Dagur - Tíminn - 11.10.1996, Síða 5

Dagur - Tíminn - 11.10.1996, Síða 5
|Dagur-'ðJmrám — Föstudagur 11. október 1996 -17 Verkafólk styður Sj álfstæðisflokkinn Mynd.ÞÖK Elínbjörg Magnúsdóttir, fiskverkakona á Akra- nesi og verkalýðsfröm- uður, ætlar að bjóða sig fram til miðstjórnar Sjálfstæðisfiokksins í kosningum sem fara fram núna á landsfundi flokksins. - Hvað gerir miðstjóm? „Ég ætla að reyna að komast að því, þ.e. ef ég fæ kosningu. Ég geri ráð fyrir því að þar fari fram ákveðin stefnumótun og að þar séu megin flokksákvarðanir teknar. Það er mjög mikilvægt að í miðstjórn sitji fulltrúar ólíkra hópa en Sjálfstæðisflokkurinn er mjög stór flokkur - flokkur allra stétta.“ - Er miðstjórnin þá einskonar vettvangur til að sameina ólík sjónarmið? „Já, þar ættu menn að geta skipst á skoðunum og eftir atvik- um sameinað ólík sjónarmið. í þessu sambandi má ekki gleyma að tæp 50% kjósenda flokksins eru almennt launafólk og verka- fólk. Verkalýðsmálaráð flokksins hefur alltaf staðið á bak við frambjóðanda í miðstjórn. Hing- að til hefur það verið Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunar- mannafélags Reykjavikur, en nú er hann að hætta og þá leituðu þeir tU mín. Það er ástæðan fyrir því að ég býð mig fram, ég hefði aldrei stokkið á þetta ein og sér.“ - Ekki speglast allt þetta fylgi Sjálfstœðisflokksins hjá verka- lýðsstéttinni innan verkalýðs- hreyfingarinnar? „Nei, Alþýðuflokkurinn og Al- þýðubandalagið hafa töglin og hagldirnar innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Það er mjög skrýtið, því að kjósendur þessara flokka, einkum Alþýðubanda- lagsins, eru fyrst og fremst menntafólk og opinberir starfs- menn. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa hins vegar lítil ítök í verkalýðshreyf- ingunni. Ég tel það mjög slæmt því að stjórnmálaflokkur verður að vera í góðum tengslum við verkalýðshreyfinguna, hafa að- gang að einhveijum úr hreyfing- unni, þó ekki sé tU annars en að vita hvernig hjartað slær.“ - Þú ert mjög virk í öllu fé- lagsstarfi er það ekki? „Jú, ég sit í bæjarstjórninni, er formaður fiksvinnsludeUdar Verkalýðsfélags Akraness og varaformaður fiskvinnsludeUdar Verkamannasambandsins. Síðan er ég í starfsfræðslunefnd fisk- vinnslunnar og í varasljórn Fiskifélags fslands." - Með öllu þessu stundarðu fulla vinnu ífiski, hjá hvaða fyr- irtæki? „Ég er búinn að vinna í fiski í 15 ár, er núna hjá Haraldi Böðv- arsyni hf. Mér finnst gaman að vinna þetta starf þó að auðvitað gæti maður stundum ælt yfir þessu öUu saman en það á sjálf- sagt við um hvaða vinnu sem er.“ - Hefur þú nokkurn tíma til annars en að vinna og sinna fé- lagsstörfurn? „Jú, jú, ég er aUtaf með eitt- hvað á prjónunum og stunda völUnn stíft, bæði hér heima og erlendis. Dóttir mín er uppkomin og flutt að lieiman þannig að ég þarf ekki að sinna neinum nema blómunum. Þau fá gusu af vatni einu sinni í mánuði." - Ertu sátt við stöðu kvenna innan Sjálfstœðisflokksins? „Mín afstaða mótast nú kannski af því að ég er bæði bill og bflstjóri á mínu heimiU. Mér finnst mestu máfi skipta að við séum með góða einstaklinga í framvarðarlínunni. Það á ekki að velja konur bara af því að þær eru konur. Hins vegar er tU fullt af hæfum konum sem eru jafn hæfar og jafnvel hæfari en margir af þessum körlum.