Dagur - Tíminn - 18.10.1996, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn - 18.10.1996, Blaðsíða 7
ÍDctgur-CEínrtmt Föstudagur 18. október 1996 - 7 ERLENDAR FRÉTTIR Rússland Bandaríkin Guatemala Bandaríkin Evrópuráðið KVIKMYNDA- KLÚBBUR AKUKEYRAR frumsýnlr Króatía fær aðíld að Evrópuráðinu Hinir írambjóðend- urnir“ mega líka Bill Clinton og Bob Dole ræddust við í beinni sjónvarps- útsendingu í fyrrinótt. Strax á eftir fengu þrír aðrir forsi frambjóðendur___ opna munninn í beinni. ohn Hagelin frá Náttúru- lagaflokknum, Harry Brown frambjóðandi Frjálshyggjuflokksins og How- ard Philips frambjóðandi Flokks bandarískra skattgreiðenda fengu að láta ljós sitt skína í sjónvarpsþættinum „Larry King Live“ á CNN sjónvarpsstöðinni í fyrrinótt, strax eftir að „stóru frambjóðendurnir" tveir, Bob Jole og Bill Clinton, höfðu lokið sér af. Milljarðamæringurinn Ross Perot var ekki með að þessu sinni, en hann fékk sér- stakan þátt hjá Larry King eftir fyrri umræðufund Clintons og Dole þann 6. október sl. Raunar eru á þriðja hundrað manns opinberlega skráðir í framboð til forsetaembættis Bandaríkjanna að þessu sinni, og kvarta þeir allir meira eða minna undan því að það sé undarlegt lýðræði sem veiti að- eins tveimur frambjóðendum raunverulegan möguleika á því að komast í þetta æðsta emb- ætti þjóðarinnar. -gb Stórslys áfót- boltavelli Að minnsta kosti 83 manns létust og u.þ.b. 180 að auki hlutu al- varleg meiðsl í troðningi sem myndaðist á fótboltavelli í Guatemala í gær. Þessi hörmulegi atburður gerðist um klukkustund áður en landsleikur milli Guatemala og Costa Rica átti að hefjast, en reynt hafði verið að hleypa allt að 60 þúsund manns inn á völlinn í tilefni leiksins, þrátt fyrir að völlurinn taki ekki nema 45.800 manns. Fótboltasambandi Guate- mala hefur verið kennt um hvernig fór, en meiningin er að fram fari opinber rannsókn á því hverjir bera ábyrgð á því að reynt var að troða svo mörgum inn á völlinn. „Hvaða máli skiptir fótbolti núna?“ spurði Horacio Cordero, þjálfari lands- liðs Guatemala, eftir atburðinn. -gb Jeltsín rekur Lebed Boris Jeltsín sagði blaða- mönnum í gær að hann væri búinn að fá nóg af Alexander Lebed og þeim styrr sem staðið hefur í kringum hann meðal rússneskra ráða- manna. Hann hefði því vikið honum úr embætti yfirmanns öryggismála í Rússlandi, enda ástandið orðið gjörsamlega óþolandi. Þessi tilkynning kom aðeins degi eftir að Anatoly Kulikov innanríkisráðherra sakaði Lebed um að stefna að valdaráni. Lebed sagðist munu halda áfram í stjórnmálum þrátt fyrir þetta. „Ég hef ekki áhyggjur, ég hef aldrei beðið um neitt og mun aldrei biðja um neitt,“ sagði hann. Hann hefur harð- neitað öllum ásökunum um að vera reyna að ná völdum á óheiðarlegan og ólöglegan hátt. Viktor Tsjernómyrdin utanríkis- ráðherra hefur líka lýst því yfir að hann trúi ekki á valdaráns- ásakanirnar. -gb Sveitarstjórnarmenn, forsvarsmenn fyrirtækja, félaga og stofnana Alþingismenn Norðurlandskjördæmis eystra verða til viðtals dagana 21., 22. og 24. október 1996 sem hér segir: Mánudagur 