Dagur - Tíminn - 13.11.1996, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn - 13.11.1996, Blaðsíða 4
16- Miðvikudagur 13. nóvember 1996 ^Dagitr-QImTtmt ‘Um&áðadauat Þörf fréttamanna fyrir hryllnig og drama Hlín Agnarsdóttir skrifar Fréttamenn tala oft um upplýsingaskyldu, sér- staklega þegar þeir þurfa að svara fyrir óvandaða frétta- mennsku. Þeir segjast bara vera að þjóna áhorfendum, sem eiga rétt á að sjá og heyra það sem þeir kalla upplýsingar. Bestu upplýsingarnar eru þær sem vekja viðbjóð og hneyksl- an, illt umtal og persónulegt níð. Þá hefur eitthvað gerst í þjóðfélaginu og fréttamennirnir sitja eftir hlutlausir með sak- leysissvip og segjast bara hafa gert skyldu sína. Stundum er sagt að svona fréttamennska sé það sem „fólkið vill“. Þá skýla frétta- mennirnir sér á bak við ein- hvern óáþreifanlegan vilja al- mennings, sem er auðvitað til- búinn og oftast nær mótaður af fjölmiðlunum sjálfum, lélegri fréttamennsku og smekkleysu. Allt verður þetta til að brengla dómgreind almennings, rugla fólk í ríminu og gera það enn móttækilegra fyrir sleggjudóm- um og bábiljum af öllu tagi. „En þetta er það sem fólkið vill“ er þá bara sagt aftur; „við erum bara að þjóna okkar kúnnum". En hverjum er verið að þjóna? Fréttamennirnir sjálfir sitja á fundum á hverjum degi til að finna og velja fréttir, þeim rignir nefnilega ekki af himnum ofan, eins og þeir vilja vera láta. Getur verið að fréttamenn- irnir sjálfir séu að fullnægja þörf sinni fyrir spennu og hryll- ing, þegar þeir eru að búa til fréttir? Getur verið að þeir séu á rangri hillu í lífinu, að þeirra leyndustu draumar ijalli um að slá í gegn sem leikarar eða leik- stjórar? Er ekki stóri kvik- myndadraumurinn skammt undan, að fá að leika í stór- slysamynd eða stýra einni álíka, skrifa handrit að pólitísku eða trúarlegu hneyksli, þar sem or- sökin er áfengissýki konu og sjúkir kynórar karlmanns? Þetta angar allt af miklu frétta- leikhúsi. Stundum vorkenni ég svo fréttamönnunum, sérstaklega á Stöð tvö, þegar pólitík er ann- ars vegar og lítið að gerast. Þeir bíða í ofvæni eftir að eitthvað stór- kostlegt gerist á flokksþingum og landsfundum flokkanna, eitt- hvað sem þeir geta baðað sig upp úr og hnoðað spennandi fréttir úr. Þeir vilja helst alltaf hafa eldgos og Skeiðarárhlaup í pólitíkinni, standa við brúar- sporðinn og sjá náttúruöflin rífa burtu brýrnar af tryllingslegum krafti. Þeir vilja sjá upplausn og eyðileggingu, verst hvað lítið er sprengt upp af fundum og fólki í þessu þjóðfé- lagi. Það er af sem áður var, þegar eitthvað var að gerast í pólitíkinni, blóðug átök á Aust- urvelli, endalaus stríð á milli mótmælenda og lögreglu. En þá var fréttastofan á Stöð tvö bara ekki til, því miður. Það er mikill doði ríkjandi í íslenskri pólitík. Það liggja bara allir á meltunni í neyslufirring- unni og fólk hefur engar hug- sjónir lengur. Verkalýðshreyf- ingin alveg búin að selja sig, ekkert að gerast hjá konunum frekar en venjulega. En um síð- ustu helgi fæddist ný stjarna, sameiningartáknið mikla, og fréttamennirnir fengu góðan mótleikara, sem fer með sinn dramatíska texta betur en þeir sjálfir. Dramað er byrjað í sjón- varpsfréttunum, tryllirinn far- Klæðskipt- ingur með háreystii Holtunum sswjsöö* 4 Var inn í gang. f Valhöll er bundið fyrir aug- un á frjálslyndum föngum Sjálf- stæðisflokksins, sem aldrei sjá ljósið af því að skúrkurinn Dav- íð er búinn að fá goskallana sína til að negla fyrir alla glugga í þessu mikla virki. í virkinu fer fram andlegt