Dagur - Tíminn - 18.10.1996, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn - 18.10.1996, Blaðsíða 2
2 - Föstudagur 18. október 1996 JOagur-Œtmrtm F R E T T I R Heiti Potturinn Það hefur vakið talsverða athygli að á verkefnaskrá Sinfóníuhljómsveitarinnar er verk eftir Árna Johnsen, enda hefur þetta orðið tilefni blaða- skrifa. í pottinum heyrist að samnefndarmenn Árna í fjár- laganefnd láti sér hvergi bregða og segist öllu vanir þegar kemur að því að menn reyni að hafa áhrif á fjárveit- ingar nefndarinnar. Leikurinn sé augljóslega til þess gerður að „impónera" fjárlaganefnd - að einn úr nefndinni sé tón- skáld - til þess að fá aukafjár- veitingu til Sinfónlunnar... Langholtskirkjumálin eru enn rædd af kappi í heita pottinum. Frést hefur að Helga Soffía Konráðsdóttir hafi sótt um stöðuna hans Flóka og þess utan hefur flog- ið fyrir að Pétur Maack hafi sótt um. Pottverjar hallir undir Svartstakkana töldu einsýnt að þar gætu orðið sögulegar sættir - Pétur fengi hliðarsal- ina undir áfengisvarnarsam- komur en organistinn fengi áfram að hafa kirkjuskipið undir orgelið og kórinn.. Þá voru menn að ræða hvernig kjaftasögurnar magnast í höfuðborginni. Blaðamaðurinn í pottinum tók dæmi af sögunni sem flogið hefur um bæinn og var orðin svo útbreidd að farið var að hringja hana inn á blöðin sem fréttaskot. Það er sagan um Þorstein Davíðsson (Odds- sonar) og Birtu Flókadóttur (Kristinssonar) sem sögð voru vera par. Þeir pabbarnir, Davíð og Flóki, áttu að hafa ákveðið að leysa Langholtskirkjumálið en til þess þurfti Davíð fulltingi Þorsteins Pálssonar kirkju- málaráðherra. Þorsteinn átti síðan að hafa fallist á lausnina gegn því að Davíð styddi hann í kvótamálum á Lands- fundi. Flott saga, en gallinn er bara sá að Þorsteinn og Birta eru ekki par.... Akureyri Héraðsdómur Samherji hf. kaupir Onward Fishing Company Sölumál fyrirtækisins í höndum Seagold Ltd. sem Samherji stofnaði á sl. ári í Hull. ✓ tgerðarfélagið Samherji hf. á Akureyri hefur keypt 49% hlut í útgerð- arfyrirtækinu Onward Fishing Company í Hull, en fyrirtækið er rekið frá Aberdeen í Skot- landi. Pað á fjóra ferskfisktog- ara, sem hafa veiðiheimildir í Barentshafi, við Svalbarða, í Norðursjó og við írland, Fær- eyjar, ísland, Grænland og Kan- ada. Fyrirhugað er að í framtíð- inni reki fyrirtækið áfram fersk- fisktogara og einnig frystitog- ara þar sem aflinn verður unn- inn um borð. Onward Fishing er rótgróið fyrirtæki í sjávarútvegi í Bret- landi sem var stofnað árið 1901. Það hefur hin síðari ár verið í meirihlutaeigu Terry Taylor og hans Qölskyldu en Terry mun áfram starfa sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Samherji hf. hefur markvisst unnið að því að efla starfsemina erlendis og má þar nefna eign fyrirtækisins í Detsche Fisch- fang Union í Cuxhaven (DFFU), Framherja hf. í Færeyjum og Seagold Ltd. í Hull, sem Sam- herji hf. stofnaði ásamt DFFU, Framherja hf. og Gústafi Bald- vinssyni, en Seagold Ltd. mun annast sölu- og markaðsmál á ferskum og frystum fiski frá On- ward Fishing. GG Leikhúslíf Borgarnes Ekki klippt heldur gef- in viðvörun Lögregla er víða um land að klippa númer af bílum sem ekki hafa sinnt skoðunarskyldu eða eiga vangreidd bifreiðagjöld. Þannig er ekki óalgengt að í stærri kaupstöðum hafi tugir bifreiða- eigenda misst númer sín að undanförnu með æmum til- kostnaði og óþægindum. f Borg- arnesi er hafður annar háttur á, þar eru bifreiðaeigendur var- aðir við með álímdum miðum en ef þeirri viðvörun er ekki sinnt er að sjálfsögðu klippt. