Dagur - Tíminn - 18.10.1996, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn - 18.10.1996, Blaðsíða 5
Jbgur-Œmrám Föstudagur 18. október 1996 - 5 F R É T T I R Póstur & Sími Þykkvibær og Fljótin undir hnífinn Útibúum Pósts & Síma í Þykkvabæ og í Fljótum í Skagafirði verður lokað í hag- ræðingarskyni í vetur. í staðinn fá íbúar póstinn þrisvar í viku með landpósti. Akvörðun forráðamanna Pósts & Síma að loka úti- búunum í Þykkvabæ og í Fljótunum er liður í þeirri við- leitni að reyna að draga úr því tapi sem verið hefur á póst- dreiiingunni og jafn- framt hluti af þeirri endurskipulagningu sem á sér stað hjá stofnunni í tengslum við breytinguna í hlutafélag um áramót. En talið er að tap á póstinum hafi numið um 700 miljónum króna á sl. ári. Þessar lokanir koma til við- bótar þeim sem ákveðnar hafa verið í útbúum Pósts & Síma á Keflavíkurflugvelli, Umferðar- miðstöðinni og í Lóuhólum í Breiðholti. Gert er ráð fyrir að Heimir Hafsteinsson oddviti í Þykkvabæ Neikvœða hliðin á einkavœðingunni sem kemur niður á landsbyggðinni hægt verði að tryggja starfs- mönnum þessara þriggja póst- útibúa áframhaldandi vinnu, en ekki stöðvarstjóranum í Þykkvabæ eða í Fljótum. í Þykkvabæ hefur póstafgreiðslan verið opin frá kl. 9-13 alla virka Suðurland Tilraunaútsendingar 5 erlendra stöðva hafnar essa dagana eru til- raunaútendingar að hefj- ast á sunnlenskri sjón- varpsstöð sem sendir út á Sel- fossi og nágrenni. Forsvars- Sjóvá-Almennar hafa lokið tjónsmati eftir að kviknaði í skemmtistaðnum 1929 í síðasta mánuði. Heildartjón nemur rúmlega 20 milljónum kr. Að sögn Þórarins B. Jóns- sonar umboðsmanns hefur tryggingafélaginu ekki enn bor- ist lögregluskýrsla, enda er enn verið að rannsaka eldsupptök og ekki búið að útiloka íkveikju. Brunabótamat skemmtistaðar- menn stöðvarinnar áttu í við- ræðum við Stöð 3 um dreifingu á efni stöðvarinnar en þær við- ræður liggja niðri í bili. Sunnlenska stöðin hefur ins nemur um 40 millj kr. en skemmdir á húsinu sjálfu eru taldar nema um 13 milljónum króna. „Það var ekki hægt að meta þetta fyrr en búið var að rífa hluta af millilofli og milligólfi. Þetta er töluvert tjón og það þurfti að rannsaka þetta vel,“ sagði Þórarinn aðspurður hvort matið hefð' tekið óvanalega langan tíma. BÞ hlotið nafnið Sunna og býður áskrifendum sínum upp á fimm erlendar stöðvar auk sunn- lenskrar rásar. Fram að þessu hafa sunnlendingar ekki haft aðgang að erlendu rásunum sem eru MTV, TNT/Cartoon Network, Sky News, Eurosport og Discovery. Þessa dagana er verið að koma fyrir útsending- artækjum í húsnæði stöðvarinn- ar sem er í Hótel Selfossi. Nýjasta tækni er notuð við útsendingarnar og fjölrása myndlykill er notaður svo hægt er að ná fleiri en einni stöð í senn. Svipuð tækni er notuð hjá Húsvískri íjölmiðlun og sér fyr- irtækið Elnet um uppsetningu og tæknimál fyrir báða aðila. Til að ná útsendingum er nauðsylegt að hafa örbylgjuloft- net sem fæst hjá stöðinni þegar menn gerast áskrifendur. Á dögunum var auglýst eftir sjón- varpsstjóra en ekki varð af ráðningu í starflð. Forsvars- menn stöðvarinnar segjast ætla að auglýsa eftir sjónvarpsstjóra á ný eða finna mann í starfið. -hþ. Hamar félagsheimili Þórs: „Sjónvarpsvígsla“ Styrktaraðilar - velunnarar Allir velkomnir á stórleik vikunnar Newcastle-Manchester United á sunnudagkl. 