of- beldi, þar er engin umræða leyfð um þjóðfélagsmál og allt drepið í dróma. En þá kemur hin nýja vonarstjarna: Sighvat- ur Björgvinsson, sem er nýtísku jafnaðarmaður, þótt það sjáist ekki á jakkafötunum hans, og hann ætlar að sameina alla jafnaðarmenn og konur gegn hinum volduga Sjálfstæð- isflokki. Loksins er eitthvað að gerast í íslenskri pólitík, jafnvel von á hugsjónum líka. Ellert Schram og ég fáum kannski flokk til að ganga í. Förum kannski á lista. Það er nú frétt til næsta bæjar. Hver á að gera hvað? Landamærastríð heilbrigð- isstétta virðist nú vera að harðna frá því sem áður var og þótti mörgum málið nógu erfitt samt. Sjúkraliðar höfðu fyrir nokkrum árum tekið að sér hin ýmsustu hlut- verk á spítölun- um sem hjúkr- unarkonur höfðu áður fram- kvæmt. Þetta þótti hið besta mál á meðan hjúkrunarfræð- ingar voru fáir, langt á milli þeirra og erfitt að fá þá til að vinna. Sjúkraliðastéttin kom þá sem bjargvættur og gekk í hin ýmsu nauðsynlegu störf en ávallt þó skilgreind sem „að- stoðarstétt hjúkrunarfræð- inga“. Síðan þegar þrengjast fór um á vinnumarkaði fjölgaði hjúkrunarfræðingum á spítul- um þannig að minna varð fyrir sjúkraliðana að gera og það varð að almennri stefnu að auka „faglegan standard" hjúkrunar með þvf að fjölga hjúkrunarfræðingum og fækka sjúkraliðum. Það hefur gengið eftir og eini sjáanlegi árangur- inn af varnarstríði sjúkraliða er að formaður félagsins barst inn í varaþingmannssæti hjá Allaböllum á Reykjanesi í síð- ustu kosningum. Læknar óttast Læknar hafa horft á þennan slag af hliðarlínunni. Eftir verkfall heimilislækna í haust virðist talsvert þó hafa breyst í umræðum um landamerkja- deilur heilbrigðisstétta. Þá var búið að stemma stigu við út- þenslu sjúkraliðastéttarinnar og snúa þeirri bylgju til baka. Hins vegar gerði læknisleysið víða um land það að verkum að hjúkrunarfræðingar fóru að sinna hinum og þessum „læknisverkum". Læknar, sem eru upp til hópa vel menntuð og eðlis- greind stótt, telja sig geta lært ýmislegt af fyrri landamæra- stríðum inni á heilbrigðisstofn- unum og óttast greinilega ekki að lenda í því sama og sjúkra- liðarnir - að verða skilgreind- ir sem faglega óþörf stétt. f síð- asta hefti Læknablaðsins koma tveir lækn- ar fram með varnaðarorð í þessu sambandi svo ekki verði beinlínis valtað yfir læknastétt- ina af hjúkrun- arfræðingum. Sverrir Berg- mann, formaður Læknafélags- ins, talar um nauðsyn þess að læknar taki upp stjórnunar- nám til þess að vega upp stjórnunaráráttu hjúkrunar- fræðinga inni á spítulum. Og Árni Björnsson læknir segir einfaldlega í grein í sama blaði að læknar verði að taka sór tak ef þeir ætla ekki að verða „undirstétt, sem stjórnað verð- ur af öðrum lækningastéttum og/eða stjórnmálamönnum, sem þess vegna geta verið komnir úr einhverri þessára stétta“. Árni er greinilega að vísa til hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarfræðingsins sem sit- ur í stóli heilbrigðisráðherra. Einstök heims- valdastefna Heimsvaldastefna hjúkrunar- fræðinga er einstök, og áverkni þeirra í stéttarfélags- legum landamæradeilum er greinilega farin að skjóta gömlu herrastéttinni skelk í bringu. Þó vissulega séu hér á ferðinni alvarlegir hlutir og mikilvægir fyrir heilbrigðis- kerfið, þá er Garri einhvern veginn hálf feginn að vandi heilbrigðiskerfisins og verk- efni eru ekki meiri eða djúp- stæðari en svo að þar eru menn innandyra alla daga að rífast um hver eigi að fá að gera hvað. Garri.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.