Dagur - Tíminn - 13.11.1996, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn - 13.11.1996, Blaðsíða 11
JJagur-®œmtn Miðvikudagur 13. nóvember 1996 - 23 FÍNA FRÆGA FÓLKIÐ Madonna í tveim nýjum rulliim; Evítu og mömmu Með sérstökum brögðum við myndatökurnar, m.a. nákvæmu vaii sjónarhorna, sviðsbúnaði og fatavali tókst að fela 18 vikna óléttu Madonnu. Að fá aðalhlutverkið í helgisögu Evu Per- on, sem bæði er minnst sem engils og harðstjóra, væri viðburður fyrir allar leikkonur. Enda sótti Madonna það mjög fast að hreppa hnossið. Um leið og hún frétti að Alan Parker hefði gert samning um að stjórna Evítu, settist hún niður og skrifaði honum átta síðna bréf eigin hendi. Parker sagðist heldur aldrei hafa verið í efa: „Madonna lofaði mér að hún mundi leggja sig alla fram og hefur líka staðið við það.“ Með Evítu, sem er 14. kvikmynd Madonnu, hefur henni loksins tekist að breyta ímynd sinni úr poppstjörnu í kvikmyndastjörnu, sem var henni líka gífurlega mikilvægt. Madonnu lang- aði nefnilega allra síst að enda sem einskonar kvenútgáfa af Mick Jagger, þ.e. rokkandi gamlingja, sem reynir af öllum mætti að láta sem náttúrulög- málin snerti hann ekki. Evíta þykir þó ekki gulltrygging fyrir frama. Bent er á að ýmsum hæfileikaríkum stjórnendum hafi síðustu árin mistekist við kvikmyndasöngleiki. Með Evítu sé áhættan jafnvel ennþá meiri, því að örfáum setningum frátöldum er myndin öll sungin og þann- ig raunverulega fremur um óperu að ræða en söng- leik. Engu mátti heldur muna að náttúrulögmálin settu alvarlegt babb í bátinn. Madonna, sem segir það hreint ekki ótítt að blæðingar falli niður þegar hún er í hörkuvinnu, uppgötvaði allt í einu að hún var komin 12 vikur á leið. í fyrstu sagðist hún hafa fundið til sektarkenndar, þar sem hún óttaðist að geta ekki lokið myndinni vandræðalaust. En allt bjargaðist það fyrir horn. Þungi hennar var ekki orðinn verulega áberandi þegar sjálfum myndatök- unum lauk á fimmta mánuði meðgöngutímans. Að kvikmyndavinnunni lokinni gat Madonna síð- an hellt sér út í meðgöngu og barnsburð - auðvitað af miklum krafti eins og flest annað sem hún tekur sér fyrir hendur. Glæsileg í einum loðfeldanna, sem voru framleiddir sérstaklega fyrir kvikmyndina hjá Fendi í New York. Teitur Þorkelsson skrifar Sjortarar ó það sé gott að elskast klukkustundum saman í fullkomnu næði frá heim- inum má ekki gleyma því að skyndibitar geta verið gómsæt- ir, og sem betur fcr því það gefst ekki alltaf tími til að upp- lifa þriggja klukkustunda kyn- lífsparadís í henni veröld. Alla- vega ekki í hvert skipti sem girndin kviknar. Þegar annað ykkar er á leiðinni út getur kveðjukossinn stundum kveikt elda sem illt þykir að yfirgefa án þess að ylja sér frekar. Eða þegar vinur, í heimsókn hjá ykkur yfir helgina, bregður sér í sturtu og þið tvö þétt saman eða volg í sófanum. Þið heyrið vatnið renna, það er eina trygg- ing ykkar fyrir næði og þið verðið að hafa hraðann á. Fing- ur laumast undir buxnastreng eða upp undir pilsfald, einmitt rétta augnablikið fyrir einn stuttan, kannski 10-15 mínútur til stefnu. Ekki nægur tími til að fara úr spjörunum, þeim lyft upp hér og dregin niður þar. Og þið, hálfliggjandi, hálfsitjandi, standandi, hvað sem er. Bjallan gæti hringt á hverri stundu, vatnið hætt að renna, spennan eykst. Öll skilningarvit spennt til hins ítrasta og líkaminn skil- ur að nú verður að hafa hrað- ann á. Og á eftir. Tilfinning ástar- bríma eða fullnægingar í kroppnum og þið spjallið ósköp rólega við vin ykkar. Sem ekk- ert veit. Með nýjustu vinkonunni, Celeine Altrahan. Sjálfur með plástur George Clooney, best þekktur hjá okkur sem barnalæknirinn á Bráða- vaktinni, virtist sjálfur hafa haft viðkomu á slysavarðstofunni áður en hann mætti á Eldur og ís (Fire and Ice) ballið í Holly- wood. Einhver hefði nú valið sér minna áberandi plástur við þvílíkt tækifæri. Njóttu lífsins í Reykjavík Við höfum fjölgað íbúðum okkar að Skálholtsstíg 2a í Reykjavík, við hliðina á Listasafni íslands. Þetta eru litlar 2ja herbergja íbúðir á besta stað í Reykjavík. í hverri íbúð er lítið en fullkomið eldhús með öllum búnaði, stofa með leðurhúsgögnum, svefnherbergi með bestu gerð hótelrúma. Sjónvarp, sími og fax. Daglega eru íbúðirnar þrifnar, skipt um handklseði, vaskað upp. Fullkomin aðstaða fyrir rómantísk hjón sem hafa sloppið frá börnunum. Hausttilboð til 15. desember. Til þess að kynna þessa frábæru gistingu í Reykjavík bjóðum við nú gestum okkar að greiða allt að kr. 3.000 á dag með nótum frá veitingahúsum í Reykjavík!!! en afganginn kr. 5.500 með Visa eða Eurocard. Einu skilyrðin eru þau að gist sé í a.m.k. 3 nætur og að nóturnar séu nýjar. Þitt annað heimili í Reykjavík Sími: 562 5622 - Fax: 562 9165 Deildarfundir KEA haustið 1996 Hríseyjardeild Fimmtudagur 28. nóv. kl. 20, í kaffistofu Frystihússins. Félagsmemt eru hvattir til að fjölmenna á deildarfundina. Kaupfélag Eyfirðinga.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.