Dagur - Tíminn - 09.11.1996, Side 10

Dagur - Tíminn - 09.11.1996, Side 10
22 - Laugardagur 9. nóvember 1996 iDagur-ÍEúnmn Nektardansmær segir frá Jacqueline er ein af stúlkunum sem auka viðskiptahalla landsmanna. Þær eru innflutningsvara með dilli- bossa frá útlöndum til að örva blóðrás íslenskra karlmanna. Jacqueline er hol- lensk og dansar í Vegas um nætur: „Veg- as, ég trúði þessu varla, staður með þetta nafn og hvorki Qárhættuspil né hórur!“ Hún lítur á nektardansinn sem listform. Svo er hún ævintýramanneskja, trúuð, og einhver myndi segja að hún væri næstum því lífskúnstner. Að minnsta kosti hefur hún þolgæði til að bjarga sér á sex tíma sundi eins og gerð- ist í sumar undan ströndum Indónesíu! Á fullu tungli „Stundum reyni ég að tjá ítrasta sakleysi í nektardansinum...“ segir hún blíðlega og það er á henni að skilja að ýmsir möguleikar séu fyrir hendi til túlkunar innan þessa listforms. Jacqueline er „Qölhstamaður“ að eigin sögn, eða fjöl- hæfileikakona. Hún yrkir ljóð, rappar, syngur með hljómsveit, rekur dulítið hljóðver í heimalandinu, málar, sýnir lík- amsmálverk, situr fyrir og heldur fjöl- Iistateiti þegar tunglið er fullt. „Alltaf á fullu tungli," segir hún og lýsir þeirri margháttuðu lífsreynslu sem fylgir uppákomum hennar: Listamenn þyrpast að, berja bumbur og þenja lúðra, söngv- arar heija upp raust, sumir mála, aðrir dansa og allt þetta í einu. í íslenska „næturklúbbnum" Vegas er allt með ein- faldari stíl: Hún strippar. 3000 kall fyrir dýpri túlkun „Við fáum ekkert fyrir að dansa á svið- inu.“ Teknanna aflar hún með „sérpönt- unum“: Dansað við borð, kr. 750; dansað við sófa (meiri þægindi fyrir áhorfanda) kr. 1000; „einkadans" í lokuðu herbergi (mjög nálægt), kr 3000. „En þeir mega aldrei snerta!" segir hún ákveðin og við- urkennir að létt kenndir og þaðan af drukknari áhorfendur eigi til að láta til skarar skríða. Og hvað þá? „Þá er ég bara hörð og vísa þeim á bug.“ Stundum þarf að leiðrétta þann misskilning sem upp kemur meðal gesta Vegas að nekt- ardans sé ekki sama atvinna og vændi. „Þeir koma margir og biðja um að hitta sig afsíðis og... en ég er ekki hóra!“ Og ef fer í hart? „Þá er ég snillingur í kín- versku spark-boxi!“ Nándardansinn í afherbergjum Vegas veitir mesta möguleika til listrænnar túlkunar. Hún nær til fleiri skilningar- vita. Það er ekki barar gónt heldur berst angan af kroppi hennar til áhorfandans og meira samband næst. Og dýpri túlk- un. Aðallega ertu bara að koma körlun- um til? „Örva ímyndunaraflið,“ svarar hún. Nektardansmærinn segist lifa í sama hring og tunglið. Fimleikar á sviði Hún örvar ímyndunaraflið til að ná sér í aur, en finnst tekjumöguleikar heldur klénir, vonast þó til að íslenskum karl- Nektardansinn er listrœn túlkun og það þarf sterkan persónu- leika til að ná því besta fram. mönnum verði laust fé sem hún geti not- að til að fjármagna hljóðverksrekstur- inn, hljómsveitina og aðra listsköpun. „í Hollandi er nektardansinn mjög dýr og tekjumöguleikar góðir, við dönsum í stórum klúbbum. Hins vegar eru menn Nektardansmœrin lifir drauminn, en dreymir ekki til að lifa. Hún nœr góðu sambandi við fiska og íslenska karlmenn í Vegas. farnir að fá leið á þessari skemmtun og vilja meira krassandi sýningar: Samfara- sýningar með listrænu ívafl og fimleik- um.“ Hún og dansfélagi hennar (sem er annar maður en unnusti hennar, sem situr í festum í Hollandi á meðan ís- landsdvöl varir) hafa tekið þátt í slíku. Samfarir á sviði? „Já, en svo vorum við með svo mikla fimleika í kringum þær að samfarirnar urðu aukaatriði - svo við slepptum þeim bara!“ Biblíulegur undirtónn Jacqueline vitnar í biblíuna, sem hún les reglulega, einkum bréf Páls postula, tel- ur að andleg verðmæti séu þeim mikl- vægari sem mölur og ryð fá grandað, lif- ir lííinu eins og það sé draumur og rækt- ar mannleg samskipti. „í Vegas næ ég stundum ágætu sambandi við mennina, þeir bjóða í glas og við ræðum saman í einlægni um lífið og tilgang þess. Djúpt.“ Hún vitnar í lífsstfl óbrotinna bænda sem hún heimsótti í Himalæjafjöllum og dýr merkurinnar. „Ég kafa og næ fágætu sambandi við fiskana og hákarlana!" Mennina í Vegas líka, hún lætur bara vel af þeim. Ævintýri eru aldrei langt undan hjá konunni sem lifir drauminn: í köfun- arfór sökk ferja undan henni og 150 öðrum farþegum undan ströndum Indó- nesíu. Þetta var fádæma dallur og skip- stjórinn var sá fyrsti frá borði! Jacque- line hélt sér á floti í sex tíma og var loks bjargað af fiskimönnum. „Það voru am- erísk hjón allan tíman með mér í brak- inu, Brad og Lísa. Hún var hræðileg, veinaði alltaf: Brad, Brad! erum við að deyja? Og hann svaraði: Nei elskan, við verðum í sjónvarpi um allan heim! Það taldi í hana kjark!“ Einnig á floti í brak- inu var ung stúlka: „Hún ældi stöðugt og ælan flaut í kringum mig, ég varð að synda burt. Hún elti og sagði að ég hefði bjargað sér með krafti mínum!“ Næstu vikurnar eftir þessa frækilegu björgun skemmti nektardansmærin sér við að ganga á virk eldfjöll. Og komast í sam- band við náttúruna. Og guð. Samkeppni meyjanna, freistingar og mistök Samkeppnin er hörð meðal þessara listamanna sem sýna í Vegas. Það þarf sterkan persónuleika, útgeislun og skiln- ing á mannlegum samskiptum til að ná árangri. Og sjálfsaga. Launin fá þær fyr- ir sérpantanir gesta en annars er bara lág tekjutrygging fyrir mánuðinn. Þetta virðist ekki fyrir hvern sem er. „Nei, það þýðir ekkert annað en að aga sig“. Ekki er það nú syndlaust líf sem hún lifir? „Ekki alveg! Freistingar koma og fara, maður gerir mistök!" Ein mistökin var klámmyndin sem hún lék í. Kærast- inn var ekki alveg ánægður með þau mistök. Jacqueline telur sig hafa heil- mikinn forða til að ganga í þegar hún túlkar list sína í dansinum. Allt eru þetta mannleg samskipti og fyrir þau lifir hún - og dansar.

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.