Dagur - Tíminn - 18.10.1996, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn - 18.10.1996, Blaðsíða 10
10 - Föstudagur 18. október 1996 4Ditgur-®mnmt KNATTSPYRNA íslensku landsliðin í búningum frá Reusch? Samningur KSÍ og Heild- verslunarinnar Austur- bakka, sem meðal annars er umboðsaðili fyrir Nike og ABM, er runninn út og ljóst er að hann verður ekki endurnýj- aður. íslensku landsliðin hafa ekki verið með neinn samning á undanförnum vikum og glöggir áhorfendur á leik karlaliðsins gegn Rúmenum í síðustu viku hafa eílaust veitt því athygli að leikmenn íslands voru ekki í búningum frá ABM, heldur frá þýska framleiðandanum Reusch. Umboðsaðili Reusch hér á landi er eignarhaldsfélagið Sportey, en þýska fyrirtækið hefur á undanförnum árum verið þekkt fyrir framleiðslu á ýmsum búnaði fyrir markverði, svo sem hlífum og hönskum og búningum. Minna hefur farið fyrir almennum keppnisbúning- um frá fyrirtækinu. Knatt- spyrnusambandið hefur ekki kynnt ijölmiðlum nýjan bún- ingasamning, en það verður lík- lega gert á næstunni. KNATTSPYRNA • Háttvísi ÍBV og Stjaman prúðust Háttvisverðlaun afhent Knattspyrnusamband íslands og VISA-ísland afhentu f gær viðurkenningar fyrir háttvisi, innan vallar sem utan. Á myndinni má sjá verðlaunahafa ásamt þeim sem að viðurkenningunum stóðu. Frá vinstri: Eggert Magnússon form. KSÍ, Þórður Jónsson hjá VISA-ísland, Rósa Dögg Jónsdóttir hjá Stjörnunni, Svavar Sigurðsson form. knattspyrnud. Grindavíkur, Sigurlín Jónsdótt- ir, Vanda Sigurgeirsdóttir, Bjarni Jónsson, Jón Gauti Dagbjartsson sem tók við verðlaunum fyrir föður sinn, Haukur Magnús- son Köttari, Sigurður Jóhannsson frá Reyni Sandgerði, Guðmundur Jensson frá ÍBV og Ágústa Ágústsdóttir frá VISA-ísland. Mynd: S Knattspyrnusambandið og Visa fsland, veittu í gær háttvísisverðlaunin, sem eru viðurkenningar fyrir prúð- an og drengilegan leik á síðasta keppnistímabili. Eyjamaðurinn Hlynur Stefánsson fékk viður- kenningu sem 'prúðasti leik- maður 1. deildar karla og í 1. deild kvenna varð Sigurlín Jónsdóttir úr KR fyrir valinu. ÍBV var prúðasta iiðið í 1. deild karla í sumar og Stjarnan í 1. deild kvenna. UM HELGINA Körfuknattleikur Lengjubikarinn Föstudagur Þór-ÍR kl. 20 KFÍ-Skallagrímur kl. 20 UBK-Tindastóll kl. 20 Snæfell-Keflavík Laugardagur Grindavík-ÍS kl. 16 UMFN-Valur kl. 16 KR-ÍA kl. 16 Haukar-Þór Þorl. kl. 13:30 Sunnudagur Skallagrímur-KFÍ kl. 20 Keflavík-Snæfell kl. 20 Tindastóll-UBK kl. 20 ÍR-Þór kl. 16 Handbolti Föstudagur 1. deild kvenna: Haukar-ÍBA 18:15 Valur-ÍBV 19 2. deild karla: ÍH-Þór 20 Laugardagur 1. deild kvenna: Fram-ÍBA 16:30 KR-Fylkir 14:30 Víkingur-FH 2. deild karla 16:30 Ármann-Víkingur 18:30 Hörður-HM 13:30 Keflavík-Þór 14:00 KR-Breiðablik 16:30 Sunnudagur 2. deild karla: Ögri-Fylkir Kraftlyftingar: 15:30 Opna Akureyrarmótið í kraftlyft- ingum verður haldið í íþróttahöll- inni á morgun. Mótið hefst klukk- an 13. Ellefu keppendur eru skráðir til leiks. Karate íslandsmótið í karate verður haldið á laugardaginn