Dagur - Tíminn - 18.10.1996, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn - 18.10.1996, Blaðsíða 6
6 - Föstudagur 18. október 1996 jPagurÁCtmmn HEILBRIGÐISMAL Ingíbjörg Pálmadóttír. Sá sem borgar stjórni rekstri Eðlilegra að ríkið sem leggur til allt fjármagnið sæi líka um reksturinn á Sjúkrahúsi Reykja- víkur. Iumræðum um rekstur Sjúkra- húss Reykjavíkur undanfarnar vikur og mánuði hafa ýmsir m.a. varpað fram þeirri spurn- ingu hvort eðlilegra væri að fjár- hagsleg ábyrgð og fagleg færu saman. Dagur-Tíminn ilutti heil- brigðisráðherra, Ingibjörgu Pálmadóttur, þessa spurningu og nokkrar aðrar viðvíkjandi rekstri SR. „Reykjavíkurborg rekur SR formlega en ríkið fjármagnar reksturinn. Stjórnunarlega séð tel ég það mikla spurningu hvort slíkt fyrirkomulag sé heppilegt. Það væri eðlilegra, að ríkið, sem leggur til allt Qármagnið, sæi líka um reksturinn". - Hvernig má það vera að stór- fé vanti í rekstur sjúkrahússins aðeins 2-3 vikum eftir að samið var um óbreyttan rekstur út árið? „Það er ljóst að mörg svið inn- an sjúkrahússins hafa verið um- fram þær áætlanir sem við feng- um upp gefnar frá SR fyrir rúm- standast ekki. Það olli okkur öll- um sem stóðum að þessum samn- ingi verulegum vonbrigðum". - Er kannski illgerlegt að reka sjúkrahús undir endalausum kröfum um sparnað og sérstakar ráðstafanir? „Það verða auðvitað sífelldar breytingar í rekstri 99 Til grundvallar samkomulaginu 28. ágúst lágu áœtlanir frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Fáum vikum síðar kemur í Ijós að þœr standast ekki. Það olli okkur öllum sem stóðum að þessum samningi verulegum vonbrigðum. ií um mánuði síðan. Þær áætlanir sem sjúkrahúsið gerði sjálft hafa því ekki staðist. Þann 28. ágúst sömdum við um óbreytta þjónustu út árið, gegn því að SR fengi 230 milljón kr. aukafjárveitingu í reksturinn og 147 milljónir til framkvæmda, til viðbótar því sem fjárlög ársins segja til um. Til grundvallar þessu samkomulagi lágu áætlanir frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Fáum vikum síðar kemur í ljós að þessar áætlanir sem SR gerði um eigin starfsemi sjúkrahúsa. Hin öra tækniþróun gerir það t.d. að verkum að menn eru alltaf að leita hagkvæmari lausna. En það er mjög erfitt fyrir hvaða stofnun sem er ef mikið er um skyndilausnir. í samkomulag- inu frá 28. ágúst var framtíðarsýn um samræmingu milli deilda og samhæftngu, sem er framtíðin í þessum rekstri. Og ég á von á að það samkomulag standi, þó svo að fyrr hafi verið gripið til ým- issar hagræðingar heldur en gert var ráð fyrir“. - Eru stjórnendur SR hugsan- lega í andstöðu við sparnaðar- áformin og/eða áhugalausir um að framfylgja hagræðingarkröfum sem engan enda taka? „Ég held að stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur vinni sín verk vel og samviskusamlega. Hún er auðvit- að undir mikilli pressu eins og stjórnir stóru sjúkrahúsanna eru. En ég trúi ekki að um neina upp- gjöf sé að ræða. Það var t.d. al- menn ánægja með samkomulagið í ágúst, þótt að einhverjir hafi sjálfsagt haft eitthvað við það að athuga eins og allt sem gert er. En menn lýstu samt almennri ánægju og litu þá til bjartari framtíðar“, sagði Ingibjörg Pálmadóttir. Kristín Á. Qlafsdóttir Stjóm spítalans stóð í góðri trú Bráðavandi Sjúkra- húss Reykjavíkur í september virðist stafa af því að yfir- menn hafa ekki farið að mjög ákveðnum fyrirmælum stjórnar spítalans, um stíft að- hald í rekstri, eftir þau hættuteikn sem staðan eftir fyrstu 5 mánuðina leiddi