Dagur - Tíminn - 18.10.1996, Blaðsíða 8
8 - Föstudagur 18. október 1996
íDagur-®hnnm
ÞJÓÐMÁL
JDagur-®ímtrat
Útgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjóri:
Aðstoöarritstjóri:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofur:
Símar:
Áskriftargjald m. vsk.
Lausasöluverð
Prentun:
Grænt númer:
Dagsprent hf.
Eyjólfur Sveinsson
Stefán Jón Hafstein
Birgir Guðmundsson
Hörður Blöndal
Strandgötu 31, Akureyri,
Garðarsbraut 7, Húsavík
og Brautarholti 1, Reykjavík
460 6100 og 563 1600
1.600 kr. á mánuði
kr. 150 og 200 kr. helgarblað
Dagsprent hf./lsafoldarprentsmiðja
800 70 80
Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 462 7639
Kirkjan
í fyrsta lagi
Þjóðkirkjan getur ekki skellt skuldinni á aðra þeg-
ar hún glímir við innri vandamál. Fjölmiðlar
bjuggu ekki til Langholtskirkjudeiluna. Fjölmiðlar,
frómt kirkjufólk, heiðingjar og húmanistar stóðu
agndofa og fylgdust með orrahríð biskups og for-
manns prestafélagsins í vetur, símbréfaflóði og
yfirlýsingastríði. Og það leynist ekki að á Kirkju-
þingi kraumar undir niðri. Tæp tvö þúsund manns
hafa gengið úr Þjóðkirkjunni síðustu mánuði. Það
er engum að kenna nema henni sjálfri.
Kirkjan á ekki að kveinka sér undan gagnrýni.
Hún er stofnun undir vemdarvæng ríkisins og fær
mikla peninga frá skattborgurum. Hún getur ekki
beðið um friðhelgi í nafni guðs. Allra síst vegna
þess að hún heldur ekki friðinn sjálf. Það er
ósæmilegt að ráðast að samtökum um borgaralega
fermingu fyrir það að kynna starfsemi sína. Trú-
frelsi ríkir. Fermingum kirkjunnar fylgir fáránlegt
æði kringum gæði sem mölur og ryð fá grandað.
Veislur og gjafafár hafa misboðið sómakennd
sannkristinna sem og annarra. Fermingargjafa-
fylleríið er bara eins og hvert annað útihátíðarfyll-
erí: þjóðarskömm og óvani. í stað þess að beita
andlegu agavaldi dansar kirkjan kringum gullkálf-
inn.
í þriðja lagi
Kirkjan hefur ekkert leyfi til að taka gagnrýni á sig
sem árás á guð. Ef þingmaður segir sig úr henni í
beinni útsendingu þá hefur hann til þess rétt. Það
er heiðarlegt að koma til dyranna eins og maður
er klæddur - sem er meira en margir innan kirkj-
unnar geta státað af.
Stefán Jón Hafstein.
I____________________________________________________)
daxföittö
Á Alþingi að fá heimild til að skipa rannsóknar-
nefndir sem geta tekið upp mál að eigin frumkvæði
og starfa fyrir opnum tjöldum?
Bryndís
Hlöðversdóttir
alþingismaöur
Já, ég tel að Alþingi eigi
að íá slíka heimild. í
raun og veru er eðli-
legt og sjálfsagt að Alþingi
geti tekið upp mál á vett-
vangi nefndanna. Þingið
verður að hafa sjálfstæði og
eftirlit með framkvæmda-
valdinu. Reyndar er heimild
fyrir því í þingskaparlögun-
um að þetta megi gera.
Kristín Ástgeirsdóttir notaði
þessa heimild í fyrra og það
olli nokkrum titringi.
Margrét
Frímannsdóttir
alþingismaður
Eg er algjörlega sam-
mála því og tel löngu
tímabært að hér
staríi e.k. rannsóknar-
nefnd. Jafnframt tel ég
nauðsynlegt að hún færi
með skýrslur frá ríkisend-
urskoðun, bæði hvað varð-
ar stjórnsýslu og bókalds-
skýrslur. Það er mjög sjald-
gæft að Aiþingi fylgi þess-
um skýrslum eitthvað eftir
en hlutverk þessarar nefnd-
ar gæti einmitt orðið það.
♦
Rannveig
Guðmundsdóttir
alþingismaöur
Já, ég held að það sé
gott fyrir Alþingi að
hafa slíka heimild.
Sumir óttast hana en það
yrði alltaf í höndum við-
komandi þingnefndar
hverju sinni hvort mál yrðu
algjörlega rannsökuð fyrir
opnum dyrum, að einhverju
leyti, eða lokuðum.
Magnús
Stefánsson
alþingismaöur
Nei, ég er ekki þeirrar
skoðunar að það eigi
að taka þetta upp.
Ég er ekki gegn því að mál
séu unnin fyrir opnum
tjöldum en ég tel að við höf-
um ekki það bolmagn sem
þarf til að framkvæma slíkt.
Þar fyrir utan tel ég að ein-
stakar þingnefndir geti gert
þetta samkvæmt þingsköp-
um í þingsal í almennum
umræðmn.
I 1
S Tmi 'éiiíM
Innlend hugmyndasmíð gjaldþrota?
„Upplausn menningar okkar er
talsvert vandamál, sökum skorts á
innlendri hugsun, sjálfsvitund og
hugmyndafræði. Fyrir bragðið eru
nær allar hugmyndir manna í
þjóðfélaginu innfluttar með svipuð-
um hætti og vöruverslunin."
- Guðbergur Bergsson í einu gullkorna-
safna sinna í DV, „Þjóð með svefnpoka-
pláss á íslandi".
EJlirprentun á hugsunum...
