Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Blaðsíða 19

Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Blaðsíða 19
Laugardagur 5. október 1996 - 31 Umsjónarmaður Magnús Geir Guðmundsson Tvær hliðar á útrás íslenskra tónlistar- manna Mitt í því að mörgum finnst vera stöðnun í ís- lensku poppiífi, virðist ekkert lát aftur á móti ætla að verða á þeirri þróun, að íslensk- ir tónlistarmenn með einum eða öðrum hætti stefni úr landi. Er umdeilanlegt hvort þetta sé af hinu góða, en svo virðist sem þessi þróun, góð eða slæm, verði ekki stöðvuð. Það sem ótvírætt er gott, er að tónlistarmenn á borð við Unun, Bong, Kolrössu krókríðandi, Þrettán o.fl. hafa með eigin dugnaði og elju náð að krækja sér í samninga er- lendis, sem eitt og sér hlýtur að teljast jákvætt. Hins vegar er það öllu daprari staðreynd, að margir af okkar hæfileikarík- ustu tónlistarmönnum hafa upp á síðkastið horfið úr landi til að freista gæfunnar upp á von og óvon, vegna þess að þeir hafa ekki af ýmsum ástæðum fundið sig hér heima, ekki haft nóg að gera o.s.frv. Auðvitað eru aftur á móti fullt af ungum og hæfi- „Ryk- mettuð“ rokkdád rátt fyrir að rymrokkið, sem nú óopinberlega fagnar 5 ára tilveru sinni, hafi í öllu sínu mikla veldi þótt heldur dökkt og svo sannarlega þunglyndislegt, hefur ýmislegt jákvæðara og tónlistarlega merkilegt, líka verið hluti af því. Ein sú hljómsveit sem hvað Iengstan aldur á að baki og telst til þessarar tónlistarstefnu, er Screaming Trees, sem líkt og Nirvana, Pearl Jam, Sondgar- den og Alice In Chains hefur verið í fremstu röð hennar. Screaming Trees með söngvar- ann Mark Lanegan í fylking- arbrjósti, starfað í um einn og hálfan áratug og hefur gengið á ýmsu þann tíma. Var það ekki fyrr en með útgáfu plötunnar Sweet Oblivion fyrir nær fimm árum, sem hjólin tóku að snú- ast hjá sveitinni, en fram að því hafði hún sent frá sér einar sjö aðrar plötur sem þóttu ærið misjafnar að gæðum. Varð hún í sama mund partur af Seattle- rokkbylgjunni, sem á þessum tíma var byrjuð að rísa og hefur allt frá því talist til hennar, þrátt fyrir að vera um margt ólík hinum ofangreindu sveit- unum. Áhrifin eru t.d. komin frá Byrds, David Bowie o.fl. hjá Scre- aming Trees, með- an að hjá hinum eru t.d. pönk, blús og þungarokks- áhrifavaldar. Á nýj- ustu plötunni sinni, Dust, sem reyndar hefur tekið um tvö ár að vinna, þykir Screaming Trees endurspegla vel þessi áhrif, sem sveitin mótar svo vel í eigin stfl. Hafa gagnrýnendur lofað plötuna í hástert og telja margir þeirra að hér sé komin ein af heilsteyptari og jafnframt melódísk- ari plötum ársins. Sannkölluð rokk- dáð. Screaming Trees þykja hafa skapað mikla rokk- dáð með plötunni sinni Dust. Bong, Móeiður og Eyþór hafa gert samning við risaútgáfuna Epic, leikaríkum tónlistarmönnum eftir í landinu, satt að segja eru þeir á hverju strái í öllum lands- hornum, en þegar þeir horfa upp á aðra slíka gefast upp og hverfa úr landi vegna þess að okkar litli heimamarkaður leyfir svo lítið, er e.t.v. ekki skrýtið þótt sumir hafi áhyggjur af áiikúkiLAÍÍÁ k. t i ii iLiiiiá i.