Dagur - Tíminn - 11.10.1996, Side 7

Dagur - Tíminn - 11.10.1996, Side 7
íDaxpxr-®mrám Föstudagur 11. október 1996 -19 Komdu ljúfi leiði Komdu ljúfi leiði heitir fyrsta uppfærsla Nem- endaleikhússins í vetur sem verður frumsýnd næstkom- andi laugardagskvöld. Verkið er fléttað saman úr tveimur leikritum 19. aldar skáldsins Georgs Buchner, þ.e. „Vojtsek“ og „Leonce og Lena“. Buchner var byltingarmaður á síns tíma mæhkvarða, sósíalisti sem vildi yfirstéttina feiga og bætt kjör alþýðxmnar. Þessi þjóðfélagssýn kemur sterkt fram í báðum leikritunum þó að sjónarhornið sé ólíkt. í harmleiknum um Vojtsek og unnustu hans Maríu fjallar höfundur um hlutskipti lítil- magnans sem samfélagið hefur að leiksoppi. Háðinu beitir hann hins vegar óspart þegar kemur að smákóngaaðlinum í Leonce og Lenu. Tilvera aðals- ins er tilgangslaus, hann hefur uppblásnar hugmyndir um eig- ið mikilvægi og hefur, öfugt við aðrar stéttir, tíma til og efni á að velta sér upp úr tilfinninga- semi og rómantískum dag- Atli Rafn Sigurðarson í hlutverki konunglega rakarans Vojtsek og Halldór Trausti Hreinsson sem Pétur, konungur af PÓpÓ. Mynd: ÞÖK draumum. Það skal ósagt látið hvort hugmyndafræði Búchners um fyrirbæri eins og hástétt og lág- stétt, forréttindaaðal og alþýðu, eignastétt og verkalýð séu úrelt eða ekki. En bent er á að hann beitti svipaðri frásagnaraðferð í Vojtsek og stóru kvikmyndahöf- undarnir gerðu hundrað árum síðar. Atriðin eru stutt, hlaðin tilfinningahita frá fyrsta augna- bliki, tengingar milli atriða í tíma og rúmi eru tilviljunar- kenndar en heildaráhrif góð. Þá hefur texti hans í Leonce og Lenu þótt gefa því besta af róm- antíska skólanum lítið eftir hvað málsnilld og ljóðræna feg- urð varðar. -gos Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna í ným útgáfu Ný útgáfa félagsmála- ráðuneytisins Nú hefur félagsmálaráðuneytið bætt úr þessu með því að gefa sáttmálann út og á landsfundi Kvenréttindafélags íslands, sem haldinn var nú nýverið í Hafn- arborg í Hafnarfirði, færði ráðuneytið félaginu upplagið að gjöf. í formála að útgáfunni segir Páll Pétursson félags- málaráðherra m.a.; „Kvenrétt- Bryndís Hlöðversdóttir formaöur Kvenréttindafélags íslands skrifar S Arið 1985 var fullgiltur hér á landi samningur um afnám allrar mis- mununar gagnvart konum, eða Kvennasáttmáli Sam- einuðu þjóðanna, eins og hann er nefndur í daglegu tali. Samningurinn er ekki þekktur manna á meðal, þrátt fyrir að hann sé um margt merkilegur og að hann leggi ríkar skyldur á hendur íslenskum stjórn- völdum um aðgerðir til að afnema misrétti gagnvart konum. Erfitt er að geta sér til um hvers vegna sáttmál- inn hefur okki verið meira í umræðunni, eins og margir samningar Sameinuðu þjóð- anna og Evrópuráðsins af svipuðu tagi. Hans er t.d. ekki getið í lagasafni eins og flestra grundvallarsátt- mála á sviði mannréttinda og hann hefur ekki verið vel kynntur af stjórnvöldum. Hann var þó á meðal ann- ars efnis í kveri sem utan- ríkisráðuneytið gaf út um mannréttindi kvenna í tilefni undirbúnings kvennaráðstefn- unnar í Peking, en kver þetta er nú uppselt. Sáttmálann er að finna í bókinni Alþjóðlegir mannréttindasáttmálar, sem gefin var út af Málflutnings- skrifstofu Ragnars Aðalsteins- sonar o.fl. en hann hefur ekki verið fáanlegur einn og sér í handhægri útgáfu. indafélag íslands hyggst heiðra minningu Bríetar Bjarnhéðins- dóttir með því að helga um sinn krafta sína kynningu á samn- ingi Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum. Með útgáfu samningsins í þessu handhæga kveri vil ég leggja minn skerf til þessa mikilvæga átaks." Þetta framlag ráðuneytisins er þakk- arvert og með