Dagur - Tíminn - 09.11.1996, Page 8

Dagur - Tíminn - 09.11.1996, Page 8
20 - Laugardagur 9. nóvember 1996 ;3Dagur-(Etmmn I slíku þorpi væru 584 asískir íbúar, 124 afrískir, 95 evrópskir, 84 suður- amerískir, 55 frá fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna, 52 norður-amerísk- ir, 6 ástralskir og nýsjálenskir. Þorpsbúar myndu eiga i talsverð- um tjáskiptaörðugleikum. 168 íbú- ar myndu tala mandarín sem er norður-kínversk málýska, 86 ensku, 83 hindí, 64 spænsku, 58 rússnesku, 37 arabísku. Af hinum fimm hundruð myndu flestir tala bengölsku, næstflestir portú- gölsku, þá indónesísku og svo stigfækkandi japönsku, þýsku og frönsku, enn önnur tungumál væru töluð af 200 íbúum. Af eitt þúsund íbúum væru fimm hermenn, 7 kennarar, einn læknir og 3 flóttamenn. - Þýtt úr Independent. ímyndum okkur að allir jarðarbúar byggju í einu þorpL Tíl að átta okkur betur á samsetningu íbúanna og skiptingu jarða- rauðsins skulum við gera ráð Jyrir að íbúar þorpsins séu þúsund talsins. Hvernig œtli lífið yrði í slíku þorpi? Hverjir vœru nágrann- ar okkar? Hverjir hejðu völdin íþorpinu? Hvað með aldurssam- setningu, lífslíkur, menntun íbúa og þar fram eftir götunum? Og síðast, en ekki síst, hvernig myndi okkur líða í þessu þorpi? í þorpinu væru 329 íbúanna kristnir (þar á meðal væru 187 kaþ- ólskir (84 mótmæl- endur og 31 grísk- kaþólskir), 178 músl- imar, 167 heiðingjar, 132 hindúar, 60 búddatrúar, 45 trú- leysingjar, 3 gyðingar og 86 væru fylgjendur annarra trúarbragða. Tæpur helmingur giftra kvenna hefði aðgang að nútíma getnaðarvörnum. Þriðji hver íbúi væri barn, þ.e. samtals 315, en aðeins 65 væru 65 ára eða eldri. Helmingur barnanna væri bólusettur gegn smitnæmum sjúkdómum sem hægt er að koma í veg fyrir, svo sem lömunarveiki. Á næstu tólf mánuðum myndu fæðast 28 börn, einungis þrjú þeirra væru börn ríkra foreldra og tvö myndu deyja áður en árið væri á enda. Ltfslíkur hinna 26 væru 65 ár en forréttindabörnin myndu senni- lega lifa 10 árum lengur eða 13 ár- um ef um stúlkubarn væri að ræða. Á þessu sama ári myndu 10 manns deyja, þrír vegna matarskorts og einn úr krabbameini. Einn íbúi myndi smitast af HlV-veirunni, lík- ast til væri hann þó ekki enn kom- inn með alnæmi. Að ári liðnu væri íbúafjöldinn í þorpinu kominn upp í 1.018 manns. Bíleigendur væru einungis 70 talsins en sumir þeirra ættu fleiri en einn bíl. 75% tekna þorpsins rynnu til 200 manna, aðrir 200 fengju hins vegar bara 2% Um þriðjungur íbúanna hefði aðgang að hreinu, öruggu teknanna í sinn hlut. drykkjarvatni.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.