Dagur - Tíminn - 13.11.1996, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn - 13.11.1996, Blaðsíða 9
F Ó L K Prestur sjái um hjónavígsluna Samkvæmt tölum frá Hag- stofu íslands um vígslu- máta hjóna á íslandi eru borgaralegar hjónavígslur að- eins rúmlega 11% þeirra hjóna- vígslna sem fram fara á ári hverju. Kirkjulegu vígslurnar eru rúmlega þúsund á ári eða 1085 árið 1995 en þær borg- aralegu telja um 150 á ári. í heild voru á síðasta ári gefin saman 1238 hjón á íslandi. Á íjórða áratugnum var nokkur ásókn í borgaralegar hjónavígslur og einnig ijölgar þeim í kringum 1970 þótt kirkjulegar vígslur hafi á þess- um tíma alltaf verið mun fleiri. Á árunum 1981-85 eru borg- aralegu vígslurnar um 17% allra brúðkaupa en síðan hefur tala þeirra farið lækkandi. Algengasta ástæðan fyrir því að fólk kýs að gifta sig hjá sýslumanni er að sögn Eyþórs Þorbergssonar, deildarstjóra sýslumannsins á Akureyri, sú að annar aðilinn eða báðir eru utan trúfélaga en eins kreíjast sum ríki þess að þegnar sem flytjast til landsins hafi vígslu- pappíra frá borgaralegum yfir- völdum. Þegar um slíkt er að ræða er borgaralega vígslan oft formsatriði og hinni trúarlegu einnig fram haldið. -mar Tafla yfir hjónavígslur á ís- landi árin 1971-95 Kirkjulegar vígslur, borgaralegar vígslur og prósenta þeirra af heild: 1971-75 7759 889 10,2% 1976-80 6371 1152 15,2% 1981-85 5518 1178 17,5% 1986-90 5145 809 13,4% 1991-95 5473 727 11,6% Miðvikudagur 13. nóvember 1996 - 21 Sigurbjörnssyni Helga Sigurðardóttir og Aðalsteinn Elíasson. Heimili þeirra er að Laufengi 22, Grafarvogi. Barna & fjölskylduljósmyndir. Þann 31. ágúst voru gefin saman í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af séra Cesil Haraldssyni Sigurbjörg Sigurðardóttir og Þórir Jónsson. Heimili þeirra er að Gilsárstekk 6, Reykjavík. Ljósmyndastofan Mynd, Hafnarfirði. Þann 10. ágúst voru gefin saman í Laugarneskirkju af séra Árna Bergi Sigurbjörnssyni Gróa Friðjónsdóttir og Sigurður Sveinsson. Heimili þeirra er að Safamýri 56, Reykjavík. Ljósmyndastofan Svipmyndir. |Dajgur-®úmtm Þann 10. ágúst voru gefin saman í Laufáskirkju í Eyjafirði af séra Pétri Þórarinssyni Haildóra Ingibergsdóttir og Valtýr Björn Valtýsson. Heimili þeirra er að Funafold 16, Reykjavík. Ljósmyndastofa Páls, Akureyri. Þann 10. ágúst voru gefin saman í Veginum af Hafiiða Kristinssyni Marí Linda Jóhannsdóttir og Reynir Friðriksson. Heimili þeirra er að Þjóttuseli 6, Reykjavík. Ljósmyndastofan Svipmyndir. HRÍSALUNDUR - fyrir þig! Ödýrara en þig grunar Verið í við- bragðsstöðu Á morgun fimmtudag gerist þaö 100 vörutegundir á kr. 100 I dag Folaldakjöt af nýsl«xtrti6u Snitsol 698,- kr. kg Gull.is 698,- kr. kg Hukk 398,- kr, kg

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.