því er hafið átak Kvenréttindafélagsins í kynn- ingu sáttm.Tans. Löggjöf um mannréttindi kvenna Á landsfundinum sem var helg- aður sáttmálanum kom fram að nokkur mikilvæg atriði á sviði mannréttinda kvenna hafi ekki verið sett í lög hér á landi, þótt vissulega hafi margt áunnist. í ályktun sem samþykkt var í lok fundarins var bent á atriði eins og vernd gegn uppsögnum þeirra sem leita réttar síns vegna jafnréttisbrota, sem og uppsögnum vegna hjú- skaparstöðu og var krafist úrbóta í þeim efnum. í lok- in skoraði fundurinn á stjórnvöld að koma til samstarfs við félagið til að hægt verði að hrinda efni sáttmálans í framkvæmd. Hlutverk Kvenrétt- indafélags íslands Hlutverk óháðra félaga- samtaka í framkvæmd sáttmálans er ekki sér- staklega tilgreint í honum sjálfum en allt að einu hlít- ur það að vera mikilvægt að þau veiti stjórnvöldum aðhald og fylgi eftir þeim alþjóðlegu skuldbinding- um á sviði mannréttinda, sem ríkið tekst á hendur. Kvenréttindafélag íslands hyggst leggja krafta sína í þetta verkefni á næsta starfsári og leita samstarfs við aðra sem vinna að málstað jafnréttis kvenna og karla. Nú þegar liggja fyrir jákvæð við- brögð þeirra ráðuneyta sem hafa með málefnið að gera, fé- lagsmálaráðuneytis og dóms- málaráðuneytis. Er það ósk fé- lagsins að svo verði áfram, því með samstilltu átaki stjórn- valda og félagasamtaka er hægt að gera ýmislegt. ÞJÓÐLEIKHÚSID Smíðaverkstæðið kl. 20.30 Leitt hún skyldi vera skækja eftir John Ford Frumsýning fimmtud. 17. okt. Örfá sæti laus. Sunnud. 20. okt., örfá sæti laus. Föstud. 25. okt., örfá sæti laus. Sunnud. 27. okt. örfá sæti laus. Litla sviðið kl. 20.30: í hvítu myrkri eftir Karl Ágúst Úlfsson í kvöld: Uppselt. Á morgun: Uppselt. Sunnud. 13. okt. Uppselt. Föstud. 18. okt. Uppselt. Laugard. 19. okt. Uppselt. Fimmtud. 24. okt. örfá sæti laus. Laugard. 26. okt. Fimmtud. 31. okt. Stóra sviðið kl. 20.00: Nanna systir eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson 8. sýn. sunnud. 13. okt. Örfá sæti iaus. 9. sýn. fimmtud. 17. okt. Uppselt. 10. sýn. sunnud. 20. okt. Órfá sæti laus. 11. sýn. föstud. 25. okt. Nokkur sæti laus. 12. sýn. föstud. 1. nóv. Söngleikurinn Hamingjuránið eftir Bengt Ahlfors Á morgun. Föstud. 18. okt., nokkur sæti laus. Fimmtud. 24. okt. Laugard. 26. okt. Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson. í kvöld, nokkur sæti iaus. Laugard. 19. okt. Fimmtud. 31. okt. Ath! Takmarkaður sýningafjöldi. Kardemommubærinn eftir Thorbjorn Egner Sunnud. 13. okt. kl. 14.00, örfá sæti laus. Sunnud. 20. okt. kl. 14.00. Sunnud. 27. okt. kl. 14.00. Ath. takmarkaður sýningafjöldi. ★ ★ ★ Athugið breyttan opnunartima miðasölu: Framvegis verður opið mánud. og þriðjud. kl. 13.00-18.00, miðvikud.- sunnud. kl. 13.00-20.00 og til kl. 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma. Einnig er tekið á móti simapöntunum frákl. 10.00 virka daga. Sfmi551 1200. qigrun Astrós Sýning föstud. 11. okt. kl. 20.30. Sýning laugard. 12. okt. kl. 20.30. Sýning föstud. 18. okt. kl. 20.30. Sýning laugard. 19. okt. kl. 20.30. * Dýrin í Hólsaskógi eftir Thorbjorn Egner ÞýSendur: Hulda Valtýsdóttir og Kristján frá Djúpalæk Frumsýning 19. okt. kl. 14.00. 2. sýning sunnud. 20. okt. kl. 14.00 3. sýning þriðjud. 22. okt. kl. 15.00 4. sýning fimmtud. 24. okt. kl. 15.00 5. sýning laugard. 26. okt. kl. 14.00 6. sýning sunnud. 27. okt. ki. 14.00 MuniS kortasöluna okkar Sími 462 1400 Miðasalan er opin alla virka daga nema mánud. kl. 13.00-17.00 og fram að sýningu sýningardaga. Símsvari allan sólarhringinn. Sími í miðasölu: 462 1400. LEIKFELAG AKUREYRAR

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.