„Á síðustu áratugum höfum við
færst frá þrjótslegum hugsunum
um þjóðernisrembing, byggðum á
fáfræði um heiðalöndin, til flökt-
andi eftirprentunar á hugsun,
byggðri á hentistefnu munaðar-
kjána sem eru afkomendur manna
af heiðum. Þetta fólk þekkir hvorki
skyldur né skyldurækni, þolir ekki
afleiðingarnar af hnattstöðu lands-
ins, loftslagi og atvinnuháttum."
- Guðbergur í sömu grein.
Nóg af mannglundri
„Það er enginn alþjóðlegur borgari
til, þótt forsetar kunni að halda
slíkt, en nóg er til af mannglundri
sem heldur sig vera alþjóðlegt.“
- Og þriðja gullkorn Guðbergs.
Ósœtur sykur?
„Bókin sem ég las á undan er rit-
gerðasafn Péturs Gunnarssonar,
Sykur og brauð. Það er sorglegt að
einn af okkar bestu höfundum
skuli senda frá sér jafn vont safn.
Öll grundvallarviðhorf Péturs eru
útjaskaðar trúarsetningar vinstri
manna, góða fólksins, menningar-
vitanna.“
- „Ormurinn" Gunnar Smári Egilsson í
Alþýðublaðinu.
Logandi línur
Landssímans
Ikjölfarið á umljöllun Dags-Tímans
um tvíræðar símaspjalllínur og
arðsins af þeim, sem svona í teor-
íunni getur orðið allt að hundrað þús-
und krónum á dag, þ.e. það sem getur
farið í vasa „línuhaldara", sem heldur
úti tveimur gjöfulum línum á dag, er
ekki að undra að sumir hversdagsbasl-
arar spyrji sjálfa sig hvort þeir séu
ekki á rangri hillu í lífinu.
Hver getur ekki pínt upp úr sér svo
sem eins og tvær léttbláar sögur, sett
símsvaran í gang hér á klakanum fyrir
árið og haldið sæll á vit sólar og san-
gría fyrir lífstíð ?
Kannski þó ekki nema hálf þjóðin.
Hinn helmingurinn verður að verða
eftir til að hlusta - og borga símreikn-
inginn.
Eins og segir svo réttilega í kynn-
ingarriti Pósts og síma:
„Hugmynd er til alls fyrst“.
Þetta ágæta slagorð er einmitt yfir-
skriftin að kynningu á símatorgsþjón-
ustu Pósts og síma í riti sem sent er til
fyrirtækja. Meðal þess, sem talið er
upp að viðskiptavinir geti fengið upp-
lýsingar um á torginu eru „tölvubank-
ar, stjörnuspá, kynferðismál og bíó-
myndir“.
Þar sem kynferðismálin fá að fljóta
þarna með í auglýsingu, er málið því
ekki Pósti og síma alveg eins íjarskylt
og sumir þar á bæ
vilja vera láta þessa
dagana. Enda Uggur
líka ljóst fyrir að dá-
góður hluti af arðin-
um af Amorslínun-
um, eða á bilinú 20
til 30 krónur á mínútu, rennur í vasa
P&S.
Hvort slíkt er svo hræðileg ósvinna
skal látið liggja milli hluta. Ostjórnleg
fíkn í að hringja í slíkar línur í tíma og
ótíma getur þó varla verið af hinu
góða, hvorki fyrir þann sem þannig ver
tíma sínum eða þann sem borgar
brúsann. En þarna er af einhverjum
ástæðum sjaldnast um einn og sama
aðila að ræða.
En auðvitað eru þessi „makalausu“
símastefnumótamál angi af sama
meiði og allt hitt upplýsingaflóðið, sem
er að drekkja okkur hvar sem til okkar
næst.
Þegar undirrituð dvaldi um tíma í
Parísarborg fyrir u.þ.b. áratug voru
borgarbúar þar að heija notkun á
samskiptakerfi, sem
kallaðist „minitel" og
er eflaust orðið
löngu úrelt núna. En
þá var „minitelið"
nýtt og spennandi,
fyrirrennari miklu
háþróaðri samskipta á alnetinu,
e-mailinu og hvað þetta nú allt saman
heitir.
Á „minitelinu" var hægt að tengja
símtækið við lítinn skjá og ásláttarborð
og þannig „skrifast á“ við aðra símnot-
endur „í beinni útsendingu". Hvort
sem var nú af því að þarna áttu Frakk-
ar í hlut, eða bara sökum sammann-
legrar náttúru allrar heimsbyggðar-
innar, þá voru umræður um kynlíf
u.þ.b. 90% af öllum samskiptum sem
Parísarbúar áttu á „minitelinu“. Þó að
þetta apparat þætti eflaust púkó í dag,
skemmtu Parísarbúar sér hið besta við
að útlista langanir sínar hvor fyrir öðr-
um á „minitelinu“ og a.m.k. var ekki
þarna um áhættusamt kynlíf að ræða.
Á sama tíma var að grípa um sig alls-
herjar frelsi í ítölskum sjónvarpsmál-
um og fólst ekki hvað síst í því að
ítalskar húsmæður gátu nú drýgt
heimilispeningana með því að fækka
fötum fyrir framan sjónvarpsmynda-
vélar hinna milljón rása á eftirmiðdög-
um - og verið komnar heim fyrir
kvöldmat.
Hér á landi virðist auglýsingasjón-
varp enn sem komið er einskorðast við
að kynna neytendum ómissandi tæki á
borð við rafknúna nasaháratætara og
hnappafesta. En auðvitað er það bara
spurning um tíma, hvenær íslending-
um fer að standa til boða í sjónvarpi
svipuð þjónusta og margir óttast. að
verið sé að gera út á logandi línum
Landssímans.
Miídwc Meiga