Dagur - Tíminn - 08.10.1996, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn - 08.10.1996, Blaðsíða 11
jDagur-ÍEmrám Þriðjudagur 8. október 1996 - 23 FÍNA FRÆGA FÓLKIÐ Kenny finnst ijómandi að vera á föstu með Wöndu þótt hún sé helmingi yngri en hann - en hjóna band; nei takk. Hikandi við 5. hjónabandið Vinír Kenny Rogers hafa hálfpartinn átt von á boðskorti frá honum í 5. brúðkaupsveisluna - og kannski að vonum þar sem karl hefur nú í hálft ijórða ár verið á föstu með Wanda Miller, sem er bæði gullfalleg og helmingi yngri en Kenny, eða aðeins 29 ára. En karl hefur nú kveðið upp úr með það að hjónaband sé ekki á dagskrá. „Við höfum svo sem rætt um hjónaband og ég sagði Wanda að ég hræddist það ekkert (enda sannað það með hinum fjórum). Ég hræðist hins vegar mistök og nenni ekki að lenda í skilnaði einn ganginn enn“, segir kappinn. Kenny viðurkennir að ungur aldur vinkonunnar spili þarna inn í. „Wanda er á þeim aldri að hana langar örugglega til að eignast börn innan næstu 2ja til 3ja ára eða svo. En ég er á þeim aldri að það væri hreint ábyrgðarleysi af mér að fara að eignast fleiri börn“. Skilnaður Kennys frá 4. eig- inkonunni situr líka enn í karli, sérstaklega vegna augasteins- ins; sonarins Christophers. „Eitt það allra erfiðasta við skilnað- inn var að færa syninum frétt- irnar. En ég lofaði honum að við mundum samt eyða saman jafnvel enn meiri tíma en áð- ur“. Sagt er að Kenny hafi stað- ið við þetta loforð sitt, enda skín af honum stoltið þegar hann minnist á soninn, sem nú er 14 ára. „Hann er er 6 feta (183 cm) hár og þegar orðinn körfobolta- leikari á heimsmælikvarða. Hann fer fjórum til fimm sinn- um á ári að horfa á leiki með Michael Jordan og ver sjálfur einum fimm klukkutímum á dag í leiki eða æfingar. Hann er hreint ótrúlegur“, segir sá gamli hreykinn. Nær óþekkjanleg án „eyeliners“ Eitthvað kunnugleg er það ekki, en....? Jú, þótt ótrúlegt sé mun þetta vera hin eina og sanna Liza Minnelli, sem aldrei þessu vant hefur hér farið út á lífið án sinna höfuðeinkenna: Svörtu augnlínurnar og gerviaugna- hárin hefur hún skilið eftir heima að þessu sinni. Liza auðsjáan- lega á leið í „djammið" á skemmtistaðn- um „Regnboga og stjörnum", en með hverjum fylgir ekki sög- unni. Teitur Þorkelsson skrifar Bósasaga Berorðustu kynlífslýsingar í íslenskum fornbók- menntum má finna í Bósasögu og Herrauðs frá 15du öld. Bósi beiðist gistingar á bóndabæ og daðrar við bónda- dóttur sem gengur um beina. Um kvöldið fer Bósi til rekkju bóndadóttur og lyftir klæði af henni. Hún spyr hvað hann vilji, en hann svarar og segist vilja brynna fola sínum í vínkeldu hennar. En hann er eigi vanur slíkum brunnhúsum sem ég hefi, segir hún. Ég skal leiða hann áfram og hrinda honum á kaf, ef hann vill eigi öðruvísi drekka, segir Bósi. Folinn er á millum fóta mér, ástin mín, og tak þú á honum, og þó kyrrt því hann er mjög styggur. Hún tók nú um göndulinn á honum og strauk og mælti: Þetta er fim- legur foli og mjög rétt hálsaður. Sjá nú fyrir öllu, segir hún. Ligg þú sem gleiðust, kvað hann og haf sem kyrrast. Hann brynnir nú folanmn heldur ótæpilega svo hann er allur á kafi. Bónda- dóttur varð mjög dátt við þetta svo hún gat varla talað. Muntu ekki drekkja folanum? sagði hún. Svo skal hann hafa sem hann þolir mest því hann er mér oft óstýrinn fyrir það að hann fær ekki að drekka sem hann beiðist. Skemmta þau sér nú sem þeim líkar og var bóndadóttir ýmist ofan á eða undir og sagðist hún aldrei hafa riðið hæggengari fola en þess- um. Í.D.L. - Fundur Deilarfundur hjá íþróttadeild Léttis verður haldinn í Skeifunni fimmtudaginn 10. október kl. 20.30. Fundarefni: Sameiningarmál L.H. og H.Í.S. Vetrarstarfið. Mótahald 1997. Önnur mál. Stjórnin. Barnaskóli Akureyrar Sími: 462 4172. Fax 461 1267 Aðalfundur foreldra- og kennarafélags Barnaskóla Akureyrar, verður haldinn á sal skólans þriðjudag 15. október kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. s 'n AKUREYRARBÆR ÚTBOÐ Akureyrarbær óskar hér með eftir tilboðum í að end- urnýja eldhús á Dvalarheimilinu Hlíð. Helstu verkþættir eru: Frárif, uppsetning nýrra veggja, endurnýjun gólfefna, málun, endurnýjun vatns-, frárennsl- is-, loftræsi- og raflagna og tilflutningur á tækjum. Útboðsgögn verða afhent hjá FORM ehf, Kaupangi v/Mýrarveg, sími 462 6099 frá og með þriðjudeginum 8. október. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 15. október kl. 11.00 hjá Byggingadeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 4. hæð. Byggingadeild Akureyrarbæjar. J Fræðslumiðstöð Reykjavíkur auglýsir: AUSTURBÆJARSKÓLI Bekkjakennara vantar í 2. bekk vegna veikindaforfalla, % til 'Á staða. Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskólastjóri í síma 561 2680. ÖLDUSELSSKÓLI Vegna forfalla vantar bekkjarkennara í 6. bekk árdegis, til loka yfirstandandi skólaárs. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 557 5522. LANGHOLTSSKÓLI Starfsmann vantar í heilsdagsskóla. Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskólastjóri í síma 553 3188. STUÐNINGSFULLTRÚAR Starf stuðningsfulltrúa felst meðal annars í að vera nemendum til aðstoðar, fylgja þeim í kennslustundir og um skólahúsnæðið og vera í samvinnu við sérkennara. Við Selásskóla og vantar stuðningsfulltrúa í hálft starf eftir há- degi. Nánari upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskólastjóri í síma 567 2600. í Melaskóla vantar stuðningsfulltrúa í fullt starf. Nánari upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskólastjóri í síma 551 3004. Umsóknum ber að skila til Ingunnar Gísladóttur, deildarstjóra starfsmannadeildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, Tjarnargötu 12, eða til skólastjóra viðkomandi skóla. 4. október 1996, Fræðslustjórinn í Reykjavík.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.