21. október: Húsavík kl. 09.30 Hótei Húsavík Laugar kl. 15.00 Skrifstofa hreppsins Mývatnssv. kl. 17.00 Hótel Reynihlíð Þriðjudagur 22. október: Þórshöfn kl. 12.00 Hafnarbarinn Raufarhöfn kl. 15.00 Hótel Norðurljós Kópasker kl. 17.30 Öxi Fimmtudagur 24. október: Dalvík kl. 09.30 Ráðhúsið Hrísey kl. 11.45 Skrifstofa hreppsins Akureyri kl. 14.00 Hótel KEA Þeir sem óska að nýta sér þetta hafi samband við skrifstofu ofangreindra sveitarfélaga eftir því sem við á og panti tíma eigi síðar en 2 dögum fyrir auglýstan við- talstíma. Alþingismenn Norðurlandskjördæmis eystra. „Friðþægingardagur“ Ari eftir „Milljón manna gönguna“ boðaði hinn umdeildi Louis Farrak- han til „Friðþæginardags". Þús- undir svartra karla, kvenna og barna mættu. Farrakhan var ómyrkur í máli eins og fyrri daginn og út- húðaði Bandaríkjunum í öðru orðinu og hrópaði til Guðs í hinu. „Bandaríkin eru í fremstu röð í heiminum hvað varðar morð, nauðganir, glæpi, fíkni- efni og vændi," þrumaði hann yfir áheyrendum sínum í tæp- iega þriggja klukkutíma langri ræðu. „Þið eruð ómerkilegasta, menningarsnauðasta og dýrs- legastaþjóð ájarðríki.“ Ólíkt fundinum í fyrra var svörtum karlmönnum að þessu sinni boðið að mæta með eigin- konu og börn á fundinn, sem haldirn var rétt við höfuðstöðv- ar Sameinuðu þjóðanna í New York. Athygli vakti að Winnie Mandela sást á sviðinu en tók ekki til máls. Samstarfsmaður hennar las upp ræðu hennar í staðinn. Skipuleggjendur fund- arins sögðu að bandarísk og suður-afrísk stjórnvöld hefðu bannað henni að tala á fundin- um, en bandaríska utanríkis- ráðuneytið neitaði því. -gb NEPANJARPAR Nasstkomandi sunnudag mun Kvikmynílaklúbbur Akureyrar (KVAK) sýna myndina Neðan- jarðar(Underground). Sýnt verður í öorqarbíói og hefst sýning kl. 17.00. Neðanjarðar er eftir leikstjór- ann Emir Kusturica sem kunnastur er fyrir kvikmynd- irnar „Arizona Dream“ og „Time of the Gypsies". Neðanjarðar hlaut Gull- pálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1995. Evrópuráðið samþykkti í gær að veita Króatíu aðild að ráðinu, en leiðtogar Króatíu höfðu fallist á að hlíta skilyrðum Evrópuráðsins fyrir aðild í einu og öllu. Það þýðir meðal annars að Króatía hefur heitið fullri samvinnu við al- þjóðlega stríðsglæpadómstólinn í Genf, auk þess sem dauðarefs- ing verði aldrei í lög leidd og frelsi ijölmiðla verði virt í hví- vetna. Króatía verður þar með 40. aðildarríki Evrópuráðsins, sem var stofnað árið 1949. Það var fyrir tilstilli Evrópuráðsins sem Mannréttindasáttmáli Evrópu var samþykktur og undir ráðið heyra bæði Mannréttindanefnd Evrópu og Mannréttindadóm- stóll Evrópu. -gb FIVIIM Flutningamiðstöð Norðurlands Óseyri 1a - 600 Akureyri. Sími: 462-2624 Frá og með 22. október verður tekin upp vetraráætlun til Sigluflarðar hjá FMN. Breyting áætlunnar er sem hér segir. Akureyri - Sigluíjörður kl. 06:00 þriðjudaga vörumóttaka daginn áður milli 8:00-16:00 fimmtudaga vörumóttaka daginn áður milli 8:00-16:00 föstudaga vörumóttaka daginn áður milli 8:00-16:00

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.