Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Side 14

Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Side 14
26 - Laugardagur 5. október 1996 ÍDagur-Œúrtmrt ^Dagur-^ímmn aif) f ( Lei eimilis- honiið Rœkju-hrísgrjónarönd 150 g rœkjur 2 dl hrísgrjón, soðin í 4 dl af vatni 2 dl sýrður rjómi 1 tsk. salt 1 tsk. karrý 1 dl saxað dill 2 dl grœnar baunir Skreytt með rœkjum og sítrónu- sneiðum Rækjurnar saxaðar. Takið nokkrar heilar rækjur frá til að skreyta með. Hrísgrjónin soðin í 8-10 mín. með lokið yfir pottin- um. Látið alveg kólna. Sýrði rjóminn hrærður saman við rækjurnar, hrísgrjónin, salt, karrý og dill. Þessu er svo þrýst ofan í hringform, sem hefur verið skolað með köldu vatni. Látið bíða á köldum stað. Hvolft á kringlótt fat, skreytt með rækjum og sítrónusneiðum og salatblaði. Gott brauð borið með. Appelsínukaka 200 g smjör 250 g sykur 4 egg 125 g maisenamjöl 125 g hveiti 1 tsk. lyftiduft 1 dl þykkur appelsínusafi 'á dl mjólk Smjör og sykur er hrært létt og ljóst. Bætið eggjunum út í, einu í senn, hrærið vel á milli. Hrær- ið nú hveitinu blönduðu með maisenamjölinu og lyftiduftinu saman við hræruna með appel- sínusafanum og mjólkinni. Deigið sett í vel smurt form (ca. 24 sm). Kakan bökuð við 180° í ca. 50 mín. neðarlega í ofnin- um. Kakan borin fram nýbök- uð. Það má sigta ílórsykri yfir kökuna eða búa til glassúr úr flórsykri hrærðum út með appelsínusafa, rifnu hýði stráð yfir. Ananaskaka 125 gr mjúkt smjör 175 gr sykur 2 egg 250 gr hveiti 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. vanillusykur 6 ananassneiðar 6 kokkteilber 1 dl ananassafi Smyrjið kringlótt form með smjöri (botn og hliðar). Stráið strásykri, ca. 3 msk., yfir smjör- ið. Raðið ananassneiðum með 1 rauðu kokkteilberi í gatið á botni formsins. Hrærið saman smjör og sykur, bætið eggjunum í einu í senn. Sigtið hveiti, lyfti- dufti og vanillusykri út í deigið, ásamt 1 dl af ananassafa. Deig- ið sett í formið ofan á ananas- hringina. Bakað við 175° í 45- 50 mín. neðarlega í ofninum. Kakan látin bíða í forminu ca. 20-30 mín. áður en henni er hvolft úr forminu. Látið köku- fatið yfir formið og hvolfið var- lega kökunni úr. Þá eru ananas- hringirnir ofan á kökunni. Kak- an borin fram með þeyttum rjóma. Góð kaka og falleg á kaffiborðinu. áIVlatarkrókur „Systir mín var svo hagsýn þannig að ég ákvað að bruðla aðeins, “ segir Anna Björk Bjarnadóttir en Guðrún Harpa, systir hennar á Akureyri, skoraði á hana í síðasta Matarkrók. Allar uppskriftirnar hennar Önnu Bjarkar eru ungverskar en hún dvaldi í Ungverjalandi í um tveggja ára skeið. Nú er hún hinsvegar flutt aftur í heimbœ sinn, Borgarnes, þar sem hún vinnur á söludeild Afurðarsölunnar. Anna Björk skorar á samstarfskonu sína, Áslaugu Þor- valdsdóttur, í nœsta Matarkrók. Pönnukökukaka Olía til steikingar Deigið: 50 g smjör 50g sykur 50 g hveiti 5 egg 3 dl mjólk rifinn börkur af 1 appelsínu og 1 sítrónu 3 msk. romm eða appelsínulík- kjör salt Fylling: 100 valhnetur (saxaðar) 1 tsk. vanillusykur 150-200 g sulta að eigin vali (t.d. apríkósusulta) Mýkið smjörið, bætið 25 g af sykrinum og eggjarauðunum útí. Þeytið þar til þykkt og loft- kennt. Bætið við hveiti og mjólk, smá í einu, ávaxtaberki, salti og rommi/líkkjör. Þeytið. Þeytið eggjahvíturnar og af- ganginum af sykrinum þar til stíft og bætið varlega í hrær- una. Blandið saman vanillusykri og hnetum og hafið tilbúið við hlið steikarpönnu, svo og eld- fastan disk eða mót til að setja pönnukökurnar á. Steikið u.