Dagur - Tíminn - 09.11.1996, Side 2

Dagur - Tíminn - 09.11.1996, Side 2
TT 14 - Laugardagur 9. nóvember 1996 |Dagur-®tmimt Sólarmegin syngur á Sólon Sönghópurinn Sólarmegin hefur gefið út geisladisk og af því tilefni verður hópur- inn með tvenna tónleika á næstu dögum. Þeir fyrri verða á Sólon íslandus á morgun og þeir seinni í Hafnarborg á þriðjudaginn, klukkan 20:30 í bæði skiptin. Sólarmegin er áhugamanna- sönghópur á Akranesi og í hon- um eru 10 söngvarar. Hópurinn hefur starfað frá árinu 1990 og komið víða fram. Flest lögin syngur hann a cappella en þó bregður fyrir undirleik í ein- staka lagi. Á diskinum eru ís- lensk lög, erlend lög með nýjum íslenskum textum og erlend lög með upprunalegum texta; alls 20 lög. Hljómdiskurinn var tek- inn upp í vor og sumar og ann- aðist Sigurður Rúnar Jónsson upptöku og hljóðvinnslu. AI Sólarmegin syngur oftast a cappella en þó bregður fyrir undirleik í ein- staka lagi. Stjórnlaus bær og vélarvana Nýtt íslenskt barna- leikrit, Rúi og Stúi, verður frumsýnt í Höföaborginni á morgun. Leikfélag Kópavogs, sem fengið hefur inni í Höfða- borginni í Tryggvagötu í Reykjavík, hefur í samvinnu við leikstjóra sinn, Vigdísi Jakobs- dóttur, samið leikritið Rúa og Stúa. Þeir Rúi og Stúi eru upp- finningamenn snjallir og tókst þeim að búa til vél sem getur allt. Hún bakar, stoppar í sokka, býr til styttur, lagar allt sem brotnar og býr til hluti úr engu. Þeir Rúi og Stúi hafa ekki undan við að taka á móti pönt- unum frá bæjarbúum. Ku ástandið vera orðið svo slæmt að Hannes á Horninu nennir ekki einu sinni að þvo sokka sína heldur pantar bara sjö pör frá vélinni vikulega. Vélin er orðin ómissandi þarfaþing í þorpinu. En þegar bæjarstjórinn pantar styttu af sér til að setja á torgið dynja ósköpin yfir: vélin bilar í miðri aðgerð. Og bæjarstjórinn hverf- ur sporlaust. Neyðarástand skapast í bænum, bærinn verð- ur stjórnlaus og vélarvana og íbúarnir þurfa skyndilega að standa á eigin fótum. Hvernig þeir pluma sig í vél- arvana bæjarfélagi kemur svo í ljós á sýningu Leikfélagsins þar sem sjö leikarar reyna að fóta sig í ringulreiðinni. Ætli þrír klukkutímar séu nógu langur tími til að leysa lífsgátuna? Þeir sem mœta í Laxdalshús í dag komast að því en Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju stend- ur fyrir „heimspekilegu kaffi(<þar milli klukkan þrjú og sex. Mér kæmi nú ekki á óvart þótt við þyrftum að hitt- ast alla vega einu sinni enn og trúlegast er að þetta verði eilífðarverkefni. En það er kannski einmitt það sem gerir umræðuefnið svona spenn- andi,“ segir Svavar A. Jónsson, sóknarprestur í Akureyrar- kirkju en hann er ungmennun- um í Æskulýðsfélaginu innan handar. Kaffibollaspjallið er öllum opið. Þar verður hægt að kaupa kaffi og meðlæti og síðan mun Þórgnýr Dýríjörð, heimspeking- ingur, ílytja stuttan fyrirlestur undir yfirskriftinni: „Er rétt að trúa á Guð?“ Svavar segir þó umræðurnar á eftir ekki endi- lega þurfa að tengjast fyrir- lestrinum beint heldur bara því sem liggi mönnum helst á hjarta. „Við ætlum að hefja okkur upp úr dægurþrasinu og ræða ýmis grundvallaratriði sem skipta máli,“ segir hann. Svartur köttur Svavar telur eðlilegt fyrir kristi- leg félög að leita í smiðju heim- „Er rétt að trúa á Guð?“ spyr heim- spekingurinn Þórgnýr Dýrfjörð í Laxdalshúsi í dag. spekinga um vangaveltur um lífið og tilveruna og segir heim- spekina vera þá vísindagrein sem eigi mesta samleið með guðfræðinni. Engu að síður er munur á þessum tveimur fræði- greinum og Svavar rifjar upp ágætis dæmisögu um hvað greini þetta tvennt að. „Heimspeki er í því fólgin að leita að svörtum ketti inn í myrkvuðu herbergi með bundið fyrir augun og kötturinn er alls ekki í herberginu. Guðfræði er aftur á móti fólgin í því að leita að svörtum ketti inni í myrkv- uðu herbergi með bundinn fyrir augu og kötturinn er alls ekki í herberginu, en svo er allt í einu hrópað: Ég er búin að finna hann!“ y\I

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.