Dagur - Tíminn - 18.10.1996, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn - 18.10.1996, Blaðsíða 4
4 - Föstudagur 18. október 1996 3Dagm--®mttm FRETTASKYRING Elín, Jón og Stöð Elín Hirst fréttastjóri Stöðvar 2 er hætt, rekin, eins og hún segir sjálf. Hún ásakar Jón Ólafsson stjórnarformann um afskipti af frétta- stofunni. Hún segir að Jón hafi ásakað sig fyrir að gæta ekki auglýsingahags- muna Stöðvarinnar í fréttaflutningi. Páll Magnússon forstjóri Sýnar og fyrrum fréttastjóri tekur við og telur sjálfstæði fréttastofunnar betur borgið nú en áður. Stofnað verður sérstakt fréttasvið á Stöð 2. Eftir átakavikur á Stöð 2 urðu loks úrslit í deilum um stjórn fréttastofunnar í gær. Á fundi allra helstu yfirmanna með tiltækum fréttamönnum neistaði milli Elínar og stjórnenda og lauk vinnudegi hennar með því að hún tók allt sitt Kafurtask. Sigmundir Ernir Rún- arsson verður áfram varafréttastjóri. Fréttastofa Stöðvar 2 sagði aðeins stutt- lega frá yfirmannaskiptum í fréttatíma sínum í gær. Heimildir eru fyrir því að einnig standi fyrir dyrum tilfærslur starfsfólks annars staðar í fyrirtækinu. Góð samviska Hlínar Hirst Jón Ólafsson dró aldrei dul á að hann var á móti mér og barðist gegn ráðningu minni á sínum tíma. Þegar eig- endaskipti urðu, vildi hann losna við mig. Síðan þá hefur samstarfið við hann verið í lagi og hann aldrei beitt íhlutun í mín störf en ýmislegt bendir til þess nú að hann ætli að beita þrýstingi á _________ fréttastofuna.“ Eiín Hirst segir að Jón Ólafsson stjórnarfor- maður Stöðvar 2 haf! ásakað ............ sig fyrir að gæta ekki auglýsingahagsmuna Stöðvarinnar í fréttaflutningi. Farin eftir 10 ár. Elín tók allar pjönkur sínar á Stöð 2 í gær og hefur kvatt vinnustað sinn í 10 ár. „Ég kveð ósáft en með góðri samvisku." Hún segir að fréttastofa eigi ekki að ganga erinda eigenda fjölmiðilsins heldur gæta al- mannahagsmuna. Elín segir að þegar byrjað hafi verið að tala um breytingar hafi hún ljáð máls á því að ráða annan fréttastjóra sér við hlið, jafn- réttháan, enda umsvif frétta- stofunnar mikil með fréttir og dægurmál. Páll Magnússon hafi viljað hafa sig sem aðstoðar- fréttastjóra, „en ég gat ekki sætt mig við það.“ Elín er spurð um ástæður þessa máls: „Þeir gátu ekki ráðskast með mig.“ En geta þeir ráðskast með Pál Magnússon? „Ég vona ekki. Hann stóð vörð um sjálfstæði fréttastofunnar í fyrri frétta- stjóratíð sinni.“ En þú hættir vegna þess að hann er settur yfir þig? „Það verður hver að draga sína ályktun af því.“ Ég var aldrei partur af karlaklúbbi yfir- manna á Stöð 2. um deyfð og óróa á fréttastof- unni. Þetta voru gerviskýringar. Ég hef aldrei litið á það sem hlutverk fréttastjóra að vera í vinsældakapphlaupi." Elín seg- ist hafa bent á að áhorf frétta- stofunnar hafi aldrei verið meira samkvæmt alvöru könn- unum, hún hafi staðið við fjár- hagsáætlun og verið með góðan ______________ mannskap. „Þetta er minn mælikvarði á árangur," segir Elín. Hver voru svörin? „Það ===== var fátt um svör.“ Elín bæt- ir við að Jón hafi ásakað sig fyrir að hugsa ekki um hag fyr- irtækisins gagnvart stórum auglýsendum. Hún segir að tvö dæmi hafi kom- —.............. ið upp í sam- ræðum við Jón og hann gagn- rýnt fréttaflutn- ing í öðru til- vikanna vegna þess að þá liaíi tryggingafélag dregið til baka auglýsinga- samning. Ég var alltaf ákveðin í því að ef kæmi til þess að skærist í odda myndi ég láta samvisk- una ráða, ekki láta kaupa mig til að halda kjafti og vera sæt. Karlaklúbburinn „Ég hef aldrei fyrr fengið at- hugasemd vegna starfa minna og stundum hrós. „Það er hins vegar greinilegt að ég var aldrei partur af karlaklúbbi yfirmanna á Stöð 2 sem eiga saman sínar frístundir og veiði- túra. Ég var aldrei ein af þeirn." Elín Hirst. Völd Jóns Hvað með völd Jóns Ólafssonar í íslenskri íjölmiðlun? „Það á sér stað mikil sam- þjöppun valds. Hann er besta dæmið og ætti að vera til um- ræðu, það er brýnt að koma upp fleiri sjónvarpsstöðvum. Við megum ekki fara úr ríkis- ______________ einokun í einkaeinokun." Stendur þetta mál í sambandi við ýfirvofandi hrun Stöðvar 3 og samkeppn- isleysi? „Þeir eru búnir að spá í þetta allt,“ segir =^^== Elín. „En ég var alltaf ákveðin í því að ef kæmi til þess að skærist í odda myndi ég láta samviskuna ráða, ekki láta kaupa mig til að halda kjafti og vera sæt.