Dagur - Tíminn - 13.11.1996, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn - 13.11.1996, Blaðsíða 5
jOagur-íEtmtmx Miðvikuagur 13. nóvember 1996 -17 VIÐTAL DAGSINS Vímiilausir grunnskólar „Menn beina oft spjótum sínum að íþrótta- hreyrftngunni varðandi fyrsta áfengisdrykkinn o.s.frv. Þá vilja menn koma á meira eftirliti til að fylgjast betur með hvað íþróttafélögin eru að gera. s þróttir og tómstundir eru forvarnarstarf, valmöguleiki fyrir unglinginn," segir Ei- ríkur Bj. Björgvinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi. Fulltrúar íþróttafélaganna á Akureyri ætla að funda um vímuefna- vandamál unglinga á föstudag- inn. „Með námskeiðinu erum við að fylgja eftir ályktun sem var gerð hjá íþrótta- og tómstunda- ráði í sumar. Umræða um vímu- efnavandamál unglinga hefur verið mikil og hlutverk íþrótta- félaganna er mikilvægt í því að móta hugmyndir þeirra um vímuefni," segir Eiríkur. fþrótta- og tómstundaráð vill með námskeiðinu og áframhaldandi vinnu leggja sitt af mörkum til að markmið Ak- ureyrarbæjar náist um að gera grunnskólana á Akureyri vímu- efnalausa fyrir árið 2000. „Við viljum að íþróttahreyf- ingin vinni markvisst gegn vím- efnum með því að byrja starfið innan frá, að hún byrji á að taka til heima hjá sér. Auðvitað þarf að vinna þetta á mörgum sviðum en við ætlum að leggja okkar af mörkum til að aldurs- flokkur grunnskólanna verði vímuefnalaus, sem er stórt og mikið markmið." En er það raunhæft? „Pað er allt raunhæft!" Eiríkur segir íþróttahreyfing- una hafa legið undir því ámæh að hafa ekki tekið á fíkniefna- vandanum með markvissum hætti. Fyrirlesararnir á nám- skeiðinu munu m.a. koma inn á þetta, en það eru þeir Einar Gylfi Jónsson, deildarstjóri, og Ingi Bæringsson, forvarnarfull- trúi. „Menn beina oft spjótum sínum að íþróttahreyfingunni varðandi fyrsta áfengisdrykkinn o.s.frv. Þá vilja menn koma á meira eftirliti til að fylgjast bet- ur með hvað íþróttafélögin eru að gera. Markmiðið er náttúru- lega að geta þannig gripið inn í ef krakkar innan hreyfingarinn- ar eru í vímuefnum.“ Eiríkur segir þá Einar Gylfa og Inga leggja áherslu á hlut- verk íþróttaþjálfara sem uppal- enda og sem fyrirmyndir ung- linga. Þeir munu líka benda á nauðsyn þess að styrkja tengsUn á milU foreldra og íþróttahreyf- ingarinnar. Eins verður Ijallað almennt um vímuefnaneyslu unglinga og umfang vandans; hvar vandamálin eru og hvernig ráðast megi gegn þeim. „Ég legg áherslu á að íþróttir og tómstundir eru forvarnar- starf. Við erum að reyna að skapa aðstæður með þessu starfi til þess að krakkar þurfi ekki að lenda í vímuefnum. En við þurfum líka að hugsa um þá sem eru komnir í neyslu og til þess þurfum við að kunna að meta aðstæður og vita hvað við eigum að gera.“ Eiríkur telur að íslendingar séu í lægð hvað varðar áróður gegn vímuefnum og þá kannski reykingunum sérstaklega. „Þegar ég var unglingur var áróðurinn gegn reykingunum miklu meiri en í dag, og ég tel að hann hafi skilað sér. Ein- hverra hluta vegna hafa reyk- ingar t'.þ.m. stóraukist rneðal unglinga í dag.“ Sækja krakkar sem neyta vímuefna í félagsmiðstöðvarn- ar? „Nei, yfirleitt ekki og það er vandinn. Þau vita að við erum að fylgjast með og erum „leiðin- leg“ með því að vera með stans- lausan áróður. Allar félagsmið- stöðvarnar okkar eru vímuefna- og reyklausar en okkar hlutverk er að teygja okkur aðeins út fyr- ir þær með þvi að hjálpa til og benda á það sem betur má fara. Því miður erum við ekki nægi- lega fjársterk til að koma á leit- arstarfi en vonumst hins vegar eftir góðu samstarfi við for- eldra. Foreldravaktin er einmitt skref í rétta átt. Þá sjá foreldr- arnir hvað er að gerast en fá ekki einungis hráar upplýsingar frá okkur, starfsmönnum Akur- eyrarbæjar." Að lokum sagði Eiríkur að á næstu dögum yrði bæklingnum „Fíkniefni: Þú og barnið þitt“ dreift í öll hús á Akureyri. Þetta er liður í því að ná til foreldr- anna engu síður en til barnanna. -mar Stalín er ekki í Hafnarfírði ÉBerglind Steinsdóttir skrifar egar 20-30 spennandi leiksýningar slást um at- hyglina á einu hausti, og maður kemur því í verk að sjá aðeins 5-8, er manni stundum nauðugur einn kostur að treysta dómgreind annarra. Nærtækt er þá að lesa gagnrýn- ina/umíjöllunina sem skrifuð er í blöðin af til þess ráðnum áhorfendum leiksýninganna. Og af því að smekkur er huglægur reiknar blaðalesandi varla með að þurfa eingöngu að sætta sig við að lesa um smekk viðkom- andi áhorfanda. Á föstudaginn gerðist það að ég var ráðin í að sjá sýningu Leikfélags Hafnarijarðar á leik- riti Vésteins Lúðvíkssonar, Stalín er ekki hér. Ég sá forðurn daga sjónvarpsupptöku af upp- færslu Þjóðleikhússins á stykk- inu, og fannst ráð að riija upp kynnin. Og til allrar hamingju lét ég ekki smekk Heimis Við- arssonar standa mér fyrir þrif- um. Heirnir fellur nefnilega í þá gryiju í leiklistardómi sínum í Mbl. sl. föstudag að Qalla um leikritið á forsendum srnekks síns. Honum leiðast stofuleikrit almennt, og ég fæ ekki betur séð en að honum sé þá nokk sarna hvort Vésteinn semur það eða Ibsen. Svo spyr hann: „Var Stalín er ekki hér ekki barn síns túna?“ og leggur út af pólitík- inni sem kentur fram í verkinu. Honum finnast þá líklega sið- ferðileg spursmál úrelt, eins og hvort lygar séu réttlætanlegar, hvort sumir megi eða skuli ráðskast með aðra og hvaða til- finningar fylgi því að gefa barn- ið sitt. Hann vill þá líklega merkja endalausa tilhneigingu fólks til að fela tilfinningaþrot- ann undir jólakökusneiðum og drekkja sárindunum í kaffi ár- inu 1957. Síðan hafi fólk varla talað í kringum hlutina. Eða hvað? Spyr sú er ekki veit. Ekki einasta er leikritið vel boðlegt á því herrans ári 1996 heldur skila ílestir leikararnir stnu með miklum sóma. Niður- staða mín er því sú að ég get ekki treyst Heimi Viðarssyni til að veita mér leiðsögn í vali mínu á leiksýningum.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.