Dagur - Tíminn - 08.10.1996, Blaðsíða 16

Dagur - Tíminn - 08.10.1996, Blaðsíða 16
Il^tgur-XEmtímt Þriðjudagur 8. október 1996 Unnur Ólafsdóttir veðurjrœðingur Hausttilboð á innimálningu gljástig 10 Verb: 1 lítri 499 4 lítrar 1996 10 lítrar 4990 Þúsundir lita í boði KAUPLAND 0 Sfmi 462 3565 • Fax 461 1829 Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyr- ir neðan. Eftir að hvassa suðvestanáttin hefur feykt lægðinni norðaustur yfir land í dag heldur áfram vestan og suðvestan strekkingur með allhvössum skúrum eða éljum vestanlands, þurru veðri en sums staðar moldroki austan til. Á föstudag fer allkröftug lægð norðaustur yfir land og dregur á eftir sér kalda norðanátt suður yfir landið. Síðan á laugardag gæti orðið stund milli strfða áður en sunnudagslægðin fer að brýna klærnar. KORFUKNATTLEIKUR • Úrvalsdeild KNATTSPYRNA Tú hamingju strákar Það er full ástæða til að óska Atla Eðvalds- syni og lærisveinum hans til hamingju með 3-0 sigurinn á Litháum. Þeir héldu uppi heiðri íslenskra íþróttamanna á alþjóðleg- um vettvangi um helgina. Það fer ekki á milli mála að Atli er að gera góða hluti með sitt lið og nær í þau stig sem raunhæft er að ná í. Sigurinn er í réttu hlutfalli við getu þjóðanna í knattspyrnu. Nú er bara að halda áfram á sömu braut. Það er notaleg tilfinning að vita af íslenska undir 21 árs landsliðiðinu á toppn- um í sínum riðli og verði þeir þar sem lengst. gþö Herbert Arason reynir körfuskot, en leikmaður Þórs er til varnar. Mynd: BG ÍR-ingar hötðu Þórsara undir Leik ÍR og Þórs verður seint minnst fyrir fallegan körfu- bolta, en leikurinn fór 91- 76 fyrir ÍR. Bæði lið byrjuðu frekar Ula þó Þór sínu verr því eftir 7 mínútna leik höfðu þeir skorað 6 stig og staðan orðin 13 - 6 fyrir ÍR. Minna getur það varla orðið. Áfram héldu ÍR-ing- arnir og náðu 17 stiga forskoti, 28-11 upp úr miðjum fyrri hálf- leik. Þá sögðu Fred WilUiams og Gunnar Sverrisson hingað og ekki lengra. Þórsarar komust inn í leikinn og með mikilli bar- áttu og góðri hvatningu af vara- mannabekknum náðu þeir að minnka forskot ÍR-inga niður í 8 stig, 43 - 35 fyrir leikhlé. Þórsarar hófu síðari hálfleik eins og þeir enduðu þann fyrri og voru búnir að jafna stöðuna 43 - 43 áður en ÍR-ingar náðu áttum. Eftir þetta náði IR aðeins að svara fyrir sig og leiddu lengst af nema Þór jafnaði í 61 - 61 um miðjan hálfleikinn. ÍR náði aftur undirtökunum þó þeir næðu aldrei að hrista norðlensku piltanna almennilega af sér. Munurinn á liðunum var aðallega sá að Þórsarar mættu í leikinn með aðeins átta leik- menn og þar af marga úr yngri flokkum félagsins. Konráð Ósk- arsson fyrirliði þeirra var að taka út tveggja leikja bann og tveir aðrir lykilmenn voru meiddir. Það munar um minna þegar breiddin í hópnum er ekki meiri. Það er gaman að bera saman útlendinga liðanna. ÍR-ingar hafa náð sér í góðan Kana þar sem Tito Baker er. Hann er íjöl- hæfur leikmaður sem getur spil- að nánast hvaða stöðu sem er. Meðan hann lék iausum hala gekk nánast allt upp hjá honum. Það var ekki fyrr en Fred Willi- ams fór að passa hann í vörmnni að honum fór að mistakast en hann skoraði samt 40 stig í leiknum, nánast helming stiga liðsins. Það segir kanski meira um ÍR liðið í þessum leik en Tito sjálfan. Fred Williams miðherji Þórs- ara fór fyrir sínum mönnum og var allt í öllu í liðinu. Hann skor- aði 27 stig og hirti fjölda frá- kasta auk þess sem hann átti frábærar stoðsendingar. Hann var sá eini sem gat hamið Tito Baker undir körfunni og ÍR-ing- arnir þurftu oftast að vera með tvo menn á honum í vörninni Það fer ekki á milli mála að hann er einn af betri erlendum leikmönnum í deildinni núna. Gaman væri að sjá hann leika með sterkara lið en Þórsliðið er. Hann mundi sóma sér vel meðal þeirra bestu. Stigahæstu menn ÍR voru: Tito Baker 40 stig, Herbert Arn- arson 19 og Eiríkur Önundarson 14. Hjá Þór var það Fred Willi- ams sem var stigahæstur með 27 stig, Böðvar Kristjánsson skoraði 8 stig eins og Hafþór Lúðvíksson og Björn Sveinsson skoraði 7. gþö Sjá nánari umfjöllun um úrvalsdeildina á blaðsíðu 10. KÖRFUBOLTI Leifur dæmir stórleik Islenskir dómarar hafa á undanförnum árum fengið fleiri verkefni erlendis en oft áður og staðið sig vel. Evrópu- sambandið hefur nú raðað dómurum á Evrópuleiki hausts- ins og Real Madrid-Benfica fell- ur Leifi Garðarssyni í hlut. Þessi leikur Spánarmeistar- anna og Portúgalsmeistaranna er tvímælalaust langstærsta verkefm sem íslenskur körfu- knattleiksdómari hefur fengið til þessa. Real Madrid er eitt af sterkustu liðum Evrópu og hef- ur oft náð langt í Evrópukeppn- inni. Auk þess eru Spánverjar meðal þriggja til ijögurra sterk- ustu körfuknattleiksþjóða álf- unnar. Lið Barcelona er mörg- um íslendingum kunnugt frá því það lék hér við Valsmenn um árið og sýndi hvers spánsk- ur körfuknattleikur er megnug- ur. Daginn eftir dæmir Leifur svo leik Turismo Andaluz frá Spáni gegn Albacomp frá Ung- verjalandi í Evrópukeppni fé- lagsliða. gþö Leifur Garðarsson.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.