“ Ekki inni í dæminu að sinna „sérverkefnum“? „Nei, ég ákvað að láta brjóta á þessu og segja einfaldlega: Ég var rekin.“ Harma að Ég betri fréttastjóri tli eigendur hafi ekki talið að ég yrði betri fréttastjóri en Elín,“ segir Páll Magnússon um yfir- mannsskiptin. „Ég vildi að Eh'n yrði áfram með einhverjum for- merkjum á fréttastofunni.“ Því hafnaði Ehn og segir Páll að hún hafi einnig hafnað öðrum störfum sem henni voru boðin á Stöð 2. Páll segir að frá þvf að hann hafi komið að málinu hafi staðið til að hann yrði ritstjórn- arlegur yfirmaður fréttastof- unnar, og þar með settur yfir Elínu. „Það stóð ekki til að ég yrði bara rekstrarlegur yfir- maður.“ Fréttastofa Stöðvar 2 hefur frá áramótum heyrt undir framkvæmdastjóra dagskrár- sviðs, Pál Baldvin Baldvinsson. Um áramótin urðu skipulags- breytingar í öllu fyrirtækinu þegar því var skipt í þrjú fram- kvæmdasvið. í skipuriti var fréttastofa undir Páli Baldvini, en hann ritstýrði henni ekki, enda það skilyrði sett af Elínu þegar skipu 1 agsbreytingar voru Neistaflug á fundi Á fundi á fréttastofu Stöðvar 2 í gær neistaði milli Elínar Hirst og annarra yfirmanna. Á fundinum voru ásamt tiltæk- um fréttamönnum og Elínu þeir Páll Baldvin Baldvinsson, Páll Magnússon, Jón ólafsson, Magnús Kristjánsson mark- aðsstjóri og Hreggviður Jónsson sem stýrir þróunarsviði. Þegar skipulagsbreytingar voru kynntar fyrir fréttamönnum kom fram greinilegur ágreiningur milli Elínar og yfir- mannahópsins á fundinum. „Þú ert með stríðsyfirlýsingar“ voru orð þeirra. Samkvæmt heimildum Dags-Tímans mun Ehn hafa svarað því að þeir hafi kastað stríðsöxinni. Páll Magnússon. gerðar. Fréttastofa verður nú sérsvið á Stöð 2. Jón Ólafsson verður áfram starfandi stjórn- arformaður og í raun útvarps- stjóri. „Ég tel að verið sé að auka sjálfstæði fréttastofunn- ar,“ segir Páll Magnússon. Elíii hætti Jón tók málið upp Jón Ólafsson fór að reifa skipu- lagsbreytingar á fréttastofunni við Elínu fyrir rúmum tveimur vikum. Elín segist hafa verið ósátt við þau áform að færa rit- stjórnarlegt vald yfir til annars manns. Það vald hafi Páll Bald- vin Baldvinsson fyrrum yfir- maður hennar ekki haft. Páll Baldvin var yfirmaður Elínar frá síðustu áramótum þegar skipulagsbreytingar voru gerð- ar. „Ég hafði fullt ritstjórnarlegt sjálfstæði og forræði yfir fjár- hags- og mannamálum" segir Ehn. Hverjar voru skýringar Jóns Ólafssonar? „Hann talaði Jón Ólafsson sjónvarps- sljóri Stöðvar 2 segir Pál Magnússon bestan. Málið er einfalt. Páll Magnússon rak bestu fréttastofu sem til var, hann náði að virkja sitt fólk, þannig að því þótti gaman að mæta til vinnunnar. Við hlökk- um til að sjá Pál sýna gamla, góða takta,“ sagði Jón Ólafsson, sjónvarpstjóri Stöðvar 2, í sam- tali við Dag-Tímann í gærkvöld. „Hins vegar yerð ég jafn- framt að segja að það er mikil eftirsjá í Ehnu Hirst. Það eru fá- ir fréttamenn betri en hún. Ég harma það að hún skuh kjósa þessa leið,“ sagði Jón. Jón sagði það út í hött að El- ínu hafi verið borið eitt eða annað á brýn eða hún sökuð um eitt eða neitt. „Ég hef gert það eina sem ég mun gera, það er að ráða nýjan fréttastjóra, sem á samkvæmt nýju stjórnskipulagi að taka við hlutverki fyrri yfirmanns Elínar, sem var Páll Baldvin Baldvins- son. Elín taldi sig ekki geta sætt sig við þá lendingu, þó reyndum við allt sem í okkar valdi stóð. Jón Ólafsson. Við buðum Elínu sama starf og hún hefur gegnt, líka að fara í þáttagerð. Því miður taldi hún sig ekki geta þegið þau boð,“ sagði Jón Ólafsson. Jón segist aldrei nokkru sinni hafa skipt sér af frétta- stofu Stöðvar 2, utan einu sinni að hann hringdi í fréttastofu og lét vita af slysi austanfjalls. Hann segir það ljóst að það sé grundvallaratriði að fréttastof- an hafi sjálfstæði. Jón Ólafsson segir að sjálf hafi Elín ítrekað lýst því yfir í fjölmiðlum að hann hafi aldrei haft afskipti af sínum störfum. -JBP

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.