16.00. Kaffiveitingar Hamar sími 461 2080 daga en í Fljótum hefur stöðv- arstjórinn verið í 60% starfi. í staðinn munu íbúarnir á þess- um tveimur landsbyggðastöðum fá þjónustu landpósts þrisvar í viku. Heimir Hafsteinsson oddviti í Djúpárhreppi, en í þeim hreppi er Þykkvibær, segir að þessi ákvörðun Pósts & Síma sé slæm fyrir íbúanna sem verða í stað- inn að keyra til Hellu til að fara í pósthús, eða 16-17 km hvora leið. Hann segir þessa ákvörðun Pósts & Síma ekki koma í sjálfu sér á óvart í ljósi þeirra breyt- inga sem framundan eru á rekstrarformi stofnunarinnar. Hann segir að þetta sé nei- kvæða hhðin á einkavæðing- unni og bitnar á strjálbýlinu úti á landi. Þessi fyrirhugaða lokun póst- hússins í Þykkvabæ er enn einn skellurinn fyrir íbúa hreppsins á nokkrum misserum. Fyrst fór eina verslunin á staðnum og sl. haust var útibúi Búnaðarbank- ans lokað. Oddvitinn telur ein- sýnt að afleiðingarnar af þessu þjónustuleysi verði m.a. þær að mun dýrara verður að búa þar en áður vegna þess kostnaðar sem því er samfara að þurfa að keyra tugi kílómetra í hvert skipti sem fólk þarf að fara í pósthús, banka eða versla sér inn nauðþurftir. -grh Suðurland Áfrýjar úrskurði sýslumanns Sýslumaðurinn á Selfossi úrskurðaði á dögunum í Lefolii málinu svokallaða á Eyrarbakka. fbúar í plássinu eru ósáttir við úrskurðinn og hefur veitingamaðurinn áfrýjað málinu til Dóms- og kirkjumála- ráðuneytisins þar sem hann vill láta taka málið upp frá grunni. Deilan snýst um opnunar- tíma veitingastaðarins Kaffi Le- folii en íbúi í næsta húsi var ósáttur við endurnýjun vínveit- ingaleyfis til staðarins með óbreyttum opnunartíma. Hreppsnefnd hafði samþykkt vínveitingaleyfið fyrir sitt leyti. Nágranninn taldi sig verða fyrir miklu ónæði frá gestum staðar- ins en 8 metrar eru milli hús- anna. Hann krafðist þess að opnunartími yrði styttur. Ná- granninn rekur sjálfur skemmtistað á Selfossi. Sýslumaður úrskurðaði að eigendur Kaflfl Lefolii skyldu loka staðnum klukkan 22 á virkum dögum en mættu hafa opið til 23:30 um helgar. Sýslu- maður byggði úrskurð sinn meðal annars á því að flestir gestanna kæmu í hópum og því væri ekki verið að skerða frelsi veitingamannsins með breyt- ingunni. íbúar á Eyrarbakka eru ósáttir við þennar úrskurð og hafa safnað undirskriftum til stuðnings Þóri Erlingssyni veit- ingamanni. Nágranninn ósátti flutti hinsvegar til Selfoss vegna málsins og hefur nú leigt út hús sitt. -hþ. (t °pinn íisæKSifyrirlestur Laugardaginn 19. október mun Karen Langgárd halda opinn fyrirlestur við Háskólann á Akureyri. Hefst fyrir- lesturinn kl. 13.00 og verður í húsnæði háskólans við Þingvallastræti stofu 16. Heiti fyrirlestursins er, Ethnicity and Nationality in Green- landic Literature og fjallar, eins og nafnið bendir til um þjóðemi og þjóðemistilfmningu í grænlenskum bókmennt- um. Karen Langgárd, sem í vetur er sendikennaii við Heim- spekideild Háskóla íslands, er dósent í málvísindum og grænlenskum fræðum við háskólann í Ilisimatusarfik á Grænlandi. Hún hefur unnið ýmsar rannsóknir í grænlensk- um bókmenntum svo sem greiningar á ljóðum og sálmum, auk þess sem eftir hana liggur fjöldi greina um þessi efni. Fyrirlesturinn sem fluttur er á ensku, er öllum opinn. Gróin hverfisverslun til sölu Gott tækifæri fyrir duglegt fólk. FASTEIGNA&y Nánari upplýsingar aðeins SKIPASALA á skrifstofunni. NORÐURLANDS ll Sími 461 1500-Fax4ól 2844 Pétur Jósefsson, sölustjóri Benedikt Olafsson hdl. Tjón eftir elds- voðann á 1929 nemur 20 millj. kr.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.