Dagur - Tíminn - 13.11.1996, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn - 13.11.1996, Blaðsíða 3
ÍDagnr-'CEmimn Miðvikudagur 13. nóvember 1996 -15 LÍFIÐ í LANDINU Ejjólfur Berflrðingur Eg bý hér með fáeinar kindur og síðan hef ég nytjar af æðarvarpi, sem ekki er þó mikið. Ætli eftir- tekjan eftir þetta ár hafi ekki verið um sjö kíló. Dúnverð rokkar til og frá og fer svolítið eftir því hver kaupandinn er. Jafnaðarverðið núna gæti ég trúað að væri þetta 50 til 60 þúsund kr. per. kg,“ sagði einsetumaðurinn Eyjólfur Guðjóns- son, bóndi í Framnesi í Berufirði í sam- tali við Dag-Tímann. Ljósmyndari blaðsins hitti Eyjólf á ferð sinni um Austurland í síðustu viku. Síðustu sextíu árin eða þar um bil hefur Eyjólfur, sem er tæplega sjötugur að aldri, búið í Framnesi. Bærinn er um 2 km frá Djúpavogi en þangað hefur við- mælandi okkar gjarnan sótt vinnu. „Starfað við hitt og þetta, aðallega í fiski,“ eins og hann orðar það. „Ég veit ekkert hvort ég verð hér Mynd: GS. áfram, sé bara til,“ sagði Eyjólfur um leið og hann arkaði af stað með striga- poka fullan af heyi til að gefa skjátunum sínum. -sbs. Dagur íslenskrar tungu Hver er þessi Jónas? íslensk tunga í sókn! Ævi og skáldskapur listaskáldsins Jón- asar Hallgrímssonar til umfjöllunar á opnum dögum í Gagnfræðaskóla Akureyrar. að er máli sannast að nemendur skólans þekkja ekki vel til Jónasar Hall- grímssonar. Aðspurðir um hver maðurinn hafi verið hafa þeir komið með ýmis svör og ein- hver taldi að þetta væri höfund- ur Passíusálmanna, sem rétti- lega er þó Hallgrímur Péturs- son,“ segir Baldvin J. Bjarna- son, skólastjóri Gagnfræðaskóla Akureyrar, í samtali við Dag- Tímann. Hvað er svo glatt Hefðbundnu skólastarfi í Gagn- fræðaskóla Akureyrar hefur verið vikið til hliðar í þessari viku. Þess í stað hafa nemendur og kennarar fjallað um ævi og skáldskap listaskáldsins Jónas- ar Hallgrímssonar. Petta er gert meðal annars í tilefni af degi ís- lenskrar tungu sem verður nk. laugardag, 16. nóvember. Það er einmitt fæðingardagur skáldsins, sem fæddist árið 1807. „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur," sungu nemendur í einni skólastofunni í gær, en sú fræga hending er úr Vísum ís- lendinga eftir Jónas. Það var aðeins einn hópur af mörgum. Annar hópur nemenda kynnti sér og íjallaði um bernsku- og uppvaxtarár skáldsins og í næstu skólastofu voru Fjölnis- menn í brennidepli. Einnig voru konur í hfi Jónasar til umíjöll- unar, einkum þá Þóra Gunnars- dóttir, sem var kærastan sú sem hann fékk aldrei að njóta. - Þá var í gær verið að æfa þrjú leik- rit og einn ballett, sem öll voru byggð á ljóðum eða öðrum verkum Jónasar Hallgrímsson- ar. Æviágrip og foreldrasýning Síðastliðnn föstudag var nem- endum afhent æviágrip Jónasar sem Magnús Aðalbjörnsson að- stoðarskólastjóri tók saman. Að lesa þetta yfir var heimavinna nemenda um sl. helgi og kveðst Baldvin líta svo á eftir þetta séu nemendur skólans, sem eru 396, orðnir allvel upplýstir um helstu æviatriði skáldsins frá Hrauni í Öxnadal. Klukkan 11 í dag, miðviku- dag, verður í skólanum sýning á afrakstri þessarar vinnu nem- enda. Kl. 20:00 í kvöld verður önnur sýning og er þess vænst að þá mæti foreldrar og aðrir aðstandendur nemenda. Að- gangseyrir að þeirri sýningu verður 200 kr. -sbs. Er íslensk tunga í sókn? Spurningunni er beint til ykkar lesenda Dags-Tímans í tilefni af „degi íslenskrar tungu“ á laug- ardag, fæðingadegi Jónasar Hallgrímssonar. Við erum alltaf að móta og þróa tungutakið, málið er lifandi og frjótt og sí- fellt skapast aðstæður þar sem snjallir og orðhagir menn bæta við þjóðararfinn. Hvernig tekur nútímamaðurinn til orða? Við biðjum um upplýsingar meðal lesenda til að koma á framfæri við landsmenn. Með því að komast skemmtilega að orði og lýsa aðstæðum og uppákomum, áhöldum og athöfnum á þann hátt að skilst og þykir gott auðgum við málið. Hvar eru móðurmálssmiðir að störfum núna? Hvar er vaxtarbroddur- inn? Við lýsum eftir ábending- um og uppástungum að orðum og orðfæri sem endurspeglar líf nútímamannsins. Hvernig taka menn til orða á vinnustað? Frægt er þegar Flosi Ólafs- son varð þorstaheftur - eftir að hann hætti að drekka. Við sögðum frá „sukk- bremsunni“ í gær, eiginkonunni sem stoppar eiginmanninn þeg- ar henni finnst nóg komið. Nokkrar konur sendur okkur vísi að „orðabók“ sinni, sem þær hafa sett saman sér til skemmtunar. Og hvað má þar finna? Lyftingamenn fara á „lóðarf, kona sem „þykknar Hvað er haft að orði heima um tiltekna athöfn? Hvað segir vinahópurinn sín í milli? Verið með og vinnið bækur Dagur-Tíminn er í samslarfi við morgunútvarp Rásar 2 og Mál og menningu í þessari könnun á tungutaki lands- manna. Við birtum bréfin, sím- bréfin og tölvupóstinn, Rás 2 tekur málið fyrir milli klukkan 8.30 og 9 á morgnana, Mál og menning gefur nýjar jólabækur til þeirra sem við verðlaunum fyrir þátttökuna! Sendið okkur línu: Dagur-Tíminn, Strandgötu 31, 600 Akureyri, eða Þverholt 14,105 Rvík. Símbréf: 462 7639. Netfang: ritstjori@dagur.is fyr- ir þá sem hafa tölvupóstinn í lagi. upp“ er ólétt! Arfakóngur er garðyrkjumaður. Búðingur er verslunarmaður. Maður með harðlífi er forhertur. Glasabarn = barn getið á fylleríi! Heim- skautafari er tryggur eiginmað- ur! (en við birtum ekki fleiri orð sem vísa til neðanþindarat- liafna úr orðabók kvennanna!). Fleiri tillögur og upplýsingar? Sendið þær til okkar á Dag- Tímann STRAX! Nýsköpun málsins

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.