Dagur - Tíminn - 11.10.1996, Síða 15

Dagur - Tíminn - 11.10.1996, Síða 15
^Ditgur-^mmtn Föstudagur 11. október 1996 - 27 Upp ð- a# ófanucvipð Julian Duranona handknattleiks- maður hjá KA Horfi lítið á sjónvarp og hlusta sjaldan á útvarp Julian Duranona, handknattleiksmaður hjá K. A., segist ekki horfa mikið á sjónvarp og að einna helst séu það íþróttir sem hann fylgist með reglulega. „Ég horfl ekki á neina sérstaka þætti í sjónvarpi en á föstudags- og laugardagskvöldum sé ég stundum bíómyndir og þá aðallega á Stöð 2.“ í útvarpi er það tón- listin sem Duranona hlustar á og þá rokk- og popptónhst. „Ég hef lítinn tíma til að horfa á sjónvarp og hlusta á útvarp þar sem ég vinn allan daginn og æfi á kvöldin." Duranona sagði í lokin að hann horfði og hlustaði sjaldan á fréttir enda væri íslenskan oft erfið við- ureignar." AH U GAVERT I KVOLD Sjónvarpið kl. 22.05 Fjölskylda á heljarþröm Stöð 2 kl. 22.30 Stolnu bömin Danska bíómyndin Svört upp- skera eða Sort host var gerð árið 1994. Þetta er átakamikil Jjöl- skyldusaga sem gerist í Dan- mörku um síðustu aldamót. Landeigendafjölskyldan Uldahl- Ege býr við undarlegar aðstæður. Fjölskyldufaðirinn Nils verður fórnarlamb eigin ástríðna og þótt Klara, yngsta dóttir hans sem er 17 ára, reyni af öllum mætti að standa uppi í hárinu á föður sín- um og stemma stigu við ófórun- um er óvíst að henni takist að koma í veg fyrir að hann dragi fjölskylduna með sór niður í svaðið. Leikstjóri er Anders Refn og aðalhlutverk leika Ole Ernst, Sofie Graabol, Marika Lager- crantz og Philip Zandén. Stöð 2 sýnir verðlaunamyndina Stolnu börnin, eða II Ladro Di Bambini, en hún hlaut Felix- verðlaunin sem besta mynd í Evrópu og var útnefnt til Óskars- verðlauna árið 1992. Konu frá Sikiley er gefið að sök að hafa selt 11 ára dóttur sína í vændi. Ungur lögreglumaður fær það hlutverk að fylgja stúlkunni og bróður hennar á upptökuheimili. I>ar á bæ neita menn hins vegar að taka við börnunum vegna for- tíðar móður þeirra. Lögreglu- maðurinn verður því að koma þeim til Sikileyjar og ferðalagið þangað hefur djúpstæð áhrif á þau öll. Leikstjóri: Gianni Amelio. Aðalhlutverk: Enrico Lo Verso, Valentina Sc Alici og Giuseppe Ieracitano. Stranglega bönnuð börnum. Meiriháttar flopp Leikhússkelfirinn miklir, sjálfur Jón Viðar, er mættur aftur til leiks. Af eintómri góðsemi gaf hann sýningunum „Nanna systir" og „Ef væri ég gull- fiskur“ eina stjörnu hver. Þegar Svanhildur, ritstýra Dagsljóss, spurði hvort eitt- hvað væri meiriháttar við síðarnefndu sýninguna svaraði Jón Viðar að bragði: „Já, hún var náttúrulega meiriháttar flopp.“ Það verður að segjast eins og er að Fjölmiðlarýn- irinn hefur nú svolítið gam- an af þessum neikvæða og fýlulega gagnrýnanda. Og skiptir þá ekki máli hvort horft er á Dagsljós eða Spaugstofuna. Nú, þegar allir vita hvernig hann rakk- ar jafnvel hinar ágætustu sýningar gjörsamlega niður í svaðið ætti enginn að hafa fyrir því að vera móðgaður lengur. „Þetta er nú bara hann Jón Viðar, hver tekur nú mark að honum,“ hugsa væntanlegir leikhúsgestir og eru alveg jafn ákveðnir og áður í að fara á sýninguna. í rauninni er það alveg stór- fyndið að manni sem leiðist svona óskaplega í leikhúsi skuli leggja það á sig að vera leikhúsgagnrýnandi. Allar listgreinar ættu að hafa a.m.k. einn Jón Viðar. Það er alveg bráðnauðsyn- legt að einhver leiðinlegur maður lýsi því yfir fyrir framan alþjóð hvað allt sem listamennirnir geri sé hall- ærislegt. Það hlýtur að hggja í augum uppi að slfkt er mikil hvatning fyrir lista- mennina enda með ein- dæmum uppbyggjandi gagnrýni. Já, þeir eru heppnir, leikararnir, að eiga hann Jón Viðar að. SJÓNVARJ? - ÚTVARP (í Ú SJÓNVARPIÐ 16.45 Leiöarljós (495) (Guiding Light). 17.30 Fréttir. 17.35 Táknmálsfréttir. 17.45 Auglýsingatími - Sjónvarpskringl- an. 18.00 Malli moldvarpa (2:6) (Der Maulwurf). Þýskur teiknimyndaflokkur. 18.15 Bílaleikur (3+4:10) (Hot Rod Dogs). Myndaflokkur fyrir börn. 18.25 Kobbi og Katrín (2:4) (Selik og Katrine). Norskur myndaflokkur um telpu sem tekur kóp í fóstur. 