Dagur - Tíminn - 13.11.1996, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn - 13.11.1996, Blaðsíða 10
22 - Miðvikudagur 13. nóvember 1996 3Dagur-®mrátn RADDIR FÓLICSINS eiðis... Heimilisfangið er: Dagur-Tíminn, Strandgötu 31, pósthólf 58,602 Akureyri Morgunblaðshöllin víki fyrir tónlistinni Trausti Einarsson skrifar Er það ekki lýsandi dæmi um það hve næm við er- um fyrir heimspólitík að kalda stríðinu skyldi ljúka með fundi hér í Reykjavík? Nú eru liðin tíu ár. Þá var augljóst að stórveldin væru að lina takið á sínum áhrifasvæðum. Þetta átti ekki síst við um Sovétríkin. En frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari höfum við eins og allir vita búið á áhrifasvæði Banda- ríkjamanna. Hér stendur ekki til að ræða að hvaða leyti það hefur gagnast okkur. Heldur lít- um við á það hvort ekki sé tími til kominn að þess sjáist merki í okkar þjóðfélagi að þessum kapítula í okkar sögu er lokið. Dömur mínar og herrar! Kalda stríðinu er lokið! Því lauk fyrir tíu árum. Vel að merkja með fundi sem haldinn var í Reykjavík. Var það ekki gleði- legt framhald af fundinum í Höfða að Berlínarmúrinn skyldi hverfa? Reyndar var þessi hræðilegi Berlínarmúr eins og flestir vita ekki í Reykjavík. Það var hins vegar björninn, sem sýndi fjarlægðina frá tjarnar- bakkanum að heimsviðburðin- um. Var þessi bangsi ekki ein- um of augljós vitnisburður um þá hugmynd okkar að atburðir öðlast fyrst alþjóðlega merk- ingu að þeir gerist í útlöndum? Þó virðast nýir tímar í nánd. Eða hvernig ætlum við að túlka það að fyrrum formaður Al- þýðubandalagsins skyldi ná kjöri sem forseti íslenska lýð- veldisins? Er það ekki endanleg sönnun þess að við erum loks- ins farin að fylgjast með því sem hefur gerst í heimsmálun- um? Og vissulega voru það gleðitíðindi að björninn skyldi færður ofar í Þingholtin. Því hlutverk hans í okkar litla þjóð- félagi getur aldrei orðið annað en að minna þá, sem eiga er- indi í þýska sendiráðið, á það hve langt sé á þeirra heima- slóðir í kílómetrum talið. Og svo sannarlega skal ekki fundið að því þótt fjarlægðin miðist við at- burð sem gerðist í okkar ágætu Reykjavík. Annars var Atlantshafs- bandalaginu alls ekki tekið alls staðar jafn illa og hér hjá okk- ur. Til dæmis Hollendingar, sem frægir eru fyrir fijálslyndi, tóku því fegins hendi að ganga í Nató. Þar var þungu fargi létt af lítilli þjóð. Slík áþján var framferði Þjóðverja í heims- styrjöldinni síðari. Þá voru menn linnulaust krafðir um vegabréf hvert sem þeir fóru. Margir Hollendingar hafa á táknrænan hátt minnt hver annan á þessa tíma með því að neita að vísa fram skilríkjum. Fyrir þá sem halda að þetta staíi af frjálslyndi má kannski segja að þetta sé táknræn leið fyrir smáþjóð til að minna á ágæti Nató. Þetta hefur að sjálf- sögðu haft sína ókosti vegna vaxandi tíðni glæpa þar í landi og mörgum hefur þótt þetta harla óraunsætt. Því varð Efna- hagsbandalagið eldri Hollend- ingum, sem muna þessa hræði- legu tíma, huggun harmi gegn vegna þess að hvergi þarf að vísa fram vegabréfi eftir að inn í það er komið. Það er annað dæmi um það hve þessir tímar lifa enn, að sala bókarinnar Mein Kampf er bönnuð í Hol- landi. Enn má nefna móðurmál þeirra, sem svipar mjög til sautjándu aldar þýsku. Mörgum sem eiga hollensku fyrir móð- urmál er fyrirmunað að svara þeim sem gerast svo djarfir að ávarpa þá á þýsku nema þá þeim til háðungar. Þetta stafar í rauninni af því hve heimsstyrjöldin síðari færði Hollendingum miklar hörmung- ar. En við vorum í rauninni að ræða um þá tíma sem komu í kjölfarið - kalda stríðið. Er það ekki lýsandi fyrir það að nýir tímar eru runnir upp hér í Reykjavík að sjálft hollenska aðalkonsúlatið sé í því höfuðvígi sem andstæðingar Nató reistu á íslandi, Síðumúla 6? Og við, sem á æskuárum vöknuðum fyrir allar aldir til þess að burð- ast með heilu pokana af Morg- unblaðinu, hljótum að mega velta vöngum yfir því til hvers þetta hús í Aðalstræti var í rauninni byggt. Fyrir hvern? Væri það ekki við hæfi að við sem gengum hús úr húsi („Ég