Dagur - Tíminn - 18.10.1996, Blaðsíða 9
fDagurÁEtmmn
Þ JÓÐMÁL
Föstudagur 18. október 1996 - 9
AUir greiða, ekki bara sumir
aSvanfríður
Jónasdóttir
Með ákvörðun um upp-
töku veiðileyfagjalds er
verið að taka grundvall-
arákvörðun um það hvort til-
tekinn hópur á að fá ókeypis
veiðiheimildir í sameiginlegri
auðlind þjóðarinnar. Gæðin, hin
sameiginlega auðlind, eru tak-
mörkuð og hvernig á þá al-
mannavaldið að deila þeim út?
Á aðgangur að vera ókeypis eða
finnst okkur réttlátt að eitthvað
sé greitt fyrir? Og eiga þá allir
sem fá aðgang að greiða eða
bara sumir? Um það íjallar til-
laga þingflokks jafnaðarmanna,
um það þarf að taka hina pólit-
ísku ákvörðun. í greinargerð
tillögunnar eru nefnd ýmis
álitamál og aðferðir og getið
um þær hugmyndir sem helst
hafa verið ræddar meðal þeirra
sem hafa tekið þátt í málefna-
legri umræðu um veiðileyfa-
gjald á undanförnum árum og
áratugum.
Staðfesting á
þjóðareign
Þingflokkur jafnaðarmanna
hefur ekki tekið afstöðu til ein-
stakra aðferða við álagningu
veiðileyfagjalds. Við skilyrðum
þó ekki afstöðu okkar á Ðsk-
veiðistefnunni á hverjum tíma.
Réttlætisrökin í málinu eiga við
a.m.k. svo lengi sem um er að
ræða stjórnun fiskveiða úr sam-
eiginlegri auðlind og samkeppni
um að fá að nýta hana. Það er
þess vegna óskiljanlegt, og flótti
frá kjarna málsins að skilyrða
afstöðu sína til veiðileyfagjalds
breytingum á núverandi fisk-
veiðistjórnunarkerfi. Hvað ef
það ekki breytist á næstu ár-
um? Er ekki jafn ranglátt að til-
tekinn hópur fái að umgangast
auðlindina eins og sína einka-
eign í núverandi fiskveiðistjórn-
unarkerfi eins og í einhverju
öðru? Einu sinni var sagt, frek-
ar þann versta en þann næst-
besta. Er það viðhorf þeirra
sem skilyrða stuðning við veiði-
leyfagjald breytingum á fisk-
veiðistj órnunarkerfinu?
Kvótakerfi með
veiðileyfagjaldi er
réttlátara
Hvað sem mönnum kann að
finnast um kvótakerfið og rétt-
læti þess, þá er kvótakerfi með
veiðileyfagjaldi bæði heppilegra
og réttlátara fyrirkomulag en
kvótakerfi án veiðileyfagjalds.
Réttlátara af því að þá er greitt
fyrir aðganginn að sameiginlegri
auðlind þannig að eigandinn,
þjóðin, er virtur. Það er líka
auðveldara að afturkalla kvóta-
kerfi með veiðileyfagjaldi en án
þar sem gjaldið staðfestir eign-
arhald þjóðarinnar betur en nú-
' verandi löggjöf, en eins og menn
þekkja koma reglulega upp deil-
ur um t.d. rétt kvótahafa til veð-
setningar úthlutaðs aflamarks.
Eignaraðild útlendinga í útgerð
er staðreynd og þó um óbeina
eignaraðild eigi að vera að ræða
getur hún orðið
umtalsverð. Líka
þess -vegna er
nauðsynlegt að
staðfesta eignar-
hald þjóðarinn-
ar. Það sem síð-
an hlýtur að
skera úr um af-
stöðu manna,
auk réttlætis-
raka, er spurn-
ingin um hvort
almenn h'fskjör í landinu sýnast
verða betri við gjaldtöku. Ef
gjaldið er nýtt til að greiða þann
kostnað sem ríkissjóður verður
fyrir vegna þjónustu við sjávar-
útveginn og jafnvel til að efla
enn rannsóknir þá leiðir það til
betri lífskjara.
