Dagur - Tíminn - 08.10.1996, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn - 08.10.1996, Blaðsíða 7
^Dagur-'ðltmttm Þriðjudagur 8. október 1996 -19 MENNING O G LISTIR Hör var ræktaður á Bessastöðum um 1950. Til hægri er Margrét Sigurðardóttir í Sveinskoti sem þá bjó á Bessa- stöðum og til vinstri er kaupakonan Steina Matthíasdóttir. Millilent á Álftanesi? „Saga Álftaness er í senn dæmigerð saga byggðarlags við sjáv- arsíðuna og sérstök þar sem landinu var stjórnað þaðan um aldir,“ segir Anna Ól- afsdóttir Björnsson. En hún er höfundur að nýútkominni bók um sögu nessins, allt frá landnámi til okkar Sund var kennt í sjónum við Hlíð. Guðjón, Sveinbjörn og Sigurfinnur Klemnessynir voru meðal þeirra fjölmörgu sem áfram iðkuðu sund t sjón um úti fyrir Álftanesi. Ofugt við flestar byggðar- sögur þá er Saga Alfta- ness ekki margra binda verk eða stutt og ágripskennd heldur eitt bindi upp á 312 síð- ur með fjölda mynda. Að sögn Önnu lagði hún upp með það, ásamt ritnefnd bókarinnar, að skrifuð yrði saga sem væri öll- um aðgengileg og auðvelt að komast inn í án þess þó að það væri á kostnað vinnubragð- anna, þ.e. sagnfræðinnar. í bók- inni er meðal annars sagt frá því: Hvaðan var róið á sextándu öld og hver átti jarðirnar í sókninni þá. Hvers vegna Vinnukonunni Guðrúnu Jóns- dóttur á Bessastöðum var drekkt seint á sautjándu öld. Hví blómleg byggð á nesinu hafi hrunið seint um síðustu alda- mót. Hvenær njóli var notaður í limgerði á Álftanesi. Hvernig framtíð hreppsins hefði orðið ef draumar athafnamanna mn umfangsmikla þangbrennslu hefðu ræst. Og hvernig því var afstýrt með sameiginlegu átaki íbúa að millilandaflugvöllur legði byggðina í rúst. Anna hefur alltaf haft mik- inn áhuga á sögu Álftaness en hún hefur lengst af búið á nes- inu og skrifaði lokaritgerð frá Háskóla íslands um hundrað ár úr sögu sveitarfélagsins. „Samfélagið hér er svo góð félagsleg heild og því mjög auð- velt að vera mikill Álftnesingur en svo getur maður líka búið hérna alveg án þess að stimpla sig inn í samfélagið vegna þess að nálægðin við höfuðborgar- svæðið er það mikil." -gos Álftnesingar í hvalarekstri þann 2. október 1934. Astarsöngvar hvala rhnaðir Hvalir senda frá sér flókn- ar hljóðasamsetningar sem sumir kalla söng. Þessi söngur er talinn vera ástaróður karldýranna til kven- dýranna. Þegar hópur karldýra tekur sig saman og syngur sömu laglínuna geta kvendýrin greint hversu stór dýrin eru og getu lungnanna og valið sér maka eftir því... Með því að bera saman söng þúsunda hvala hafa Roger Payne og fleiri hvalarannsókn- armenn komist að því að söngv- arnir eru sífellt að breytast. Söngvarnir ganga frá einu karl- dýri til annars, þannig að allir hvalir sem eru staddir á ákveðnu hafsvæði á sama tíma- punkti syngja sama sönginn. Sé sami hópur skoðaður nokkrum vikum síðar kemur í ljós að ganúi smellurinn hefur hrapað svo í vinsældum að ekki nokkur hvalur lætur hann frá sér. Þó að Roger Payne hafi tekið upp söng hvala í um 30 ár hefur hann aldrei nokkru sinni heyrt smell