Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Síða 5
ÍDctgur-®tnmm
Laugardagur 5. október 1996 -17
MENNING O G LISTIR
Efnilegir íslenskir
operusongvarar
á ítalskri grund
Eftirfarandi gagnrýni birtist í ítalska
biaðinu LIBERTA:
Hinir ungu og efnilegu ís-
lendingar, Sigurjón Jó-
hannesson, tenór, og Að-
alheiður Elín Pétursdóttir,
mezzosópran, tóku þátt í tón-
leikum sem haldnir voru í lok
„Master Class“ námskeiðs í
söng og söngtúlkun að frum-
kvæði Eugeniu Ratti, hinnar
frægu sópransöngkonu við
Scala leikhúsið í Mflanó. Tón-
leikarnir voru haldnir í tón-
leikasal Heilags Jóhannesar í
Mario Mangia tónlistarskólan-
um í Fiernzuola d’Arda (Pia-
cenza), undir yfirskriftinni
„Fjarrænir hljómar". Hinum
stórgóðu íslensku söngvurum
var klappað mikið lof í lófa og
kröfuharðir söngunnendur
meðal áheyrenda kunnu vel að
meta fágaðar raddir og vand-
aða túlkun söngvaranna.
Söngvararnir tóku síðan, að
boði próf. Massimo Cottica,
kennara í kammertónlistar-
fræðum, þátt í formlegum
kvöldtónleikum þar sem á efn-
isskránni var „Libeslieder
Walzer op. 52“ eftir Jóhannes
Brams (fyrir sópran, contraalt,
tenór, bassa og fjórhent á pí-
anó). Tónleikarnir voru haldnir
í hinum glæsilega tónleikasal G.
Nicolini tónlistarskólans í Flór-
ens, en hin þekkta sópransöng-
kona Eugenia Ratti hefur kennt
við skólann um árabil.
Skólastjóri skólans, tónsmið-
urinn og tónlistarkennarinn Fa-
brizio Garilli, lauk miklu lofs-
orði á hina frábæru íslensku
söngvara eftir glæsta frammi-
stöðu þeirra í hinu kreflandi
verki Brahms og kvaðst vonast
til að mega hlýða á þau að nýju
þegar þau kæmu aftur til Ítalíu
á komandi hausti.
Við, ítalskir áheyrendur, von-
umst til að fá að heyra þau
syngja á ný hið bráðasta og
gjarnan heyra þau spreyta sig
einnig á öðrum verkum af efn-
isská óperutónlistarinnar, eins
og til dæmis Sigurjón sem
„Ricccardo" í Grímudansleikn-
um eftir Verdi, eða Aðalheiði
Elínu í „Samson og Dahla“ eftir
Saint-Saens.
Kom ánægjulega á
óvart
Samkeppnin í óperuheimin-
um er hörð og því er ávallt
ánægjulegt þegar
einhverjum landa okkar gengur
vel og nær að vekja athygli fyrir
góðan söng. Sigurjón Jóhannes-
son, tenór, og Aðalheiður Elín
Pétursdóttir, mezzosópran,
stunda söngnám í Ítalíu og ný-
lega birtist mjög jákvæð gagn-
rýni um frammistöðu þeirra á
tvennum tónleikum.
Á fyrri tónleikunum voru þau
Sigurjón og Aðalheiður Elín í
hópi 12-14 nemenda sem höfðu
tekið þátt í námskeiði saman en
á þeim seinni voru söngvarárn-
ir tveir hluti af kvartett. í gagn-
rýninni er hinsvegar aðeins tal-
að um íslendingana tvo og að
sögn Sigurjóns kom hún þeim
ánægjulega á óvart. „Við áttum
Aðalheiður Elín Pétursdóttir.
Sigurjón Jóhannesson.
alls ekki von á þessu," segir
hann.
Sigurjón er að vonum glaður
yfir þessum viðbrögðum og við-
urkennir að vel gangi hjá bæði
honum og Aðalheiði Elínu í
söngnum um þessar mundir.
„Þetta er allt á réttri leið.“
Ítalía er spennandi land fyrir
söngvara og töluvert öðruvísi
að dvelja þar en á íslandi. „Hér
erum við komin í nafla óper-
Mynd: Pjetur
unnar. Alls staðar er eitthvað
um að vöra og mikið að sjá,“
segir Sigurjón.