ÍLii.ÁÍ, i iilSt i i.i i iká Áil i ílM i á L.ii.l ,ii.i íil i út Kr f ‘f Er P O P P kt , . U., : ,k i . , : M f ,,. r» II t iki. t i . k lU’I ii 1 f T f A t. ... « i r-’ T? f! t , i ái . M¥T,TM ! T , 1 Á 'ir f f Upp úr miðjum septem- ber sl. vakti mikla at- hygli uppboð, sem fram fór á ýmsum hlutum er snertu feril Bítlanna. Meðal annars voru seldar þar nótur, eða hljómauppskrift af laginu Hey Dude, sem Paul McCartney samdi til eldri sonar Johns Lennon, Julians, þegar faðir hans var að yfir- gefa hann og móður hans, Cynthiu. Var kaupandinn ekki nefndur á uppboðinu, en nú fyrr í vikunni kom það í ljós, að það var Júlian Lenn- on sjálfur sem var kaupand- inn. Þykir þar þetta uppkast að laginu svo sannarlega vera komið í réttar hendur. • Fyrst svo nafn Pauls Mac- Cartneys ber á góma, þá eru þau tíðindi nú af honum, að hann hefur gert sér lítið fyrir og sett saman stuttmynd um þá merku hippasveit, Great- ful Dead. Hingað til hefur reyndar svo vitað sé, kvik- myndagerð ekki verið ein af sérgreinum bítilsins fræga, en honum er greinilega ekki alls varnað. Áhugi á Greatful Dead hefur ekki heldur verið mikill hjá honum vitanlega, en þessi mynd sem unnin er eftir myndum sem eiginkona Pauls, Linda tók af sveitinni milli 1960 og 70, hefur greinilega breytt einhverju í þeim efnum. •Nafnið á laginu sem Noel Gallagher aðalsprauta Oasis er nú að senda frá sér og unnið var með danstvíeykinu Chemical Brothers, er Se- cond Sun og er smáskúfa með því nú að koma í versl- anir. • Fregnir um að popphljóm- sveitin Supertramp sé nú innan tíðar að hefja störf að nýju, hefur að sönnu vakið nokkra athygli. Þessi breska hljómsveit, sem til varð í lok sjöunda áratugarins og átti smelli á borð við Floy Joy og Scott Weiland segist vera laus við vímuefnavandann. Logical Song, en hætti svo fyrir allmörgum árum, mun ætla líkt og flestar aðrar sveitir sem rísa upp frá dauðum nú til dags að halda röð tónleika og þá aðallega í Evrópu þar sem hún var ávallt hvað vinsælust. • Móðir Sid heitins Vicious bassaleikara í Sex Pistols, sem gerður var ódauðlegur í myndinni Sid og Nancy, Anne Beverley, fannst fyrir skömmu látin á heimili sínu í Derbyshire. Mun hún hafa framið sjálfsvíg með því að taka inn of stóran skammt af lyfjum. Hennar mun alltaf verða minnst í rokksögunni vegna þess að hún útvegaði sjálf heroínið, sem varð svo syni hennar að aldurtila árið 1979. Anne Beverley var 63 ára. • Nú þegar að næstum er liðinn heill mánuður frá því að rappstjarnan Tupac Shak- ur var myrtur í Las Vegas, er lögreglan þar enn engu nær um hverjir voru þar að verki. Tupac var sem kunnugt er skotinn ijórum skotum í brjóstið að kvöldi 13. septem- ber sl. • Söngvari Stone Temple Pi- lots, Scott Weiland, hefur nú að eigin sögn unnið bug á eit- urlyíjafikn sinni og vill nú óð- ur og uppvægur ganga til liðs við félaga sína á ný. Var á tímabili búið að afskrifa kappann, en nú virðist hann sem sagt vera tilbúinn í þriggja mánaða tónleikaferð um Bandaríkin, sem stendur fyrir dyrum.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.