er að rukka fyrir Morgunblað- ið“) mættum nota þessi tíma- mót til þess að rukka Morgun- blaðið um þessa fíniríis lóð? Ég meina fyrst þeir eru nú fluttir. Hvað væri í rauninni betur við hæfi, þegar hugað er að þeirri niðurlægingu sem einkennir miðbæ Reykjavíkur, en reisa þarna tónlistarhús? Við getum ekki látið það spyrjast enda- laust um okkur úti í hinum stóra heimi að við sækjum sin- fóníutónleika í kvikmyndahúsi! Ríkisstjórn íslands hefur eins og kunnugt er notið krafta sjálf- stæðismanna linnulaust frá lok- um kalda stríðsins. Hér skal alls ekki að því fundið. En menn barma sér yfir því að ekki séu til aurar fyrir tónlistar- húsi. Vel má vera að það sé allt sannleikanum samkvæmt. En því verður ekki neitað að Morg- unblaðsmenn gætu vel lagt okk- ur til þessa lóð. Þótt ekki væri nema til þess að heiðra minn- ingu Beethovens, Bachs, Brahms og allra þeirra sem eiga sér þann draum að njóta tónlistar sem er sígild. Höfundur er sagnfræðingur. A lltaf færist í vöxt að komið sé að dyrum /\ manns og sitthvað boðið til sölu og hvað X\.sem veldur er alltaf jafn erfitt að segja ' nei, sérstaklega ekki börnunum sem segja „Viltu kaupa...til styrktar...“ íminn heima hjá manni stoppar varla þar sem verið er að selja og selja helst bækur, p/ Lv geisladiska og snældur. Það er auðveldara að segja nei í gegnum síma þó það sé líka erfitt því málefnin eru alltaf svo göfug eða tilboðin einstök. kki má gleyma öllum þeim tonnum af pappír í formi happdrættismiða og tilboða alls konar sem amningja pósturinn má rogast með heim til manns. Nú er bara að rífa umslagið óopnað, eða hvað, málefnin eru ennþá góð. Vand- inn við þetta allt er þó það einfaldasta í málinu. ÞAÐ ERU BARA EKKI TIL PENINGAR FYRIR ÞESSU. Hinhliðin Mörgum hefur þótt launa- tilboð VSÍ til launafólks vera heldur rýrt í roðinu, en eins og kunnugt er þá hljóðar það uppá 3,5% - 4% launahækkun. Þeir eru þó til sem sjá á þessu aðra og nýja hlið sem er launa- fólki miklu hagstæðari en virðist í fljótu bragði. Með- al verkalýðsforingja er því nefnilega haldið á lofti í góðra vina hópi að þessa launahækkun ber auðvitað að miða út frá þeim laun- um sem tíðkast meðal toppana hjá VSÍ. Sé það gert er þarna um mjög rausnarlegt tilboð að ræða, eða ríílega 30 þúsund króna launahækkun miðað við að laun VSÍ-manna er talin vera 700-800 þúsund krónur á mánuði. Þar með sé framtíð lágtekjufólks á landinu borgið í einhvern tíma þegar haft er í huga að flestir ef ekki allir eru á þeirri skoðun að nauðsyn- legt sé að hækka laun þeirra einna hlutfallslega mest við gerð komandi kjarasamninga. Hinsvegar er viðbúið að þeir í Garða- strætinu líti á þetta sem ómerkilegan útúrsnúning á máli sem er miklu alvar- legra en svo að það sé hægt að hafa það í flimt- ingum, enda framtíð lands og þjóðar í veði að vel tak- ist til við gerð komandi kjarasamninga. Áfram á röngunni Þegar þetta er skrifað er ekki annað vitað en að for- seti Rússlands, sjálfur Bor- is hafi það gott eftir vel heppnaða hjartaaðgerð sem gerð var á honum á dögunum. Þeir munu þó vera til innan landamæra Rússlands sem fengu sting fyrir hjartað þegar ljóst var að aðgerðin var fram- kvæmd með sérfræðiaðstoð frá bandarískum lækni sem er kominn nokkuð til ára sinna. Þessi hjartastingur stafaði m.a. af því að þótt kaldastríðinu eigi að vera lokið og allir séu orðnir vinir fyrir austan og vestan eru þeir til þar eystra sem sjá skrattann í hverju horni þegar Bandaríkin og þegn- ar þess eiga í hlut. Það er því ekki að undra þótt þeirri kenningu sé hvíslað meðal fólks á Volgubökk- um að CIA hefði notfært sér þetta einstaka tækifæri til að koma fyrir sérsmíð- uðu örtæki í eða námunda við rússneska forsetahjart- að þegar Boris lá á skurð- arborðinu. Samkvæmt sömu kenningu getur bandaríska leyniþjónustan því kortlagt alla starfsemi forsetahjartans og veit uppá hár hvenær Boris er stressaður og einnig hvar og hvenær honum liggur mikið á hjarta, eða þannig. Umsjóri: Guðmundur fí. Heiðarsson

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.