Dagur - Tíminn - 18.10.1996, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn - 18.10.1996, Blaðsíða 1
79. og 80. árgangur 199. tölublað • Verð í lausasölu 150 kr. Vestmannaeyjar Stöð 2 Kjarasamningar Steliþjófur íEjjum Níu ára piltur var staðinn að því í síðustu viku að láta læsa sig inni í sölu- turni í Vestmannaeyjum í þeim tilgangi að stela sór sælgæti. Drengurinn faldi sig inni í sjoppunni þegar henni var læst að kvöldi til. Drengurinn náði ekki að stela neinu að ráði því til hans sást í söluturninum og var eigandanum gert viðvart. Málið er nú meðhöndlað sem barnaverndarmál af félags- málayfirvöldum í Eyjum. ÞoGu Borgarráð Óþrevja í bland við ánægju s Oþreyja í bland við al- menna ánægju virðist vera með þá stefnumörk- un borgaryfirvalda að laun fyrir hefðbundin lágtlaunuð kvenna- störf hækki hlutfallslega mest í komandi kjarasamningum. Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Sóknar segist vera ánægð með þessa stefnumörk- un borgaryfirvalda og bindur vonir við að það geti orðið til þess að hækka laun láglauna- kvenna sem vinna hjá borginni. Hún áréttar þó að þessi stefnu- mörkun borgaryfirvalda hafi verið fyrir hendi við gerð síð- ustu kjarasamninga. Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags ís- lands er sömu skoðunar og for- maður Sóknar. Hún telur einnig að það sé ekki seinna vænna fyrir borgarstjóra úr röðum Kvennalista að gera eitthvað í þessum jafnréttismálum á með- an núverandi meirihluti er við völd í borginni. Björg Bjarnadóttir formaður Félags ísl. leikskólakennara tel- ur þessa samþykkt borgarráðs vera af hinu góða eins langt og hún nær. Hún áréttar hinsvegar að nokkurrar óþolinmæði sé farið að gæta um þá ávinninga sem taldar eru felast í svoköll- uðu starfsmati. Ekki náðist í Sjöfn Ingólfs- dóttur formann Starfsmannafé- lags Reykjavíkurborgar. -grh lyL^ 1 Eg var rekin Elín Hirst er farin af Stöð 2, Páll Magnússon tekur við fréttastjórn aftur. „Eigendahagsmunir eru ástæðan" segir Elín. Sjá Elín, Jón og Stöð 2 á blaðsíðu 4. Fjölga sátta- semjuruin Eh'sabet Ólafsdóttir skrif- stofustjóri hjá embætti ríkissáttasemjara býst við miklu pappírsflóði af viðræðu- áætlunum strax í næstu viku, en eindagi á því að skila inn viðræðuáætlunum er n.k. þriðjudag 22. október. Skrifstofustjórinn segir að embætti ríkissáttasemjara sé viðbúið því að fjölga sáttasemj- urum þegar og ef sýnt þykir að umfangið í kringum komandi viðræður verður of mikið miðað við óbreyttan starfsmanna- Qölda. Elísabet segir margt benda til þess að aðilar vinnu- markaðarins vilji halda alla fundina í Karphúsinu. -grh Seltjarnarnes Ekki byggt Skipulagsnefnd Seltjarnar- ness ákvað í gær að fresta ótímabundið deiliskiplagi fyrir umdeildu svæði á Nestúni. Bæjarstjórn bárust hátt í 1000 áskoranir um að fresta fyrir- huguðum byggingum á svæð- inu, þar til fyrir lægi landþörf safna á svæðinu og tryggt væri að fornleifar væru þar ekki í jörðu. Skipulagsnefnd ákvað að taka tilliti til þessa og því ljóst að ekki verður byggt á þessu umdeilda svæði á næstunni. Innflutningur 27 milljarðar í vélar og tæki Rúmlega 27 milljarðar fóru í innflutning véla, tækja, bíla og annars sem snýst á fyrstu 7 mánuði ársins, eða 68% meira en á sama tímabili árið 1994. Innflutningur flutningatœkja hefur aukist um 110%, véla til atvinnurekstrar um 73% og tölvukaup um 70%> frá 1994. Kaup fyrirtækja jafnt og einstaklinga á vélum og tækjum, bílum og öðrum samgöngutækjum hafa aukist svo á tveim árum, og þó sér- staklega í ár, að líkja má við kaupæði. Hlutfall þessara vöru- flokka af heildarinnflutningi var komið í 36% fyrstu sjö mánuði þessa árs, úr 30-31% á sama tímabili síðustu tvö ár. Mest hefur innílutningur aukist á samgöngutækjum, eða úr 4,7 milljörðum fyrir tveim árum í nærri 10 milljarða fyrir janúar/júlí í ár. Þar af fóru 6,4 milljarðar í flutningatæki á veg- um og um 3,1 milljarður í skipakaup. Innflutningur á tölvum og öðrum skrifstofuvélum hefur aukist úr 1,7 milljörð- um í 2,9 á tveim ár- um, m.v. janúar/júlí, svo líklegt er að hann verði ekki langt undir 5 milljörðum áður en árið er úti. í innflutn- ingsskýrslum Hagstof- unnar er eðlilega ekki skilið á milli hluta fyrirtækja og einstaklinga í þessum vöru- flokki. Það sama á við um fjar- skiptatæki og útvarpsbúnað, rafmagns- og rafeindatæki og búnað. En alls fóru 9,2 millj- arðar til kaupa á þessum tækja- flokkum mánuðina janúar-júlí. Innflutningur annarra véla til atvinnurekstrar nam röskum 8 milljörðum á sama túna, 6 milljörðum árið áður og 4,6 milljörðum 1994. Og þessi aukning virðist hafa orðið í öll- um vélaflokkum. Skýrslur sýna stykkjaijölda í sumum vélum sem einstakling- ar kaupa. Þannig komu t.d. 62% fleiri fólksbílar tfl landsins sjö fyrstu mánuði þessa árs heldur en tveim árum áður. í heimibstækjum virðist fólk hins vegar fyrst hafa farið af stað fyrir alvöru á þessu ári. Þvotta- vélakaup hafa t.d. aukist um 74% á einu ári og sjónvarps- og kæli/frystiskápakaup eru nú nærri 50% fleiri en í fyrra. Lífið í landinu Sunneva fer suður Bls. 3 Sukk og óráðsía

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.