Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Qupperneq 7

Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Qupperneq 7
|Bagur-®tnrám Laugardagur 15. september 1996 - 19 Fyrir framan Höfða. Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev brosa framan í Ijósmyndavélina rétt áður en fyrsti fundur þeirra hófst. Stærsti alþj óðlegi viðburður íslands- sögunnar? ur. „Gereyðingarvopnum hefur stórfækkað í vopnabúrum Rússa og Bandaríkjamanna og að því leytinu til er heimurinn kannski að einhverju leyti ör- uggari. En það eru bara svo mörg önnur vandamál sem geta blásið upp hvenær sem er. Heimurinn er ekki beint frið- samlegur í dag.“ -Er hægt að bera einhvern annað viðburð á íslandi við leiðtogafundinn hvað umfang og mikilvægi snertir? „Nei, að mínu mati er leið- togafundurinn 1986 stærsti við- burður í íslandssögunni frá upphafi. Enginn annar viðburð- xn- kemst nálægt því að slá hann út og ég get ekki séð að það gerist í náninni framtíð. Hitt er annað mál að ég er á því að ís- land sé góður staður fyrir hin ýmsu ríki til að halda sína samningafundi um frið og af- vopnun því við erum friðsöm þjóð, eigum engin vopn og eng- an her,“ segir Jón Hákon. AI Erlendir blaða- og fréttamenn, Ijósmyndarar og tæknimenn voru rúmlega 3000 og viðbúnaður var mikill. í nokkra daga beindust augu heims- ins að íslandi. 3000 fjölmiðlamenn fluttu fréttir frá landinu til milljóna manna um víða veröld. Ástæðan? Leiðtogar tveggja stórvelda völdu eyjuna okkar í norðri sem fundar- stað til að ræða mál sem vörðuðu alla heimsbyggðina. Fyrir nákvæmlega tíu árum var ekkert venjulegt ástand á fslandi. Von var á tveimur valdamestu mönnum heimsins í heimsókn með fríðu föruneyti. Fundurinn fór fram dagana 11. og 12. október en ákvörðun um að hann yrði staðsettur í Reykjavík var ekki tilkynnt fyrr en 30. september. íslendingar höfðu því rétt innan við viku til að undirbúa komu þeirra Ronalds Reagans, Bandaríkjaforseta, og Mikhails Gorbachev, leiðtoga Sovétríkj- anna. í byrjun lá við að mönnum féllust hendur. „Allir virtust vera í sjokki yfir því að þessi heiinsviðburður ætti að gerast á ísland eftir nokkra daga. Litla ísland var allt í einu orðið mið- depill heimsins og pínulitla sjónvarpsstöðin okkar sú mikil- vægasta,“ skrifar fngvi Hrafn Jónsson, þáverandi fréttastjóri Ríkissjónvarpsins í bók sinni „...og þá Raug HRAFNINN". Þrátt fyrir knappan tíma er óhætt að segja að vel hafi til tekist því almennt var viður- kennt að framkvæmdarhlið fundarins hafi verið til fyrir- myndar. Nú, tfu árum síðar, er við hæfl að líta til baka og velta fyr- ir sér þýðingu fundarins. Fór hann út um þúfur, eins og lýst var yfir í fjölmiðlum í fyrstu, eða var um tímamótaviðræður að ræða? Og hvernig ætli minn- ingar þeirra íslendinga sem þátt tóku í framkvæmd fundar- ins séu um þennan tíma? Kraftaverk að þetta tókst „Við fengum 12 daga til að und- irbúa þennan fund og var unnið dag og nótt. í rauninni má segja að það hafi verið kraftaverk að takast skyldi að halda fundinn eftir svona stuttan undirbún- ingstíma,“ segir Steingrímur Hermannsson sem var forsætis- ráðherra íslands þegar leið- togafundurinn var haldinn. í huga Steingríms eru engar efa- semdir um mikilvægi þessa fundar. „Ég er ekki í vafa um að hann hafði mikil áhrif þó menn hafi ekki áttað sig á því í upp- hafi. Af einhverjum ástæðum tóku fréttamenn þann pól í hæðina að hann hefði algjör- lega misktekist. Reyndar hélt ég það líka þar til Gorbachev tók tíma til að segja mér annað áð- ur en hann fór. Staðreyndin er sú að Gorbachev fagði fram mjög róttækar tillögur í afvopn- unarmálum sem munaði aðeins hársbreidd að væru samþykkt- ar.“ - Hver var kostnaður ríkisins af fundinum? „Kostnaður ríkisins vegna fundarins var um 70 milljónir króna. Ég taldi mig reyndar hafa vilyrði fyrir því að við fengjum kostnaðinn end- urgreiddan en svo var ekki. Þegar til kom fengum við þau svör að venjan væri að gestgjaf- inn greiddi fyrir örygg- ismálin, sem voru stærsti kostnaðarliður- inn. Ég held hinsvegar að þessum peningum hafi verið vel varið því ekkert hefur komið ís- landi betur á kortið." Mikii iífsreynsia „Þetta var meiriháttar lífsreynsla. Ég er einn af fáum íslendingum sem sá aldrei leiðtoga- fundinn því ég varð að halda mig á mínum stað í Hagaskóla. En þetta er stór þáttur í mínu lífshlaupi að hafa fengið að taka þátt í þessu. Ég veit samt ekki hvort ég myndi gera eitthvað svipað aft- ur því þetta var ekki alltaf auð- velt. En það tókst,“ segir Jón Hákon Magnússon sem sá um rekstur alþjóðlegu íjölmiðla- miðstöðvarinnar við Hagatorg. Jón Haukur tekur í sama streng og Steingrímur um þýð- ingu leiðtogafundarins og telur að menn séu almennt sammála um að hann hafi verið gagnleg- Þær voru engin smásmíði, limósínurnar sem keyrðu leiðtogana, ásamt fylgdarliði, um Reykjavíkurborg. Steingrímur Hermannsson var forsetisráðherra íslands þegar á leiðtogafundinum stóð. „Kostnaður ríkisins vegna fundarins var um 70 millj- ónir króna... ...Ég held hinsvegar að þessum peningum hafi ver- ið vel varið því ekkert hefur komið íslandi betur á kortið. “ Jón Hákon Magnússon sá um rekstur alþjóðlegrar fjöl- miðlamiðstöðvar við Hagatorg. „Leiðtogafundurinn 1986 er stœrsti viðburður ííslands- sögunni frá upphafi Eng- inn annar viðburður kemst nálœgt því að slá hann út. “

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.