“ - Er ekki málið að vinna þess- um konum brautargengi? „Jú, jú, en það virðist bara vera þannig að konur séu oft konum verstar. Við höfum t.d. verið að reyna að fá fleiri konur í embætti innan Verkamannasam- bandsins og Alþýðusambands- ins. En þá hafa konurnar sagt að þær vUdu ekki stuðla að því að þeirra maðm, þ.e. fuUtrúi frá þeirra landssvæði sem er jafnan karlmaður, félU út. Þær hafa ekki verið tfibúnar tU að fórna lands- hluta póUtíkinni. -gos Fyrsti snjór vetrarins fallinn Guðrún Kristín Jóhannsdóttir skrifar S gegnum óhljóð vindsins og högg slyddunnar sem lamdi gluggana utan, barðist sál- artetrið við að herða sig upp og mæta nýrri vinnuviku. Því þótt fyrsti snjór vetrarins sé fallinn má ekki láta hann alveg breiða yfir gleðina, góða skapið og bjartsýnina sem við höfum komið okkur upp, á ágætu sumri sem er senn á enda, því miður. Nei, ekki missa þessar góðu gjafir undir hvítu ábreið- una stóru, það er ekki einu sinni víst að hún endist marga daga, hún er nefnilega ekki úr gerviefnum. Bjartsýni hefur verið vel merkjanleg á Húsavík þetta ágæta sumar, sem mörgum hef- ur verið ánægjulegt og gjöfult. Tökum dæmi: Ferðamanna- straumur hefur sjaldan verið meiri í bænum og hafa hvalir í Skjálfandaflóa haft þvílíkt að- dráttarafl að undrun sætir. En það er svo okkar mannanna að vinna að því í framhaldinu að gera bæinn aðlaðandi að öðru leyti til að ferðamaðurinn haíi örlítið lengri viðdvöl á staðnum og þá er ekki átt við að bærinn sé ekki nógu fallegur sem slík- ur, heldur verður að bjóða gest- unum uppá fleira sem dægra- dvöl í viðbót við það að skoða snyrtilegan bæ, með Búðará og Skrúðgarði og öllu hinu. Berjaspretta var víða svo góð að sulta, saft og frosin ber fylla allar geymslur og frystikistur, að ógleymdum kartöflunum sem komu margar og stórar uppúr görðum bæjarbúa svo víða er búsældarlegt á heimil- um. Sláturtíðin hófst mun fyrr í ár en venja er, en það var ekki vegna þess að sumarið var svo gott, heldur var farið að flytja ófrosið kjöt á erlendan markað sem gerði það að verkum að margir hafa atvinnu, og lengur, en þegar um hefðbundna slát- urtíð hefur verið að ræða. Já- kvætt fyrir atvinnulífið ekki satt? Nýleg könnun á lifnaðarhátt- um ungs fólks á Húsavík leiddi í ljós að ekki er svo bölvað að vera unglingur á þessum stað, og það er nú aldeilis jákvætt. Fullorðna fólkið í bænum, í bjartsýniskastinu, gengur að sjálfsögðu í lið með unga fólk- inu, í varnarbaráttunni um skólann þeirra, Framhaldsskól- ann á Húsavík. Unga fólkið vill að skólinn verði áfram góði skólinn sem það hefur haft, og er tilbúið að berjast fyrir því að boðaður niðurskurður nái ekki fram að ganga. Fullorðna fólkið hlýtur að vilja fá að hafa börnin sín hjá sér eins lengi og kostur er, og berst því við þeirra hlið. Staðreyndin er nefnilega sú að það fólk sem Framhaldsskólinn á Húsavík hefur útskrifað hing- að til hefur staðið sig með prýði hvort heldur það hefur farið á vinnumarkaðinn eða til frekara framhaldsnáms t.d. í Háskóla íslands. Enn fleira jákvætt. Gæsaveiðitímabilið stendur nú yfir og samkvæmt grein í Degi- Tímanum (og ekki lýgur hann) 2. okt. þá hafa veiðimenn verið í mestu vandræðum með að ná gæsinni vegna hlýinda, nema veiðimenn á Norðurlandi. Spurnir voru af mönnum með mikla veiði á meðan byssuskot- in seldust ekki einu sinni „fyrir sunnan." Þar á eftir er það rjúpnaveiðin og jólin og og og.... alltaf eitthvað jákvætt. Áfram Húsavík.

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.