Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Side 24
iD^tgur-ÍTtmímt
Laugardagur 5. október 1996
Símar 46O 61 >00
ritstiórnar & 5631600
ÞEKKTIR ÞÚ ARURNAR?
í gær birtum við árur fjögurra þjóðþekktra einstaklinga. í dag segjum við
ykkur hver var hvar og hvað myndirnar segja okkur um þeirra innri mann
Borgþór Jónsson, veðurfræðingur
Andlega þroskað og næmt náttúrubarn,
sem er í góðu andlegu jafnvægi og mjög
jarðtengt. Það er fullt af lífsgleði, lífskrafti
og lækningu sem táknar sennilega að það
sé að vinna að því að bæta eigin heilsu.
Kolfinna Baidvinsdóttir,
dagskrárgerðarmaður Dagsljóss
Listræn og kærlíksrík manneskja, sem er
að ganga í gegnum mikið þroskaskeið.
Hún er svolítið flöktandi en býr jafnframt
yfir miklum viljastyrk og skipulagshæfi-
leikum. Undir niðri kraumar áhugi fyrir
öllu dulrænu og yfirnáttúrulegu.
Óiöf Rún Skúladóttir, fréttamaður
Þessi einstaklingur er mjög andlega sinn-
aður. Hann geislar af hjartahlýju, hefur
mikla dómgreind, þ.e. innri visku úr fyrri
lífum, og er svo næmur að dulrænir hæfi-
leikar eru sennilega til staðar. Það er
mjög bjart yfir honum og greinilegt að
breytingar til hins betra standa yfir.
ajgi
- . W
Vaitýr Björn Valtýsson,
íþróttafréttamaður
Heilbrigður og hraustur maður í góðu
jafnvægi, sem hefur mikinn kraft og út-
hald. Hann er ennfremur gæddur skipu-
lags- og leiðtogahæfileikum. Einhver hug-
arfarsbreyting, ef til vill í átt til andlegra
málefna, er að gerjast með honum núna.
P.s. Beðist er velvirðingar á því að í gœr rugluðust
lextar við myndir þeirra Ólafar Rúnar og Valtýs
Björns en áruskyggnir menn hafa sjálfsagt strax séð
að hér var ekki alll með felldu.
GJALD
1000-1730
VIRKA DAGA
Bifreiðastæðasjóður
Akureyrar kynnir:
Nýtt
ojoldskult
Mánudaginn 7. október n.k. verður
tekið í notkun nýtt gjaldskylt stæði
við Geislagötu sunnan Búnaðar-
bankans. Miðamælir verður á
stæðinu og gjald verður það sama og
í þá mæla sem fyrir eru eða 10 kr. á
hverjar byrjaðar 10 mín. Hægt verður að
greiða með 5, 10, 50 og 100 kr. mynt. Þó
aldrei minna en 10 kr.(2x5 kr.)
Þegar greitt er í mælinn kemur
kvittun sem segirtil um hvenær
greiddur tími er útrunninn.
Miðann skal leggja á mælaborð
bifreiðarinnar þannig að hann
sjáist í gegnum framrúðu til
glöggvunar fyrir stöðuvörð.