gærdagsins endurtekinn og virðast hvalir því enn nýj- ungagjarnari en mannfólkið. Það var svo fyrrverandi kona þessa Paynes sem fyrst upp- götvaði að ástarsöngvar hnúfu- baka eru stundum rímaðir. Þá heyrast með reglulegu millibih í hljóðfallinu atkvæði sem líkjast hverju öðru og virðast fela í sér ólíka samhljóða. Hnúfubakur- inn virðist, eins og vinur hans maðurinn, nota rímið þegar stefin eru sérstaklega flókin og erfitt að muna þau. Hafi fólk frekari áhuga á endarími í ástarsöngvum hvala má benda á nýlega bók Robins Paynes: Among Whales. ÞJÓÐLEIKHÚSID Smíðaverkstæðið kl. 20.30 Leitt hún skyldi vera skækja eftir John Ford Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson. Lýsing: Páll Ragnarsson. Búningar: Filippía Elísdóttir og Indriði Guðmundsson. Leikmynd: Stígur Steinþórsson, Tónlistarumsjón: Þorvaldur Bjami Þorvaldsson. Leikstjóri: Baltasar Kormákur. Leikendur: Hilmir Snær Guðnason, Margrét Vilhjálmsdóttir, Steinn Ármann Magnússon, Stefán Jónsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Kristján Franklín Magnús, Edda Amljótsdóttir og Erlingur Gíslason. Frumsýning fimmtud. 17. okt. Sunnud. 20. okt., föstud. 25. okt., sunnud. 27. okt. Stóra sviðið kl. 20.00: Nanna systir eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson 7. sýn. fimmtud. 10. okt. Örfá sæti laus. 8. sýn. sunnud. 13. okt. Örfá sæti laus. 9. sýn. fimmtud. 17. okt. Uppselt. 10. sýn. sunnud. 20. okt. Órfá sæti laus. 11. sýn. föstud. 25. okt. Söngleikurinn Hamingjuránið eftir Bengt Ahlfors laugard. 12. okt., föstud. 18. okt. fimmtud. 24. okt. Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson. Föstud. 11. okt., laugard. 19. okt. Kardemommubærinn eftir Thorbjörn Egner Sunnud. 13. okt. kl. 14.00, Nokkur sæti laus. Sunnud. 20. okt. kl. 14.00. Ath. takmarkaður sýningafjöldi. Litla sviðið kl. 20.30: í hvítu myrkri eftir Karl Ágúst Úlfsson Föstud. 11. okt. Uppselt. Laugard. 12. okt. Uppselt. Sunnud. 13. okt. Uppselt. Föstud. 18. okt. Uppselt. Laugard. 19. okt. Uppselt. Fimmtud. 24. okt. Örfá sæti laus Laugard. 26. okt., fimmtud. 31. okt. ★ ★ ★ Miðasalan verður opln alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig er tekið á móti símapöntunum frákl. 10.00 virkadaga. Simi 551 1200. Sigrún Astrós Sýning föstud. 11. okt. kl. 20.30. Sýning laugard. 12. okt. kl. 20.30. Sýning föstud. 18. okt. kl. 20.30. Sýning laugard. 19. okt. kl. 20.30. Dýriní Hólsaskógi erhr Thorborn Egner Þýðendur: Hulda Valtýsdóttir og Kristján frá Djúpalæk Frumsýning 19. okt. kl. 14.00. 2. sýning sunnud. 20. okt. kl. 14.00 3. sýning þriSjud. 22. okt. kl. 15.00 4. sýning fimmtud. 24. okt. kl. 15.00 5. sýning laugard. 26. okf. kl. 14.00 6. sýning sunnud. 27. okt. kl. 14.00 Munið kortasöluna okkar Sími 462 1400 MiSasalan er opin alla virka daga nema mánud. kl. 13.00-17.00 og fram aS sýningu sýningardaga. Símsvari allan sólarhringinn. Sími í miSasölu: 462 1400. P Cílfíltíil Trfl R i 61 151 WlHlRSll « ■ 1 Lí!í'í? ®I jg t, t m LEIKFÉLAG AKUREYRAR

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.