Sigurjón er Akureyringur en
Aðalheiður Elín er frá Hafnar-
firði. Þau fóru bæði utan til
náms í kjölfar námskeiðs sem
söngkennarinn þeirra, Eugenia
Ratti, hélt á íslandi og eru nú
að heíja sitt þriðja ár í söng-
námi á Ítalíu. AI
ÞJÓDLEIKHÚSIÐ
Stóra sviðið
kl. 20.00:
Nanna systir
eftir Einar Kárason og
Kjartan Ragnarsson
6. sýn. laugard. 5. okt.
Uppselt.
7. sýn. fimmtud. 10. okt.
Örfá sæti laus.
8. sýn. sunnud. 13. okt.
Örfá sæti laus.
9. sýn. fimmtud. 17. okt.
Uppselt.
10. sýn. sunnud. 20. okt.
Órfá sæti laus.
Söngleikurinn Hamingjuránið
eftir Bengt Ahlfors
á morgun sunnud. 6. okt.,
laugard. 12. okt., föstud. 18. okt.
Þrek og tár
eftir Ólaf Hauk Símonarson.
Föstud. 11. okt.,
laugard. 19. okt.
Kardemommubærinn
eftir Thorbjörn Egner
á morgun 6. okt. kl. 14.00.
Uppselt.
Sunnud. 13. okt. kl. 14.00,
Nokkur sæti laus.
Sunnud. 20. okt. kl. 14.00.
Ath. takmarkaður
sýningafjöldi.
Litla sviðið
kl. 20.30:
í hvítu myrkri
eftir Karl Ágúst Úlfsson
í kvöld laugard. 5. okt.
Uppselt.
Sunnud. 6. okt. Uppselt.
Föstud. 11. okt. Uppselt.
Laugard. 12. okt. Uppselt.
Sunnud. 13. okt.
Föstud. 18. okt. Uppselt.
Laugard. 19. okt. Uppselt.
Fimmtud. 24. okt.
★ ★ ★
Listaklúbbur
Leikhússkjallarans
mánud. 7. okt. kl. 20.30.
Hamingjustund með finnska leik-
húsmanninum Bengt Ahlfors, höf-
undi Hamingjuránsins. Fram
koma: Hilmir Snær Guðnason,
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir,
Örn Árnason o.fl.
★ ★ ★
Miðasalan verður opin alla daga
nema mánudaga frá kl. 13.00-18.00
og fram að sýningu sýningardaga.
Einnig er tekið á móti símapöntunum
frákl. 10.00 virkadaga.
Sími 551 1200.
Sigrún
Astrós
4. sýning laugard. 5. okf. kl. 20.30.
5. sýning föstud. 11. okt. kl. 20.30.
6. sýning laugard. 12. okt. kl. 20.30.
Dýriní
Hólsaskógi
eftir Thorborn Egner
ÞýSendur: Hulda Valtýsdóttir
og Kristjón fró Ðjúpalæk
Frumsýning 19. okt. kl. 14.00.
2. sýning sunnud. 20. okt. kl. 14.00
3. sýning þriöjud. 22. okt. kl. 15.00
4. sýning fimmtud. 24. okt. kl. 15.00
5. sýning laugard. 26. okt. kl. 14.00
6. sýning sunnud. 27. okt. kl. 14.00
Munið kortasöluna okkar
Sími 462 1400
MiSasalan er opin alla virka daga
nema mónud. kl. 13.00-17.00
og fram að sýningu sýningardaga.
Símsvari allan sólarhringinn.
Sími í miðasölu: 462 1400.
LEIKFELAG AKUREYRAR
Einingarfélagar Eyjafirði!
Almennir félagsfundir
verða haldnir á félagssvæðinu á eftirtöldum
stöðum:
Hrísey, kaffistofu Frystihússins, þriðjudaginn 8. okt.
kl. 17.00.
Dalvík, í Bergþórshvoli, þriðjudaginn 8. okt. kl. 20.30.
Grenivík, í Gamla skólanum, fimmtudaginn 10. okt.
kl. 17.00.
Akureyri, í Alþýðuhúsinu 4. hæð, fimmtudaginn
10. okt. kl. 20.30.
Fundarefni:
1. Undirbúningur kjarasamninga.
2. Önnur mál.
Aðalfundur Ólafsfjarðardeildar
verður haldinn í Sandhól
miðvikudaginn 9. okt. kl. 20.00.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Undirbúningur kjarasamninga.
3. Önnur mál.
FÉLAGAR FJÖLMENNIÐ
Stjórn Einingar.