þ.b. 1 cm þykkar pönnukökur, aðeins á annarri hliðinni og látið á diskinn með hráu hhðina upp. Stráið hnet- um ofan á hveija köku og smyrjið með sultu og hvolfið síðan síðustu pönnukökunni of- an á. Bakið í ofni við 180°C í 10-15 mínútur. Hitinn má ekki vera hærri! Súrsœtur kjúklingur/unghœna soðið kjúklingakjöt olía til steikingar 2 stk. grœn paprika Kryddlögur: 1 eggjahvíta 1 matarlímsblað 1 msk. hveiti 1 msk. sojasósa 1 tsk. þurrt hvítvín (má sleppa) Súrsœt sósa: 3 msk. tómatsósa 3 msk. vínedik 3 tsk. sojasósa 1 msk. hungang 2 msk. sykur 1 dl kjúklingasoð/teningur 1 matarlímsblað Látið kjötið liggja í kryddlegin- um og steikið það síðan í olíu. Haldið heitu. Skerið paprikuna í strimla og snöggsteikið (einnig gott að nota frosið kínverskt pokagrænmeti í stað papriku) við háan hita og dreifið yfir kjötið. Blandið saman efnunum í sósuna og hitið. Hellið yfir kjöt og grænmeti og berið fram með hrísgrjónum og brauði. Ungverskur eftirlœtiseftirréttur (Somlói galuska) fyrir 10-12 3 svampbotnar (ca. 1 cm þykk- ir): 1 venjulegur 1 valhnetubotn 1 súkkulaðibotn Sósa til fyllingar: 200gsykur 2,5 dl vatn 1 dl romm (dökkt) rifinn börkur af einni appelsínu og einni sítrónu Vanillukrem: 5 dl mjólk 4 eggjarauður 75 g hveiti 150 g sykurs % vanillustöng (eða 1 tsk van- illusykur) Fylling: 100 g valhnetur 50 g apríkósusulta 1 tsk kakó 80 g rúsínur Súkkulaðisósa: 150 g suðusúkkulaði 250 g sykur Vöffluterta Blandið saman: 85 g hveiti 1 tsk. lyftiduft 2 msk. sykur 12 fint saxaðar möndlur Hér út í hrœrið þið: 1 dl mjólk i egg 50 g brœtt og aðeins kœlt smjör Vöfílujárnið smurt með smjöri. Það á ekki að þurfa að smyrja það nema fyrir fyrstu vöffluna. Vöfflurnar eru svo lagðar sam- an með þeyttum íjóma og flór- sykri blandað saman við (ca. 2 dl). Hrærð ber (bláber, hindber) eða smátt saxaðir ávextir hafðir á milli. Jarðarber eru sérlega góð á svona vöfflutertu og þarf þá að skera þau niður í þunnar sneiðar. Skreytt að ofan með heilum berjum. Svo má líka nota uppáhaldsuppskriftina sína. Heitt eplatoddý Fyrir 6 glös 75gsykur V/ l vatn 3 kanelstangir Þetta er soðið saman í 5 mín. Potturinn tekinn af hitanum og bætt útí 1 eplasafa og l’A dl appelsínusafa ásamt safa úr 1 sítrónu. Þetta er svo allt hitað saman. Kanelstangirnar teknar upp úr. Toddýið sett í glös og smá appelsínubiti settur út í. Gott á köldum haustdegi. 1. Klútur undinn upp úr edikblöndu er góður til að strjúka yfir sjónvarpssker- minn. 2. Tannkrem getur verið gott til að fjarlægja bletti. 3. 2-3 msk. af kókosmjöli blandað saman við raspið, sem við brúnum í eplakök- una, gefur sérlega gott bragð. 4. Smávegis sinnep í osta- sósuna eykur ostabragðið. 5. Smávegis sykur og/eða rifinn appelsínubörkur út í tómatsósu og súpu gerir sér- lega gott bragð. Anna Björk Bjarnadóttir. Mynd: ohr 1,5 dl vatn 1 dl romm (dökkt) 4 dl þeyttur rjómi (Ath! það sparar ekki tíma að hafa uppskriftina minni) Sósa: Hrærið saman öllum efn- um í sósuna, hellið í lítinn pott og hitið yfir vægum hita. Hrærið í sífellu uns sósan þykknar og látið kólna. Vanillukrem (hugsanlega hægt að kaupa í búð?): Suðan látin koma upp á mjólkinni ásamt vanillustönginni. Látið kólna. Þeytið eggjarauður, syk- ur og hveiti þar til þykkt og loft- mikið. Látið í pott og mjólk bætt útí. Hrært í sífellu þar til þykkt. Látið kólna, en varist að himna myndist ofan á. Súkkulaðisósa: Súkkulaði, sykur, vatn og romm hitað yfir heitu vatnsbaði þar til súkku- laðið hefur bráðnað. Látið kólna. Leggið rúsínurnar í bleyti og þerrið vel. Saxið hnet- urnar. Setjið svampbotninn í djúpt fat. Smyrjið sósunni yfir sem og helmingnum af vanillukreminu og helmingnum af hnetum og rúsínum. Setjið valhnetubotn- inn þar ofan á og endurtakið fyllinguna. Súkkulaðibotninn settur ofan á og afganginum af sósunni smurt ofan á ásamt sultunni og kakói. Geymist í kæli yfir nótt. Framreiðsla: Setjið nokkra bita af köku í skálar eða eftir- réttaglös. Hellið súkkulaðisósu yfir og berið fram með þeyttum rjóma.

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.