Dagur - Tíminn - 18.10.1996, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn - 18.10.1996, Blaðsíða 11
íOagur-Œútmm Föstudagur 18. október 1996 -11 1 tV Mallorca Mallorca hefur löngum verið einhver vinsælasti áfangastaður íslenskra sólarlandafara. Kylfingar hafa einnig lagt leið sína til þessarar fögru eyjar og má búast við að aukning verði á þeim ferðum, þar sem golfvöllum þar fjölgar ár frá ári. Á Mallorca eru nú 12 golfvellir og fleiri eru í bygg- ingu. Nú í byrjun mánaðarins efndu Samvinnuferðir-Landsýn til sérstakrar golfferðar til Mall- orca, en nokkur ár eru liðin síð- an skipulögð golfferð var síðast farin þangað á vegum SL. Að sögn Kjartans L. Pálsson- ar, golffararstjóra SL, má nú ör- uggt telja að efnt verði til golf- ferða til Mallorca á næsta ári, bæði vor- og haustferða. í áðurnefndri golfferð var efnt til stórmóts, „Mallorca op- en“, og voru glæsileg verðlaun- in gefin af Ferðaskrifstofunni Libris, rútubflafyrirtækinu Unibus og gististöðuniun Martha’s og á Cala d’Or, en öll tengjast þessi fyrirtæki ferða- þjónustunni á Mallorca. „Mallorca open“ var 36 hola mót, leikið á Ponientevellinum í nágrenni Palma Nova. Úrslit urðu þessi: Karlar: Yuzuru Ogino GR 144 Hannes Guðmundsson GR 147 Daniel T. Lee GR 155 Sturla Guðmundsson GKG 156 Konur: Ingibjörg Halldórsdóttir GR 160 Agnes Sigurþórsdóttir GR 160 Öldungar: Guðni Grímsson GV 155 Björn Kristjánsson NK 166 Loftur Loftsson GR 170 Til gamans má geta þess, að Loftur Loftsson varð 73 ára í ferðinni, elstur þátttakenda. Þá má og geta þess, að Hannes Guðmundsson, forseti GSÍ, og eiginkona hans Ingibjörg Hall- dórsdóttir voru bæði meðal verðlaunahafa á mótinu. Palma á Mallorca, sem allir sjá sem til Mallorca koma. SL-mót áLaManga Fyrri hluta þessa mán- aðar efndu Samvinnu- ferðir-Landsýn til golf- ferðar til La Manga á Spáni. Þetta var fjórða ferð SL til þessa staðar. f ferðalok var efnt til 18 hola golfmóts, „sprengju- móts“, með fullri forgjöf. Mótið fór fram á Suðurvelli (Sur) La Manga, sem er þekktastur þeirra þriggja sem eru á svæðinu. Úrslit í mótinu urðu þessi í kvennaflokki: Brynhildur Sigursteinsdóttir GR 68 Anna Ottesen GO 68 Kristín Ragnarsdóttir GSL 82 Brynhildur sigraði Önnu í 18 hola aukakeppni sem fram fór á La Prinsessavell- inum daginn eftir. Karlaflokkur: Snorri Hjaltason GR 67 Ólafur A. Ólafsson NK 70 Eyþór Fannberg GR 71 Nýliðaflokkur: Jón Björnsson GO 66 Björn Sigurjónsson GSL 81 Þess má að lokum geta til gamans, að Snorri og Bryn- hildur, Anna og Jón og Björn og Kristín eru hjón. Verðlaunahafarnir í „Mallorca open“ taldir upp frá hægri: Guðni Grímsson, Björn Kristjánsson, Loftur Loftsson, Yuzuru Ogino, Hannes Guðmundsson, Ingibjörg Halldórsdóttir, Sturla Guðmundsson, Daníel T. Lee og Agnes Sigurþórsdóttir. Gotfsagan Fjórir fræknir félagar voru að golfleik á skóg- arvelli úti á Spáni. Þeir höfðu verið að skemmta sér daginn áður og ekki laust við að þeir væru nokkuð rykaðir. Þeir höfðu með sér nokkra bjóra til að væta kverkarnar í hitanum. Þegar út á völlinn kom gekk allt að óskum, þó árangurinn væri misjafn í golfinu. Þetta var skógarvöllur og skiptu hin myndarlegustu tré golfbraut- unum. Eins og lög gera ráð fyrir, lentu boltarnir stundum út af brautunum með tilheyr- andi leit og