og hefst klukkan 15 í íþróttasal Víðistaða- skólans í Hafnarfirði. Boccia íslandsmótið í einstaklingskeppni í boccia verður haldin í dag og á morgun í íþ róttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ. Móts- setning verður klukkan 15:30. Tveir leikmenn sem sett hafa mikinn svip á íslenska knatt- spyrnu á undanförnum árum, fengu viðurkenningar fyrir að vera góðar fyrirmyndir á glæst- um ferli. Það eru þau Vanda Sigurgeirsdóttir úr Breiðabliki og Bjarni Sigurðsson úr Stjörn- unni. Tvö félög af Suðurnesjum, Grindavík og Reynir Sandgerði, fengu viðurkenningar fyrir að- stöðu og uppbyggingu knatt- spyrnunnar. Þá fékk Dagbjartur Einarsson frá Grindavík viður- kenningu fyrir áhuga og stuðn- ing og sömuleiðis stuðnings- mannafélag Þróttar, sem geng- ur undir heitinu „köttararnir." Þetta er í sjötta sinn sem veitt eru háttvísiverðlaun hér á landi, en átakið hófst með komu Pele hingað til lands, fyr- ir fimm árum. Tveir íslenskir landsliðs- menn með dönskum liðum Tveir landsliðsmenn í blaki gengu nýlega til liðs við dönsk 1. deildarlið. Það eru þeir Ólafur Heimir Guð- mundsson, einn besti leikmaður fslandsmeistara Þróttar á síð- asta ári sem mun leika með Danmerkurmeisturunum Gent- ofte og Einar Sigurðsson úr Stjörnunni sem mun spila með Lyngby. Báðir eru þeir rúmlega tvítugir að aldri og voru „upp- HANDKNATTLEIKUR • 1. deild karla ÍR-ingar mjög óhressir með aðstöðuna hjá KA IR-ingar eru mjög óhressir með þá aðstöðu sem þeim var boðið uppá í KA- heimilinu, fyrir leik og í leik- hléi á viðureign Uðsins gegn KA í 1. deUd karla í hand- knattleik í fyrrakvöld. Matthías Matthíasson, þjálfari ÍR-inga, segir að liðið hafi ekki fengið það næði og þann frið sem nauðsynlegur er í svona leikjum, ekki bara fyrir þá, heldur öU félög. í leikhléi hafi til að mynda menn verið að nota sturtu- klefann, sem tilheyrði þeirra búningsklefa. „Það er mjög nauðsynlegt að hafa leikhléið til að koma inn, slappa af og halda ein- beitingunni þar og hlaða batteríin fyrir seinni hálfleik. Ég hef aldrei upplifað það áð- ur að það hafi ekki verið hægt og þetta var bæði dónaskapur og virðingarleysi af hálfu KA. Afsökunin sem við fengum var sú að væri mikið um að vera f húsinu, en þeir eiga skUyrðislaust að sjá til þess að aðkomuliðin fái frið. Fyrir heimaleiki hjá okkur í Selja- skóla er öUu frestað og að- komuliðið fær þar sinn klefa og frið. Við þurfum kannski að endurskoða það hvað við bjóðum liðum upp á í fram- tíðinni, a.m.k. þeim liðum sem koma fram við okkur eins og KA- menn gerðu. Mér datt það í hug strax eftir leik- inn að þetta hefði verið gert markvisst til að trufla okkur, en ég er ekki eins viss í minni sök nú,“ sagði Matthías. PáU Alfreðsson, formaður handknattleiksdeUdar KA, sagðist ekki hafa heyrt á mál- ið minnst, en það væri frum- skilyrði að aðkomuliðið fengi sinn klefa, eitt og óskipt. „Við höfum meira að segja vaktað ganginn og ekki hleypt neinum inn á hann auk kiðanna ekki hleypt neinum inn á hann nema forráða- mönnum