Skattlagning eða
ríkisstyrkur
Ef núverandi fyrirkomulag fest-
ist í sessi þá verður veiðiréttur-
inn eins og hver önnur eign og
nýjar útgerðir munu verða, og
hafa reyndar verið, að kaupa
sér veiðirétt á markaði og búa
þannig þegar við þau skilyrði
sem sumir útgerðarmenn eða
andstæðingar veiðileyfagjalds í
dag telja að útgerðin þoli ekki,
þ.e. að greiða fyrir veiðiheim-
ildirnar. Tillögur um veiðileyfa-
gjald byggja auðvitað á því að
myndast mun verulegur arður
af nýtingu fiskistofnanna ef
stjórnun veiðanna er skynsam-
leg. Nú þegar, með þeirri sölu
sem þegar er í gangi er verið að
taka út arð sem fer vaxandi,
það sýnir verðið á þeim veiði-
heimildum sem ganga kaupum
og sölum.
Bandarx'ski hagfræðingurinn
og Nóbelsverðlaunahafinn Gary
Becker, sem nú telst til sósíal-
ista samkvæmt skilgreiningu
Davíðs Oddsonar, líkir þeirri
aðferð sem Sjálfstæðisflokkur-
inn styður, þ.e. ókeypis úthlut-
un aflamarks sem síðan má
selja og leigja að vild, við ríkis-
styrk. f viðtali sem tekið var
þegar hann var í heimsókn hér
á landi á sl. ári gefur hann
kerfinu eftirfarandi einkunn:
„þeir sem upprunalega fengu
kvótann fá peningana. Þeir sem
reyna að komast inn í greinina
verða að greiða fyrir kvótann,
greiða þeim fé sem í upphafi
fengu hann afhentan frítt. Nýir
menn í greininni borga fyrir
réttinn. Þeir sem fengu kvótann
í upphafi eru þeir sem hlutu
ríkisstyrk.“ Hér er ókeypis út-
hlutun líkt Við ríkisstyrk til
þröngs hóps og mætti verða
okkur til umhugsunar sem höf-
um talið að shkt ætti ekki við í
ísl. sjávarútvegi.
Umræðan heldur
áfram
Það hefur verið athyglisvert og
upplýsandi að fylgjast með því
hvernig afstaða manna til veiði-
leyfagjalds hefur verið að koma
fram. Hvernig formaður Sjálf-
stæðisflokksins lagði línurnar
við setningu landsfundar og
sagði fylgjendum gjaldsins í
þeim flokki hvað má og þó aðal-
lega hvað ekki og þá ekki síður
þær opnanir sem formaður
Framsóknarfiokksins héfur ver-
ið með og þeir aðrir sem skynja
þá undiröldu sem er í málinu.
55 Gœðin, hin sameiginlega
auðlind, eru takmörkuð og
hvernig á þá almannavaldið
að deila þeim út? Á aðgang-
ur að vera ókeypis eða
finnst okkur réttlátt að
eitthvað sé greitt fyrir? II
Möðruvellir
Strengt á gömlum hrukkum!
Séra Pétur
Þórarinsson
LaufásU skrifar
gestaleiðarann
Inokkrar vikur hefur okkur
staðið til boða að grípa milli
handanna dagblað, sem
heitir því ófrumlega nafni Dag-
ur-Ti'minn. Þegar landsmönn-
um var ljóst að tvö dagblöð
hyggðust rugla saman reitum
sínum og heija sameiginlegan
búskap, þá bjó um sig viss eft-
irvænting, ekki síst meðal okk-
ar dreifbýlismanna, því ekki
hefur það didist neinum að hin
tvö stóru dagblöðin áttu sína
uppskeru að langmestu leyti í
landi þéttbýlisins í suðvestri.
Þetta tilhugalíf Dags og Tímans
var mjög í styttra lagi og á
augabragði komið á það stig að
hjúskapur í einni sæng var
staðreynd. Að vísu var sæng-
inni skipt á tvo staði, og fannst
okkur hér fyrir norðan slíkt
fremur hæpin ráðstöfun svona í
byrjun búskapar. Að manxú
læddist sá grunur að svo gæti
farið að svelgurinn í suðvestri
sogaði norðlenska hluta sæng-
urinnar suður yfir heiðar. En sá
beygur er nú að mestu á braut
úr minni hugsun, því starfsfólk-
ið hér fyrir norðan hefur sýnt
það og sannað að hér eru höf-
uðstöðvar blaðsins.