18.50 pjör á flölbraut (8:26) (Heart- break High III). Ástralskur myndaflokkur sem gerist meðal unglinga í framhalds- skóla. 19.50 Veöur. 20.00 Fréttir. 20.30 Happ í hendi. 20.35 Dagsljós. 21.10 Félagar (6:26) (Die Partner). Þýskur sakamálaflokkur um tvo unga einkaspæjara og ævintýri þeirra. 22.05 Svört uppskera (Sort hpst). 00.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. STOÐ 2 12.10 Sjónvarpsmarkaöurinn. 13.00 Morö í Malibu. 14.35 Sjónvarps- markaöurinn. 15.00 Taka 2. (e) 15.30 Handlaginn heimilisfaöir (24:26) 16.00 Fréttir. 16.05 Aftur til framtíöar. 16.30 Sögur úr Andabæ. 17.00 Unglingsárin. 17.30 Glæstar vonir. 18.00 Fréttir. 18.05 Nágrannar. 18.30 Sjónvarpsmarkaöurinn. 19.00 19 20. 20.00 Babylon 5 (21:23). 20.55 Réttlætismál (A Matter of Just- ice). Spennandi mynd sem er byggð á samnefndum sjónvarpsþáttum. 22.30 Stolnu börnin (II Ladro Di Bamb- ini). Konu frá Sikiley er gefið aö sök að hafa selt 11 ára dóttur sína í vændi. Ungur lögreglumaður fær þaö hlutverk aö fylgia stúlkunni og bróður hennar á upptökuheimili. Myndin var tilnefnd til óskarsverðlauna árið 1992 og hlaut Fel- ix-verölaunin sem besta mynd Evrópu. 1992. Stranglega bönnuð börnum. 00.25 Hugur fylgir máli (Mood Indiago). 1992. Lokasýning. 02.00 Dagskráriok. S T Ö Ð STOÐ3 08.30 Heimskaup - verslun um viöa veröld. 17.00 Læknamiöstööin. 17.20 Borgarbragur (The City). 17.45 Murphy Brown. 18.10 Heimskaup. 18.15 Barnastund. 19.00 Ofurhugaíþróttir. 19.30 Alf. 19.55 Fréttavaktin (Frontline) (6:13). 20.25 Snillingurinn (Color Me Perfect). Tilvera Dinu Blake er ósköp hversdags- leg: Dina er fertug og á við andlega fötl- un að stríöa. Daglega fer hún á leikvöll- inn og styttir sér stundir með börnunum, einnig málar hún og hjálpar frænda sín- um í búöinni eftir bestu getu. Líf Dinu tekur stakkaskiptum þegar hún ákveöur að taka þátt í tilraunaverkefni sem miö- ar að því að auka greind hennar. 21.55 Umbjóöandinn. 22.40 Óli lokbrá (Der Sandman). 00.05 Örþrifaráö (Desperate Rescue). Cathy Mahone grípur til sinna ráða þeg- ar fyrrverandi eiginmaður hennar, Ali Amir, rænir sjö ára dóttur þeirra og fer með hana til heimalands síns, Jórdaníu. Hún ræöur sérþjálfaöa menn og fer með þeim til Jórdaníu til aö freista þess að endurheimta dóttur sína. Spennandi mynd með Mariel Hemingway t aðalhlut- verki. 01.35 Dagskrárlok Stöövar 3. svn © SYN 17.00 Spítalalíf (MASH). 17.30 Taumlaus tónllst. 20.00 Framandi þjóö (Alien Nation). 21.00 Kissinger og Nlxon (Kissinger and Nixon) Mynd frá 1995 um Henry Kissinger og Richard Nixon og samskipti þeirra þegar dró að lokum stríðsins í Vtetnam. Leikstjóri: Daniel Petrie. Aðalhlutverk: Ron Silver og Beau Bridges. 22.40 Undirheimar Miaml (Miami Vice). 23.30 Brögö í tafli (White Mischief). Ógnvekjandi spennumynd. Stranglega bönnuö börnum. 01.15 Spítalalíf (MASH). 01.40 Dagskrárlok. RÁS 1 09.00 Fréttlr. 09.03 „Ég man þá tíö“. 09.50 Morgunlelkfimi. 10.00 Fréttir. 10.03 Veöurfregnir. 10.15 Sagnaslóð. 11.00 Fréttir. 11.03 Samfélagið í nær- mynd. 12.00 Fréttayfiriit á hádegi. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veöurfregn- ir. 12.50 Auðlindin. 12.57 Dánarfregnir og auglýsingar. 13.05 Hádegisleikrit Út- varpsielkhússins. Af illri rót. Síðasti þáttur. (Endurflutt nk. laugardag kl. 17.00.) 13.20 Hádegistónar. 14.00 Fréttir. 14.03 Útvarpssagan, Gauragangur. (24) 14.30 Miödegistónar. 15.00 Fréttir. 15.03 Afreksmenn í 40 ár. íslenskt íþróttalíf og íslenskir íþróttamenn. 15.53 Dagbók. 16.00 Fréttir. 16.05 Fimm fjóröu. 17.00 Fréttir. 17.03 Víösjá. 18.00 Fréttir. 18.03 Þing- mál. 18.30 Lesiö fyrir þjóðina: Fóst- bræörasaga. 18.45 Ljóö dagsins. 18.48 Dánarfregnir og auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar og veö- urfregnir. 19.40 Meö sól í hjarta. Létt lög og leikir. 20.20 Sagan bak viö sög- una: Kristni og kvenímynd miðalda. 21.20 Heimur harmóníkunnar. 22.00 Fréttir. 22.10 Veöurfregnir. 22.15 Orö kvöldsins: Siguröur Björnsson flytur. 22.20 Tónlist á síökvöldi. 23.00 Kvöld- gestir. Þáttur Jónasar Jónassonar. 24.00 Fréttir.

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.