í Ijós. Stjórnarformaður Sjúkrahúss Reykjavíkur, Kristín Á. Ólafs- dóttir, var eins og heíibrigð- isráðherra spurð hvort eðlilegra væri að fagleg og ijárhagsleg ábyrgð færu saman, þ.e. að sá sem borgar sjái líka um stjórnun- ina. „Ég tel að það væri hægt að fella þetta saman, ijárhagslega og faglega ábyrgð ef að þjónustu- samningar væru í gildi á milli Reykjavíkurborgar, sem rekstrar- aðila, og ríkisins. Og þá færi þetta betur saman en það gerir með núverandi fyrirkomulagi". - Hvað breyttist svo snögglega eftir að gengið var frá samning- um, þann 28. ágúst, um óbreyttan rekstur til áramóta? Hvernig stendur á þeim vanda sem virtist dúkka upp aðeins 2-3 vikum seinna? „Þegar staðan eftir fyrstu fimm mánuði ársins lá fyrir snemma í júlí, fengu stjórnendur mjög ákveðin fyrirmæli um að þeir yrðu að bregðast við og halda vel utan um reksturinn, því ákveðin ljós, að sumar deiidir og sum svið spítalans höfðu farið talsvert fram úr áætlunum. Það sáum við hins vegar ekki í ágústmánuði, þegar samkomulagið var gert. Launa- kerfið hjá okkur er m.a. þannig að yfirvinna, t.d. í júlí er ekki greidd fyrr en um mánaðamótin ágúst/sept. Þannig að staðan janúar—júlí er ekki ljós fyrr en í byrjun september. Stjórn spítalans stóð síðan í þeirri trú að mjögfast vœri haldið utan um reksturinn, enda fengum við engar aðvaranir frá stjórnendum sviða og deilda, þannig að við hefðum ástœðu til að œtla að allt stefndi langt fram úr fyrri áœtlun“. hættuteikn voru þá komin fram. Stjórn spítalans stóð síðan í þeirri trú að mjög fast væri haldið utan um reksturinn, enda fengum við engar þær aðvaranir frá stjórn- endum sviða og deilda, að við hefðum ástæðu til að ætla að allt stefndi langt fram úr í rekstrin- um. Þær tölur sem unnið var með, þegar embættismenn voru að undirbúa samkomulagið í ágúst, voru að sjálfsögðu þær réttustu sem þá lágu fyrir. Þá var staðan metin svo, að tæplega 250 milljónir vantaði upp í reksturinn. Þegar svo staðan eftir fyrstu sjö mánuðina lá fyrir, í kringum 10. september, kom einfaldlega í - Er það kannski illgerlegt að reka sjúkrahús undir stöðugum kröfum um sparnað og sérstakar ráðstafanir? „Ég tel það morgunljóst, að ástand eins og sjúkrahúsið hefur búið við í ár er ekki líðandi. Það er ekki hægt að stunda eðlilega starfsemi, m.a. ekki endilega stjórnun þegar svona er þrengt að. Því kraftar stjórnenda fara þá í það að framkvæma það ófram- kvæmanlega, þ.e.a.s. að koma með tillögur um sparnað sem ganga þvert á þá ábyrgð sem stjórnendur hafa gagnvart sjúk- lingum. Sá tími og sú orka sem fer í að finna þessar leiðir og framfylgja þeim, ætti að nýtast í eðlilegri stjórnunarstörf en þetta. Sameiningarvinna vegna Landa- kots, hefði líka ein og sér verið ærin vinna á þessu ári, þótt ekki hefði bæst við glíman við það 400 milljóna gat sem við blasti í upp- hafi ársins“. - Eru stjórnendur Sjúkrahúss Reykjavíkur kannski farnir að vinna á móti sparnaðaráformun- um — eða orðnir áhugalausir að framfylgja kröfum sem engan enda taka? „Um það ætla ég ekki að full- yrða eitt né neitt, en veit að bæði stjórnendur og starfsmenn eru orðnir afskaplega þreyttir og ósáttir við þetta ástand. Ég trúi því að stjórnendur taki sitt ábyrgðarhlutverk mjög alvarlega og reyni að vinna samkvæmt bestu samvisku út frá þessu tvö- falda ábyrgðarhlutverki; annars vegar gagnvart peningunum og hins vegar gagnvart sjúklingun- um. Og sú ábyrgð er mjög þung hjá faglegum stjórnendum".

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.