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi gefur þetta mjög góða raun, íbúar eru ánægðir og bregðast undantekningarlítið strax við. BÞ Lögbann sýslu- manns staðfest Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur staðfest lögbann sýslu- mannsins á Sauðárkróki við notkun Kaupfélags Skagfirðinga á vörumerkinu Arctic Grass, sem skráð er eign Sigurbjörns Á. Friðrikssonar í Varmahlíð. ✓ Idómnum var lögbann sýslumanns, frá í mars á þessu ári, við því að stefndi, þ.e. kaupfélagið, notaði umbúðir utan um grasköggla undir merkinu Arctic Grass hinsvegar fellt úr gildi - en því verður þó heimilt að klára fyr- irliggjandi umbúðir á innan- landsmarkaði. í dómnum var viðurkenndur eignarréttur Sig- urbjörns Á. Friðrikssonar á myndformi áðurnefnds vöru- merkis. Þegar lögbannskrafa Sigur- björns í þessu máli var tekin fyrir hjá sýslumanni fyrr á þessu ári lagði hann inn 400 þús.kr. sem tryggingafé, en þá peninga fékk hann hjá Skag- firðingum sem slógu í púkk honum til handa. Áfrýi kaupfé- lagið ekki þessari niðurstöðu héraðsdóms hyggst Sigurbjörn endurgreiða þessa peninga við fyrsta tækifæri. -sbs. Litið í bækur í leikhléi Sunna Brá Stefánsdóttir, ung Akureyrarsnót, hefur í mörg horn að líta. Fyrir utan að vera í skóla tekur hún þátt í uppfærslu Leikfélags Akureyrar á Dýrunum í Hálsaskógi, en frumsýnt er á laugardag. Fer Sunna með hlut- verk Lísu. Það er gott fyrir unga stúlku að nota tímann vel og Sunna Brá gluggar í skólabækurnar þegar hlé gefst frá stífum leikæfingum. Mynd: gs. FRÉTTAVIÐTALIÐ Samkynhneigðirfái sérstaka bæn Helgi K. Hjálmsson t gœr fór fram umrœða á Kirkjuþingi um slöðu samkynhneigðra gagnvart Þjóð- kirkjunni. Á leikmannastefnu sL vor voru þessi mál tekin fyrir og komu þá fram andstœðar fglkingar þar sem sitt sýndist hverjum. Á Kirkjuþingi í gær heyrðisl afl- ur aðeins einn tónn: Umburðarlyndi. Helgi K. Hjálmsson leikmaður flutti framsögu á Kirkjuþingi í gær. - Samkynhneigð og kirkja. Er þetta tímamótaumrœða á Kirkjuþingi? „Já það má segja það. Það var í júlí í ár sem skipuð var nefnd um guð- fræðileg, siðferðisleg og lagaleg rök er varða stöðu samkynhneigðra, þar sem fyrri nefnd um þetta hafði ekki skilað neinu af sér. í kjölfarið hefur verið unnin ítarleg greinargerð sem var kynnt í gær. Eins og þar kemur fram hafa málefni samkynhneigðra verið töluvert mikið í umræðunni að undan- förnu og sú umræða hefur oft verið til- fmningabundin og einkennst af sleggjudómum og upphrópunum á báða bóga. Samkynhneigðum er mis- munað hvað varðar atvinnu, húnsæði, menntun og í því að njóta grundvallar- mannréttinda. Kristin krafa um félags- legt réttlæti krefst þess að slíkt verði leiðrétt. Það er þörf á að hvetja til um- burðarlyndis í þessum efnum og algjör nauðsyn að málið sé rætt. Umræðan á þinginu í gær var mjög málefnaleg og hógvær." - Hvert verður framhaldið? Það var þakkað fyrir skýrsluna og nefndinni falið að vinna áfram að mál- inu og skila Kirkjuráði tillögum sem hægt er að leggja fyrir næsta Kirkju- þing. Það voru allir sammála um brýna nauðsyn þess að kirkjan mótaði stefnu og fram kom ósk um að helgi- siðanefnd myndi setjast á rökstóla og gera ritúal um bæn og blessun fyrir samkynhneigt fólk.“ - Sérstaklega fyrir samkyn- hneigða? „Já.“ - Skiptust kirkjuþingmenn ekki í tvö horn hvað þessa hluti varðar? Nei. Ekki núna. Ég var alveg hissa hve hógvær umræðan var. Engir sleggjudómar voru felldir, en e.t.v. eru ekki allir búnir að mynda sér skoðun á þessu. Það hefur ekki gefist mikill tími til að kanna innihald skýrslunnar. En mér sýnist að stefnan sé umburðar- lyndi og að athugað verði hvað hægt sé að gera til að koma til móts við þetta fólk.“ - Skarast það ekki á, að fylgja orð- um biblíunnar og sýna málum sam- kynhneigðra umburðarlyndi? „Það er nú svo að það er vitnað í biblíuna í þessari greinargerð á nokkr- um stöðum þannig að það er ekki allt einhlítt í þeim efnum.“ - Sérðufram á kirkjubrúðkaup hjá samkynhneigðum íframtíðinni? Nei. það geri ég ekki. Hins vegar getur kirkjan veitt þessu fólki blessun sína. En ef gefa á þetta fólk saman í kirkju þá stangast það hreinlega á við annað. Það er a.m.k. algjörlega á móti ritúalinu." BÞ

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.