Dagur - Tíminn - 09.11.1996, Qupperneq 5

Dagur - Tíminn - 09.11.1996, Qupperneq 5
Jlagur-'SImmnt Laugardagur 9. nóvember 1996 -17 MENNING O G LISTIR Höfundar bókarinnar og aðrir sem unnu við útgáfu hennar komu saman í lok vikunnar til að fagna fyrstu eintökunum. Elli kerling rædd í þaula Allt sem þú vildir, eða vildir ekki, vita um ellina á að finn- ast í nýútkominni bók um Árin eftir sextugt. Hvort eru árin slitnar sagir sem sarga holdið hver dagur hrufótt tönn sem tœtir sárið svo holdtœgjur hanga við það einsog hálmtrefjar? Við fyrstu sýn myndu margir álíta þessar línur skrifaðar af karlægu gamalmenni á m'ræðis- aldri. Svo er þó ekki. Þessar hugleiðingar skrifaði Sigurður A. Magnússon þegar hann upp- götvaði að líf sitt væri á enda - á þrítugsafmælinu! Sigurður komst síðar að raun um annað og heldur því blákalt fram að árin eftir fimm- tugt hafi verið besta skeið ævi hans. Sigurður er einn 38 höf- unda að margkynja 719 bls. doðranti Forlagsins um árin eftir sextugt. Nokkuð kyndugt var að ganga inn í útgáfuhóflð sem haldið var höfundum í vikunni því í fyrstu sást vart nokkur maður á umræddu æviskeiði. Þeir reyndust þó vera þarna innan um og að sögn annars ritstjóra bókarinnar, Jakobs Smára, er aldursforseti höfund- anna „ern, skeleggur og skyn- samur maður“ Ólafur Jónsson að nafni en hann segir í bókinni frá Hagsmunasamtökum aldr- aðra. Markmið bókarinnar var að gefa heildarsýn yfir æviskeiðið eftir sextugt, allt frá hagnýtum upplýsingum til andlegra vangaveltna. Þegar ritstjórarnir hófu undirbúning verksins og skoðuðu evrópskar og banda- rískar bækur um þetta skeið þótti þeim inntakið oftast nær heldur yfirborðslegt. „En okkar sýn á íslendinginn yfir sextugt er að hann sé miklu læsari en þessar þjóðir sem eru í kring- um okkur. Hann vilji meira kjöt á beinið, fróðleik og skemmtan sem snýr ekki eingöngu að því að leysa úr tilteknum vanda- málum.“ Bókin er gríðarlega ljölbreytt og tekur á ýmsu sem snertir lífsfyllingu, heilsufar, hagsmuni, samfélagsleg hlutverk o.s.frv. Höfundarnir eru úr ólíkum átt- um „og það svona kvakar hver með sínu nefi“ segir Jakob, en af því leiðir að fleiri geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi. Afi og amma Afi og amma undir lok 20. ald- ar eru önnur fyrirbæri en þau sem þekktust hér fyrir nokkrum áratugum. Þær Sigrún Júlíus- dóttir og Nanna K. Sigurðar- dóttir íjalla um þessi breyttu hlutverk: „Börn um þrítugt koma í heimsókn með barna- börnin til foreldra sinna um sextugt og búast við að afi og amma verði bæði fegin og glöð að fá heimsóknina... Þeim er kannski ekki ljóst að afi og amma eru að vinna að bók, eiga að skila verkefni í fram- haldsnáminu, undirbúa erindi á ráðstefnu eða höfðu einmitt verið búin að taka frá þennan eftirmiðdag á tímanegldu al- manakinu til að undirbúa stutt- an skemmtiþátt sem þau ætla að flytja í hófi hjá bestu vina- hjónum sínum sem eru að fara að halda upp á fimm ára sam- búðarafmæli sitt.“ Kynlíf á efri árum Það er hann Óttar Guðmunds- son læknir sem fjallar um eldra fólk sem kynverur. Hann segir einkum tvö vandamál koma upp þegar árin færast yfir. Ann- ars vegar að fólki finnist kyn- þokki þess og aðdráttarafl minnka og kyngeta breytast. Að sögn Óttars virðist áhugi á kynlífi hvorki slævast hjá kon- um né körlum, hins vegar geti líkamlegar breytingar valdið þeim misskilningi. WÓÐLEIKHÚSIÐ Stóra sviðið kl. 20.00: Nanna systlr eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson í kvöld. Örfá sæti laus. Fimmtud. 14. nóv. Nokkur sæti laus. Sunnud. 17. nóv. Laugard. 23. nóv. Nokkur sæti laus. Föstud. 29. nóv. Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson. Laugard. 16. nóv. Uppselt. Sunnud. 24. nóv. Laugard. 30. nóv. Ath. Fáar sýningar eftír. Söngleikurinn Hamingjuránið eftir Bengt Ahlfors Á morgun. Næstsíðasta sýning. Föstud. 15. nóv. Síðasta sýning. Kardemommubærinn eftir Thorbjörn Egner Á morgun kl. 14. Nokkur sæti laus. Sunnud. 