Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Blaðsíða 10
22 - Laugardagur 5. oktober 1996 Jkgur-®ímmn
Blóðhitinn kringum
37 gráður
Kristinn R. Ólafsson talar ekki frá
Madrid að þessu sinni heldur
hlýlegum húsakynnum Kaffileikhússins
í Hlaðvarpanum. Hann fagnaði 15 ára
fréttaritaafmæli á þessu ári og mun
eiga titilinn „starfsaldursforseti
fréttaritara útvarpsins á erlendri
grund“ með réttu.
Víst er að þeir sem fylgjast
með fréttum hafa vart
komist hjá því að veita
fréttaflutningi hans eftirtekt.
Þannig eru ekki margir sem
hafa sett sig í stellingar fornra
sagnaritara til að lýsa fótbolta-
leikjum suður í álfu á ofan-
verðri 20. öld. Það gerir Krist-
inn óhikað og fór nýlega á kost-
um í einni leiklýsingunni þar
sem við lá að léttklæddir fót-
boltakappar umbreyttust í loð-
klædda og sauðskinnsskædda
forngarpa.
Kristinn er staddur á landinu
til að fara með hlutverk sögu-
manns á Spænskum kvöldum í
Kafflleikhúsinu og hefur hug á
að vera hér í eins og einn góðan
togaratúr. Maðurinn ætti að
hafa einhverju að miðla enda
verið í útlegð á Spáni síðan í
árslok 1977 og býr nú í Madrid
ásamt spænskri konu sinni og
dóttur.
Tvær bækur
væntanlegar
í 12 ár kenndi Kristinn enska
tungu á Spáni en aðalvinna
hans hefur verið fréttaritara-
starfið. „Svo hefur ýmislegt rek-
ið á ijörur manns.“ Undanfarið
hefur hann unnið við þýðingar
og skriftir og kemur afrakstur-
inn út núna fyrir jólin í tveimur
bókum, einni þýddri og annarri
frumsamdri.
Sú þýdda heitir Refskák,
bríkin frá Flandri og er eftir
fyrrum stríðsfréttamann hjá
sjónvarpinu Arturo Pérez-Re-
verte sem átt hefur hverja met-
sölubókina eftir aðra undanfar-
Ég hef fengið nokkra
unglinga til að lesa
[bókina] og þeim hef-
ur bara þótt þetta
ágætt, þora a.m.k.
ekki að segja annað
við mig.
in ár. „Þetta er í senn skákþraut
og morðgáta. Það er verið að
gera upp þessa gömlu brík, sem
er málverk á tré eftir flæmskan
málara, í Madrid og á henni
sitja tveir herramenn að skák
en skákin er jafnframt lausn á
„Þetta er gott fólk, hjartahlýtt og tryggir vinir,“ segir Kristinn R. Ólafsson um Spánverja, en hann hefur búið á
Spáni síðan 1977. Mynd: Pjetur
morðinu á öðrum þeirra. Síðan
eru morð framin í Madrid nú-
tímans í sambandi við málverk-
ið og til þess að leysa þau, þarf
að halda skákinni á málverkinu
áfram og leika við morðingjann
sem drepur í samræmi við það
sem gerist á skákborðinu."
12. aldar tryllir
Gera mætti ráð fyrir að maður
sem dvalið hefur í tæpa tvo ára-
tugi á erlendri grundu væri far-
inn að missa nokkuð tökin á
móðurmáli sínu. Svo er ekki
með Kristin. „Ég á 13 ára dótt-
ur sem er tvítyngd og við feðgin
tölum alltaf saman á íslensku.
Svo fer mest öll mín vinna fram
á íslensku. Ég held mér við með
lestri og Islendingasögurnar
eru alltaf 'þrjótandi sjóður,
eins og heyra má í fótboltapistl-
um mínum stundum.“
Frumsamda saga Kristins
ber áhuga hans á íslendinga-
sögunum greinileg merki. Telja
má það nokkra áræðni en hann
skrifar söguna fyrir unglinga - í
sagnastíl með orðaskýringum á
hverri síðu. Bókin heitir Fjöl-
móðs saga föðurbetrungs - æv-
intýralegur 12. aldar tryllir.