En hvernig æth þessi nýi
„hjúskapur" tveggja roskinna
blaða höfði til almennings? Ber
þessi samruni sömu þreytu-
merki og voru komin á blöðin
áður en samruninn varð? Eða
blása nú ferskir vindar þjóðlífs-
ins um síðurnar, þar sem frjáls,
málefnaleg og óheft skoðana-
skipti eiga sér stað?
Ég hef heyrt marga Norð-
lendinga tala með sárum sökn-
uði um þau örlög sem hið góða
blað Dagur hefði þarna hlotið,
og nú þurfi blaðið að hýrast í
daufri sæng Tímans, sem var
fyrir löngu dauður úr öllum
æðum og nánast ekkert eftir en
kalla í prestinn til að kasta rek-
unum. Að ganga í sæng með
slíkum veshngi gæti vart borið
neinn ávöxt.
Þeim saknaðargráti, sem
víða heyrist eftir að gamli Dag-
ur hvarf, finnst mér best lýst
með orðtakinu: Enginn veit
hvað átt hefur fyrr en misst
hefur!
Þau voru ekki mjög háfleyg
orðin um Dag sem maður
heyrði síðustu misserin sem
hann var einhleypur. Nei, flest-
ir kölluðu þetta innihaldslítið
pappírsgagn, sem tæki hámark
10 mínútur að lesa yfir, og það
þyrfti eitthvað verulegt að gera
til að hrista piparsveinabraginn
af blaðinu.
Og nú er gamli góði Dagur
búinn að hrista af sér feimnina
og kominn á kréik um allt land
bísperrtur með Tímann í eftir-
dragi. Ég held, þegar allri
íhaldssemi er sleppt, að þessi
ráðahagur hafi verið skynsam-
legur og muni gefa þjóðinni
möguleika á að handleika blað,
sem teygar sinn h'fskraft úr
þjóðlífi hinna dreifðu byggða.
En hvernig hafa fyrstu skref
þessa nýja blaðs virkað á mig?
í sannleika sagt bæði vel og
illa. Og sennilega er það gott að
áhrifin frá þessum nýja „dverg-
risa“ íslenskrar blaðaútgáfu
séu ekki einhlít, því ekki eru
allir með þá sömu skoðun og
hugmynd um dagblöð og ég.
Sumir vilja hafa blaðið djarft og
æsandi, en aðrir og að ég held
miklu fleiri vilja fá staðfasta og
heiðarlega þjóðmálaupplýs-
ingu, þar sem hinu sanna er
haldið á lofti og æsandi getgát-
ur í stíl DV settar undir stólinn.
Dagur-Tíminn er langt frá
því búinn að fullmóta sína
framkomu, og æði oft finnst
mér bera á ungæðislegum til-
burðum og jafnvel þroskalausri
framsetningu, þar sem málefni
er þeytt framan í lesandann án
þess að nokkur grunnur eða
heilsteypt rök séu málinu til
stuðnings.
En slík bernskubrek tel ég
að muni þroskast af blaðinu
um leið og ritstjórnin er búin
að staðsetja blaðið betur á
markaðnum, þ.e. þegar Dagur-
Tíminn er orðinn trúverðugt
ópólitískt málgagn, sem lætur
sig jafnt skipta hokur og þreng-
ingar sauðíjárbænda fyrir
norðan sem og eiturlyfjavand-
ann í Reykjavík.
Dagur-Tíminn hefur nú inn-
an sixma raða marga mjög
góða pistlahöfunda, sem skrifa
af þekkingu og festu um mál-
efni líðandi stundar,. en því
miður bólar líka á pistlaskrif-
um sem einkennast af skítkasti
og dómgreindarleysi. Slíka
pistlahöfunda þarf að skera og
setja aðra betri á.
Ritstjórn blaðsins þarf að
vera vakandi yfir þroskaleið
blaðsins og hafa staðfestu til að
gera þetta blað að vönduðum
og áreiðanlegum frétta- og
upplýsingamiðli, þar sem tvö
„mottó“ eru ráðandi: að „hafa
það sem sannara reynist" og
„aðgát skal höfð í nærveru sál-