liðanna og blaða- mönnum. Ég mun ræða við forsvarsmenn KA-heimilisins til að fyrirbyggja að þetta endurtaki sig ekki,“ sagði Páll. GG götvaðir" af dönsku liðunum á Norðurlandamóti U-18 ára í fyrra. Stjörnumenn munu einnig leika án Gottskálks Gissurarson- ar í vetur. Fyrstu leikirnir í 1. deild karla fara fram í kvöld. KA- menn, sem höfnuðu í neðsta sæti deildarinnar á síðasta keppnis- tímabiU koma mun sterkari til leiks í haust. Guðbergur Egill Eyjólfsson, uppspilari sem lék með HK í fyrra er genginn til liðs við KA sem mætir Islands- og bikarmeisturum Þróttar í kvöld í KA-heimilinu, en Pétur Ólafsson, einn reyndasti spilari KA-liðsins verður í leikbanni vegna refsi- stiga, í fyrsta sinn á ferlinum. Þá taka Stúdentar á móti Þrótti Neskaupstað og hefjast báðir leikirnir klukkan 20. Fjórir erlendir leikmenn verða í deildinni í vetur og þrír þeirra frá Búlgaríu. Zdravko Demirev verður með Stúdentum, en hann hefur búið hér á landi sl. Qögur ár og á meira að segja þrjá landsleiki að baki, þrátt fyr- ir að hann sé enn ekki orðinn ís- Ienskur ríkisborgari. Apostolev Apostolev leikur með Þrótti Nes- kaupstað og Stjarnan bíður eftir því að fá til liðs við sig Hristo Stoyanov, margreyndan ref, sem meðal annars hefur leikið á ítal- íu. Þá tefla KA-menn fram rúss- neska spilaranum Alexander Ko- urtneev sem lítið lék með í fyrra vegna meiðsla. Breytingar á alþjóðareglum í blaki taka gildi á Islandsmótinu. Helsta breytingin er sú að 20% minni þrýstingur verður á keppnisboltanum nú, heldur en verið hefur. GOLF Birgir Leifur kominn með + 2 í forgjöf Islandsmeistari karla í golfi, Birgir Leifur Hafþórsson úr Leyni er forgjafarlægsti kylf- ingur landsins, en hann er með +2 í forgjöf, sem er ein besta forgjöf sem íslenskur kylfingur hefur náð, en Birgir Leifur lækkaði sig um 0,9 í forgjöf, frá síðasta ári. Sex kylfingar eru með 0 í leikforgjöf eða minna, sem er það sama og fyrir tíma- bilið. Athygli vekur árangur Birgis Haraldssonar, unglinga- meistarans frá Golfklúbbi Akur- eyrar, en hann lækkaði sig um hvorki meira né minna en þrjá heila, úr 4,3 í 1,3 í reiknaðri forgjöf. Óvenju margir kylfingar eru með landsforgjöf, íjóra eða minna í karlaflokki eftir sumar- ið, eða 58 talsins. Sú tala er þó birt með fyrirvara, þar sem ekki er búið að reikna saman alla hringi, auk þess sem nokkrir hringir hafa ekki borist til Golfsambandsins. Forgjafar- lægstu kylfingar landsins eru nú þessir: Meistaraflokkur karla: Birgir L. Hafþórsson, GL +1,9 Kristinn G. Bjarnas., GL +0,8 Örn Æ. Hjartarson, GS +0,6 Sigurpáll G. Sveinsson, GA 0,0 Þórður E. Ólafsson, GL 0,1 Björgvin Sigurb.son, GK 0,2 Guðm. Sveinbj.son (atv.m) 0,9 Birgir Haraldsson, GA 1,3 Þorst. Hallgrímsson, GV 1,3 Björgvin Þorsteinsson, GA 1,4 Helgi Þórisson, GS 1,4 Meistaraflokkur kvenna: Karen Sævarsdóttir, GS 3,4 Herborg Arnarsdóttir, GR 4,1 Ólöf M. Jónsdóttir, GK 4,1 Þórdís Geirsdóttir, GK 4,3 Ásgerður Sverrisd., GR 7,8

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.