„Hún Ijallar í stuttu máli um
ævintýri Fjölmóðs og gerist í
byrjun 12. aldar á íslandi, í
nokkurs konar draumheimum,
og á eyjunum Majúrku og
Ívísu," en svo nefndi Snorri
Sturluson partíeyjuna fbísa í
Heimskringlu á sínum tíma.
Búandi á Spáni hefur Krist-
inn lítil samskipti við íslenska
unglinga og er ekki viss um
hvernig íslenskir unglingar taka
sögunni. „Ja, ég lýg því nú
...þegar menn vilja
vera skemmtilegir á
Spáni þá fara þeir
annað hvort að tala
illa um náungann eða
klæmast. Ég held að
það sé líka rauði
þráðurinn í íslenskri
fyndni.
reyndar. Ég hef fengið nokkra
unglinga til að lesa hana og
þeim hefur bara þótt þetta
ágætt, þora a.m.k. ekki að segja
annað við mig.“
Sköpuð í kross
Spánn hefur lokkað til sín
margan íslendinginn í 21 sælan
sólardag. En hvað er það við
spænsku þjóðina sem heillar
Kristin sem hefur dvalið þar í
öllu fleiri daga? „Þetta er gott
fólk, hjartahlýtt og tryggir vinir.
Svo er gott að lifa á Spáni fyrir
þá sem hafa á annað borð at-
vinnu, en atvinnuleysið er
stærsta vandamálið þar.“
En ætli íslendingar og Spán-
verjar séu mjög ólíkir? „Ég held
að við séum öll sköpuð í kross
og sami blóðhiti í öllum, svona
kringum 37 stig. Kímnigáfa
Spánverja og íslendinga er t.d.
nánast eins. Spánverjar segja
kannski brandara með meiri
bakföllum. En þegar menn vilja
vera skemmtilegir á Spáni þá
fara þeir annaðhvort að tala illa
um náungann eða klæmast. Ég
held að það sé líka rauði þráð-
urinn í íslenskri fyndni.“
Klisjukennd ímynd
„Ég held að það sé minni mun-
ur en oft er látið. Þessi mynd
Spánar erlendis um allan þenn-
an blóðhita og þetta stappandi
og klappandi fólk er svolítið
klisjukennd. Ég held að Spán-
verjar séu yfirhöfuð venjulegt
fólk. Vinna sína vinnu og Iifa
sínu lífi. Spánverjar eru heldur
ekki allir dökkhærðir og brún-
eygðir. Þarna er margt fólk með
blá augu og ljóst hár. Spánverj-
ar eru afkomendur svo margra
þjóða.
Og það getur verið jafnmikill
munur á Baska og Andalúsíu-
manni og á íslendingi og Spán-
verja." LÓA
Tilboö óskast!
Vátryggingafélag íslands hf. Akureyri, óskar eftir
tiiboðum í eftirtaidar bifreiðar, sem lent hafa í um-
ferðaróhöppum.
1. MMC Lancer st. 4x4 ........árgerð 1996
2. Toyota 4Runner ............árgerð 1991
3. Subaru Justy GL ...........árgerð 1991
4. MMC Gaiant 2000 ...........árgerð 1989
5. Mazda 323 .................árgerð 1989
6. Toyota Lancruser D ........árgerð 1988
7. Land Rover D ..............árgerð 1987
8. Toyota Tercel 4x4..........árgerð 1987
9. Subaru 1800 st.............árgerð 1984
10. Toyota Corolla L/B .......árgerð 1988
Bifreiðarnar verða til sýnis í Tjónaskoðunarstöð
VÍS að Furuvöllum 11, Akureyri, mánudaginn 7.
október nk. frá kl. 9.00 til 16.00.
Tilboðum sé skilað á sama stað fyrir kl. 16.00 sama
dag.
'W/Hfr VÁTRYGGINGAFÉLAG
Wttf ÍSLAiNDS HF