
ferðamenn
búast við að
hitta víkinga
með sverð,
alla ásatrúar.
í staðinn hitta
þeir fyrir
stressað fólk
sem er í 3-5
vinnum og
fellur engan
veginn að
ímyndinni um
óspjallað
frumfólk."
Einar hefur
áhyggjur af
því að íslend-
ingum liggi
svo á inn í 21.
öldina að þeir
séu að glata
tengslum við
íslenska sögu.
„Þessi fræga
Einar Örn:
„Sumir ferðamenn
búast við að hitta vík-
inga með sverð, alla
ásatrúar. í staðinn
hitta þeir fyrir stress-
að fólk sem er í 3-5
vinnum og fellur eng-
an veginn að ímynd-
inni um óspjallað
frumfólk.“
söguþjóð veit meira um Rambó
en Gretti,“ segir hann og líst
greinilega ekki nógu vel á landa
sína að þessu leyti.
Geimstöð á
Nesjavöllum?
Jónas Kristjánsson hefur
minni áhyggjur af menning-
unni, a.m.k. í tengslum við
ferðaþjónustu. „Ég fór yfir
ýmsa þætti sem geta flokkast
undir menningu eins og t.d.
menningarsöguna, listir, frægt
fólk og fleira og velti því upp
hvort þessir þættir hefðu eitt-
Jónas:
„Ekki skoðunarferða-
mennsku heldur þátt-
tökuferðamennsku.“
hvað markaðsgildi fyrir ferða-
þjónustana. Niðurstaðan var
svo að möguleikarnir væru ekki
mikhr," segir Jónas. Hann
bendir hins vegar á ýmsa aðra
möguleika sem flestir miða að
því að gera ferðamenn virkari
og meiri þátttakendur fremur
en að sitja í rútum í skoðunar-
ferðum.
Dæmi um ferðamennsku þar
sem ferðamenn eru þátttakend-
ur er t.d. hestaferðir, rallakstur
á torfærujeppum eða mótor-
hjólum og heilsurækt af ýmsu
tagi. Bláa lónið er að verða
þekktara en Gullfoss og Geysir,
segir Jónas og telur möguleika
á að byggja upp fleiri staði af
svipuðu tagi.
„Ég bendi sérstaklega á
Nesjavallasvæðið. Þar tel ég að
hægt væri að byggja upp orku-
ver sem liti út eins og geimstöð.
Þar væri síðan komið upp bað-
aðstöðu, aðstöðu til íþróttaiðk-
ana og ferðalaga.“ AI
Hestaferðir eru dæmi um þjónustu fyrir ferðamenn þar sem þeir eru virkir þátttakendur fremur
en skoðendur.
Það er kannski svolítill
áróður í sýningunni en
mig langaði til að segja
eitthvað með myndunum," seg-
ir Snorri Ásmundsson sem opn-
ar myndlistarsýningu á Café
Karolínu á Akureyri í dag
klukkan 14:00.
Leiðrétting
í gagnrýni um Djöflaeyjuna,
kvikmynd Friðriks Karlssonar,
gleymdist að geta hver skrifaði
gagnrýnina. Örn Markússon
heitir gagnrýnandinn og er beð-
ist velvirðingar á þessum mis-
tökum. Einnig vantaði aftan á
greinina hluta af síðasta orðinu
sem átti að vera, skemmtileg.
Inntakið í myndunum segir
Snorri vera hvernig mannfólkið
sé að fara með náttúruna og
hvað við séum oft hugsunar-
laus. „Við horfum bara á sjón-
varp og vinnum okkar vinnu,“
segir hann.
Snorri, sem er Akureyringur,
segist hafa verið teiknandi síð-
an hann var barn en þó sé th-
tölulega stutt síðan hann fór að
helga sig myndlistinni. „Ég fór
ungur í myndlistarskóla en þá
var ég ekki móttækilegur fyrir
leiðsögn. Síðar fór ég út í mikla
óreglu og sukksamt líferni. Þeg-
ar ég ákvað að breyta um lífs-
stíl og nota ekki vímuefni fór ég
að mála aftur og helga nú lífi
minni listinni."
Myndirnar á sýningunni eru
af ýmsum stærðum og gerðum
og er sú stærsta 3ja metra löng
og 1.20 metrar á hæð. Mest
Snorri Ásmundsson opnar myndlistarsýningu f dag á Akureyri.
hefur Snorri málað með akrýl-
litum því hann segist ekki hafa
þolinmæði til að vinna með olíu.
„Ég er svona akkorðsmaður og
má eiginlega segja að ég hafi
málað þessa sýningu á met-
Mynd: JHF
tíma. Ég byrjaði ekki á henni
fyrr en fyrir þremur vikum.“ AI
Málað
á mettíma