Dagur - Tíminn - 08.10.1996, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn - 08.10.1996, Blaðsíða 1
A "1 \ JDagur-^Itmttm LLFIÐ I LANDINU Þriðjudagur 8. október 1996 - 79. og 80. árgangur -191. tölublað / jf’ y LEIGULIÐAR LÉNSHERRANNÁ Það telst til tíðinda í léns- herraveldi kvótasægreifa að ungir og áræðnir menn fara út í útgerð með tvær hend- ur tómar. Helst þurfa menn að eiga föður eða tengdaföður sem á aðgang að aflaheimildum. En Ástþór Jónsson og Guðmundur Elmar Guðmundsson, skip- stjórnarmenntaðir ungir menn í Vestmannaeyjum, keyptu fyrr á þessu ári 63 tonna eikarbát frá Bakkaflrði, Sjöfn II, fyrir um 20 milljónir króna. Með bátnum, sem í dag heitir Surtsey VE, fylgdi aðeins 30 tonn af kvóta, ýsa og steinbítur. Þeir gerðust leiguliðar hjá lénsherrunum og láta ágætlega af sér. Vandamál- ið er ekki að veiða fiskinn eða réttu tegundirnar, þrátt fyrir að þorskurinn sé ekki rasisti, held- ur að finna og leigja kvóta. Ástþór segir að samstarfsfé- lagi sinn hafi gengið með út- gerðarhugmyndina í maganum í nokkur ár. „Ég hlustaði ekki á hann fyrr en sl. gamlársdagskvöld að við ræddum máhn fyrir alvöru. Á nýársdag fórum við að leita að bát og í byrjun febrúar vorum við komnir í eigin útgerð. Fyrir rúmu ári síðan voru ýmsar sviptingar í útgerð í Eyjum, bát- ar seldir í burtu og ekkert pláss virtist öruggt. Ég lenti tvisvar í því að bátur var seldur undan mér. Ég var úti á sjó á Sigurfara VE þegar okkur var tilkynnt að báturinn hefði verið seldur til Keflavíkur. Fjölskyldan flutti einnig til Keflavíkur en sú dvöl varði að- eins í fimm mánuði. Vest- mannaeyjar toguðu í okkur. Eft- ir heimkomuna fór ég á Öðling og hann var seldur tveimur ár- um síðar. Ég fór á aðra báta en var smeykur um framtíðina. Við sáum svo tækifæri til að komast í útgerð sem við gátum ekki sleppt.“ Tvímenningarnir fengu grænt ljós hjá lánastofnunum eftir að hafa útvegað veð og fengið vilyrði um leigukvóta. Auk þess var tekið veð í bátn- um. Þeir lögðu dæmið vandlega fyrir sig og töldu að það gæti gengið upp. Happ Ástþórs og Guðmundar Elmars varð að úr- eldingaverðmæti bátsins hefur aukist um hvorki meira né minna en 30 prósent. Úrelding- in er þeirra baktrygging ef illa fer. ENGINN SÆGREIFI „Það má segja að okkur hafi gengið ágætlega þangað til í haust sem reyndar er alltaf daufasti tíminn hjá netabátum. Við þurfum að fiska fyrir 35 milljónir á ári til að dæmið gangi upp. Við lögðum upp með að leigja kvóta, allt nema þorsk, en við gerðum samning við Vinnslu- stöðina að landa þorski hjá þeim. Við löndum yfirleitt í gáma sem sendir eru beint út eða á fiskmarkaði innanlands þegar „í sannleika sagt fer mun meiri tími í að finna leigukvóta en fiskinn í sjónum. Það tekur óratíma að afla kvóta á sem hagstæðustu leigu- verði.“ á þeim tíma eru langflestir hætt- ir í útgerð, hafa selt eða leigt kvótann og hfa sem sannir sæ- greifar. En hvað með þær hugmyndir krata að setja á veiðileyfagjald? „Mér líst ekkert á þær hug- myndir. Veiðileyfagjaldið kemur ekki niður á þeim sem eiga kvót- ann heldur á okkur leiguliðun- um. Þeir sem eiga kvótann gera út úthafsveiðitogara og leigja kvótann. Ef veiðileyfagjald kem- ur til sögunnar liggur í augum uppi að þá hækkar leigan á kvót- anum, sem kemur sér illa fyrir þessa litlu báta sem þurfa ýmsa klæki til að ná sér í leigukvóta." Ástþór og Guðmundur Elmar sjá fram á annasöm og erfið ár. Állt þarf að ganga upp, ekkert má bila og heilsan verður að vera í lagi. Allt er lagt undir til að láta drauminn um sjálfstæðan atvinnurekstur rætast. Engan skal furða þótt ungir menn hiki við að fara í eigin útgerð. Kvóta- kerfið hefur drepið niður áræði og frumkvæði og gert hina ríku ríkari, eins og Ástþór kemst róttilega að orði. Þess vegna er aðdáunarvert að menn eins og Ástþór og Guðmundur Elmar skuli fyrirfinnast, jafnvel þótt þeir gerist bara leiguliðar. ÞoGu Ástþór og Guðmundur: Það fer meiri tími í að leigja kvóta en veiða fiskinn! Kvótalaus en fiskar samt. sjónum. Það tekur óratíma að afla kvóta á sem hagstæðustu lciguverði," segir Ástþór. Ekki vill Ástþór viðurkenna að vera orðinn sægreifi, segist langt í frá vera kominn í slíkar álnir. Til að geta kallast sægreifi þarf viðkomandi að eiga a.m.k. 100 tonn af þorski í aflaheimildum og 8 cylindra pallbíl! Ástþór á ýmsu í útgerðinni. Þessi stutti tími hefur svo sannarlega verið lærdómsríkur. Ég hefði aldrei trúað því að ósekju hversu mikil vinna og vesen væri í kringum þetta, eins og t.d. í kringum afla- heimildirnar. Kerfið lætur ekki að sér hæða og allt kostar sitt. Þegar við þurfum á þjónustu að halda og í Ijós kemur að við rek- „Sem leiguliðar hafa þeir getað leigt kvóta um allar triss- ur. Þeir hafa ein- faldlega ekki fjár- hagslegt bolmagn til að kaupa kvóta.“ með ærinni fyrirhöfn. Sem leigu- liðar hafa þeir getað leigt kvóta um allar trissur. Þeir hafa ein- faldlega ekki fjárhagslegt bol- magn til að kaupa kvóta, óveidd- an fisk í sjónum. Ástþór segir kvótakerfið úr sér gengið. Þegar kvótakerfið var sett á 1981 byggði það á veiðireynslu áranna 1981-1984. Þeir sem veiddu vel verðið er hagstætt. í sannleika sagt fer mun meiri tími í að finna leigukvóta en fiskinn í sína gömlu Toyotu og tæp 30 tonn í þorskígildum! „Auðvitað hefur gengið á um útgerð, er allt rukkað í topp, af gömlum vana,“ segir Ástþór. VEIÐILEYFAGJALD KEMUR NIÐUR Á LEIGULIÐUNUM Ekki höfðu margir heimamenn trú á útgerð tvímenninganna enda að margra mati óðs manns æði að kaupa bát með sáralitlum kvóta. En þetta hefur gengið

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.