björgunaraðgerð- um. Nú gerðist það á tólftu braut að einn félaganna sló út af brautinni og inn í skóg. Fé- lagar hans nenntu ekki að elta hann inn í skóginn, en héldu sínum leik áfram og luku hol- unni. Ekkert bólaði á félaga þeirra og bjuggust þeir við að hann skilaði sér þó síðar yrði. Luku þeir síðan holunum átj- án og settust síðan niður utan við golfskálann og fengu sér enn einn bjór í bh'ðunni. Þá sáu þeir hvar fimm manna hópur kom á átjándu brautina. Venjulega eru ekki nema íjórir í hópi, en félagi þeirra hafði fundið boltann sinn, en slegið hann út á ranga braut og lent þar í allt öðrum hópi. Þau áhrif hafði bjórinn haft á vininn, að hann tók ekkert eftir að hann var kominn í nýjan hóp. Golfvertíðin GróskumikiIIi golfvertíð er nú formlega lokið, en kylfingar halda áfram leik þar sem aðstæður leyfa. Víða um landið er leikið golf ár- ið um kring. Eftir fyrstu frost eru golfholurnar gjarna fluttar af sumarflötum á þar til gerðar vetrarflatir. Snjóléttir vellir Eins og gefur að skilja eru það golfvellirnir sem liggja næst sjónum sem snjóléttastir eru. Sem dæmi má nefna golfvellina á suðvesturhorni landsins, svo sem Nesvöllinn, Hvaleyrarvöll- inn, Hólmsvöll í Leiru, Húsa- tóftavöll við Grindavík, Garða- völl á Akranesi og Sandgerðis- vöUinn. Vetrargolfið Sumir kylfingar leggja verkfær- um sínum þegar haustar og snerta þau ekki fyrr en vel hef- ur vorað á ný. Aðrir nota hvert tækifæri til að njóta útiveru og golfleiks. Sumir nota rauða golfbolta eða gula þegar jörð er hrímuð og erfitt að greina þá hvítu. Mikið um að vera Golftímanum telst til að ekki færri en 130 opin almenn golf- mót hafi verið haldin á árinu, að ótöldum kvenna-, unglinga- og öldungamótum. Af þessum 130 mótum voru 22 36 hola mót, eða tveggja daga. 56 opin kvennamót voru haldin á árinu, en sum þeirra falla að vísu und- ir fyrrnefnda flokkinn. Opnu öldungamótin voru a.m.k. 22 og u.þ.b. 20 opin ung- lingamót voru haldin á árinu. Þá eru ótalin innanfélags- mótin, en þau eru að sjálfsögðu mjög mörg hjá hverjum klúbbi. Vetrarstarfið Margir golfklúbbar hafa útbúið aðstöðu til inniæfinga yfir vet- urinn fyrir félagsmenn sína þar sem slegið er í net og golfsveifl- an æfð. Víða hefur verið komið upp púttaðstöðu samhliða neta- básunum. Nánar mun verða sagt frá vetrarstarfi golfklúbbanna hér í Golftímanum þegar frá líður. Golftíminn Fax- og símanúmer 5576 516. Sendið Golftímanum mynd- ir og frásagnir af starfsemi klúbbanna ykkar. Ragnar Lár. Golhvglan Ef bolti þinn liggur fast við tré eða aðra hindrun, verður þú sjálfur að meta hvort hann er sláanlegur eða ekki. Þú mátt dæma bolta þinn ósláanlegan hvar sem er á vellinum, nema ef hann liggur í eða snertir vatnstorfæru. Ef þú dæmir bolta þinn ósláanlegan, skaltu gegn einu vítishöggi: a) slá næsta högg eins nærri og unnt er þeim stað þar sem þú slóst upphaflega boltann eða... b) láta boltann falla innan tveggja kylfulengda frá þeim stað sem hann lá, þó ekki nær holu eða... c) láta boltann falla handan við þann stað sem hann lá, þannig að sá staður sé í beinni Íínu milli holunnar og þess staðar þar sem boltinn er lát- inn falla og án takmörkunar á því hversu langt handan við þann stað boltinn er látinn falla.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.