17. nóv. kl. 14. Sunnud. 24. nóv. Sunnud. 1. des. Síðustu 4 sýningar. Smíðaverkstæðið kl. 20.30 Leitt hún skyldi vera skækja eftir John Ford I kvöld. Uppselt. Fimmtud. 14. nóv. Uppselt. Sunnud. 17. nóv. Uppselt. Aukasýning miðvikud. 20. nóv. Uppselt. Föstud. 22. nóv. Laus sæti. Laugard. 23. nóv. Uppselt. Miðvikud. 27. nóv. Uppselt. Föstud. 29. nóv. Laus sæti. Athygli er vakin á að sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Litla sviðið kl. 20.30: í hvítu myrkri eftir Karl Ágúst Úlfsson Aukasýning á morgun. Uppselt. Föstud. 15. nóv. Uppselt. Laugard. 16. nóv. Uppselt. Fimmtud. 21. nóv. Uppselt. Sunnud. 24. nóv. Uppselt. Fimmtud. 28. nóv. Laus sæti. Laugard. 30. nóv. Laus sæti. Athugið að ekki er hægt að hleypa gest- um inn í salinn eftir að sýning hefst. Listaklúbbur Leikhúskjallarans Mánud. 11. nóv. kl. 21.00 Sveinsson og Schumann ásamt Caput og „Útlegð". Atli Heimir Sveinsson og Caput leika verk eftir Schumann og Atla. Lesiö úr „Útlegð“ eftir Saint John Perse I þýöingu Sigfúsar Daðasonar. Fram koma auk Atla: Kolbeinn Bjarnason, flautuleikari, Guðni Fransson, klarinettuleikari, Sigurður Halldórsson, sellóleikari, og Edda Arnljótsdóttir, leikari. ★ ★ ★ Miðasalan er opin mánud. og þriðjud. kl. 13.00-18.00, miðvikud.-sunnud. kl. 13.00-20.00 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tima. - Einnig er tekið á móti símapöntunum frá kl. 10.00 virka daga. - Sími 551 1200. Fríða, 62 ára: „Þegar ég uppgötvaðí að mann- inum mínum stóð ekki eins hratt og áður fannst mér eins og hann hafnaði mér. Ég hætti alveg að koma við hann eða reyna að fá hann til við mig. Nokkru síðar komst ég að raun um að hann tók það mjög nærri sér.“ LÓA LEIKFÉLA6 AKUREYRAR Sigrún Astrós Sýning laugard. 9. nóv. kl. 20.30. Næsfsíðasfa sýning. Sýning laugard. 16. nóv. kl. 20.30. Síðasta sýning Síðustu sýpingar á Sigrúnu Astrósu Við vekjum athygli allra leikhúsunnenda á að aðeins eru eftir tvær sýningar á Sigrúnu Astrósu. Sýningin hlaut frábæra dóma gagnrýnenda. Verkið er gaman- samt og hugljúft, jafnframt því sem það slær á djúpa strengi í brjóstum karla jafnt sem kvenna. Missið ekki af þessari skemmtilegu leiksýningu. Dýrin í Hálsaskógi eftir ThorbjBrn Egner Sýningar: Laugard. 9. nóv. kl. 14.00 - Uppselt Sunnud. 10. nóv. kl. 14.00 - Uppselt Sunnud. 10. nóv. kl. 17.00 Laugard. 16. nóv. kl. 14.00 Sunnud. 17. nóv. kl. 14.00 Miðasalan er opin alla virka daga nema mánud. kl. 13.00-17.00 og fram að sýningu sýningardaga. Símsvari allan sólarhringinn. Simi í miðasölu: 462 1400. Pagur-'SItmtmt -besti tími dagsins! AKUREYRARBÆR Deildarstjóri atvinnudeildar Laust er til umsóknar starf deildarstjóra at- vinnudeildar Akureyrarbæjar, sem hefja mun starfsemi um áramót. Deildarstjóri ber ábrgð á þjónustu við atvinnulausa, s.s. atvinnuleysisskráningu, ráðgjöf, átaksverkefnum og at- vinnuleit fyrir fatlaða og aðra. Enn fremur á rekstri hæf- ingarstöðvar, verndaðs vinnustaðar og endurhæfingar- og starfsþjálfunarvinnustaðar. Krafist er staðgóðrar þekkingar á málefnum fatlaðra og reynsla af félagsþjón- ustu og/eða atvinnumálum, ásamt góðum hæfileikum til samskipta. Einnig háskólaprófs í félagsvísindum eða skyldum greinum og/eða í rekstri eða stjórnun. Meirihluti þeirra sem sinna stjórnun og öðrum áhrifa- störfum hjá Akureyrarbæ eru karlmenn. f samræmi við landslög og jafnréttisáætlun bæjarins vill Akureyrarbær stefna að því að hlutur kynjanna í áhrifastöðum verði sem jafnastur og hvetur því konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. Laun eru skv. kjarasamningi STAK og Launanefndar sveitarfélaga. Upplýsingar um starfið, kaup og kjör, veita félagsmála- stjóri í síma 460 1420 og starfsmannastjóri í síma 462 1000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akur- eyrarbæjar í Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 25. nóvember nk. Starfsmannastjóri.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.