Dagur - Tíminn - 13.11.1996, Blaðsíða 1
1
- þegar þú * Tíj 1 verslar ódýrt
|Dctgur-®tmttm
ívr lí • - þegar þú verslar ódýrt
LIFIÐ I LANDINU
HHHHHi
Miðvikudagur 13. nóvember 1996 - 79. og 80. árgangur - 217. tölubiað
Reykjahverfi er víðar á Norðurlandi en í Þingeyjarsýslu, svo sem í nágrenni MA. Á myndinni eru, frá vinstri talið, reykingafólkið Bryngerður Bryngeirsdóttir,
Hrafnkell Brynjarsson og Helga Björg Arnardóttir. Myn&. jhf
REISHIR REYJKHIJS
Tryggvi skólameistari er réttlátur
maður og á heiður skilinn fyrir
þetta reykhús. Já, þú mátt alveg
taka mynd af mér hér fyrir framan hús-
ið, mamma og pabbi vita hvort eð er að
ég reyki,“ segir Hrafnkell Brynjarsson,
nemi við Menntaskólann á Akureyri.
í útjaðri skólalóðar
Byggt hefur verið á útjaðri lóðar skól-
ans lítið hús, þar sem ætlunin er að
geyma garðyrkjuverkfæri yfir sumartím-
ann, en á vetrum mun reykingafólk í
hópi nemenda eiga þar skjól fyrir þá
tómstundaiðju sína. Bygging hússins,
sem komst á koppinn fyrir um þremur
vikum, kostaði um 300 þús. kr.
Tíðindamenn Dags-Tímans gerðu
vettvangskönnun í reykhúsinu í löngu
frímínútum nemenda í gærmorgun. Þá
voru þar 10 til 15 nemendur, sem sumir
voru þó ekki ginnkeyptir fyrir mynda-
töku af sér á þessum stað. Það reykinga-
Byggður hefur verið
skúr fyrir reykhús í út-
jaðri lóðar MA. Þar iðkar
reykingafólk í hópi
nemenda nú þá
tómstundaiðju sína.
fólk, sem blaðið ræddi við, sögðu kjarn-
ann sem hittist í reykhúsinu telja 30 til
40 manns. Hópurinn í gærmorgun var
hinsvegar í þynnra lagi þar sem á sama
tíma voru haldnir tónleikar með Todmo-
bile á Sal skólans.
Fræðsla en ekki áróður
Að sögn Tryggva Gíslasonar skóla-
meistara er reykingafólk í skólanum í
miklum minnihluta. Af um 600 nemend-
um reykja 6 til 8% þeirra og f liópi 70
starfsmanna reykja aðeins sex. „Það er
bannað að reykja í skólanum og á lóð
hans. Einhversstaðar verða vondir að
vera, segir máltækið - þó ég vilji ekki líta
svo á að reykingafólk só annars flokks.
Áður fóru nemendur mikið inn í Lysti-
garðinn og reyktu þar, en síður vildi ég
spilla því góða nábýli. Því vil ég koma til
móts við þetta fólk með skúr í útjaðri
skólalóðarinnnar - á einskis manns
landi,“ sagði Tryggvi.
Aðspurður segir skólameistarinn að
ekkert markvisst áróðursstarf gegn
reykingum sé viðhaft í skólanum, enda
sé skólamönnum í raun ekki heimilt að
viðhafa áróður með eða á móti einstök-
um atriðum. Hinsvegar sé í kennslu
skólans, svo sem í líffræðigreinum, nem-
endur fræddir um skaðsemi reykinga.
Slíkt sé allt annað en áróður.
Ekki óumdeilt
Reykhús Menntaskólans á Akureyri er
þó ekki óumdeilt. Þannig skrifar Öðinn
Gíslason, reyklaus nemendi, harðorða
grein gegn þessum fríðindum reykinga-
fólks í væntanlegu skólablaði. Óg þeir
nemendur skólans sem blaðamaður
ræddi við í gær voru margir á þessari
sömu skoðun. -sbs.