Dagur - Tíminn - 13.11.1996, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn - 13.11.1996, Blaðsíða 6
18 - Miðvikudagur 13. nóvember 1996 3Dctgur-®mTOm MENNING O G LISTIR Smásagnasafn Emilíönu Emilíana Torrini œtlar að halda fallega útgáfu- tónleika ííslensku óperunni í kvöld og syngja þar œvintýralegar smásögur. When you look into his eyes you wish that no one else could see him no one else could see him that no one else could feel him. Maður er stundum svo eigingjarn á það sem manni þykir vænt um. Maður vill að það snúist í kring- um mann. Ég held að það sé eitthvað sem allir hafa - nema ég sé þá afbrigðileg," segir Em- ilíana Torrini um tilfinningarn- ar á bak við titillag nýju plötunnar sinnar Merman. „Maöur getur ekki samið neitt nema það snerti mann. Þetta er um konu sem er ástfangin af manni. Hann vill fara frá henni. Hún drekkir honum og hann flýtur á hafinu." Lagið um Merman, eða haf- sveininn, er eitt af fimm frum- sömdum lögum plötunnar, þeim fyrstu sem berast til hlusta al- mennings frá Emilíönu. Stúlkan sú hefur þó fengist við laga- smíðar í ijölda ára. Fjögur lög af fimm eru nýtilorðin, þ.e. öll nema lagið sem Japis hefur spáð vinsældum: The Boy Who Giggled So Sweetly. Grunnurinn að því var lagður þegar Emil- íana var 15 ára. „Þetta er uppáhaldslagið mitt á plötunni. The Boy Who Giggled er eigin- lega eina lagið sem ég geymdi. Ég hef alltaf verið svo rosa- lega krítísk á sjálfa mig. Þegar ég gerði lögin hugsaði ég: Nei, guð, þetta er ekki nógu gott, og henti þeim bara. Það þurfti stoppa mig í því.“ - Hvernig tónlist er þetta? „Þetta er allavega ekki popp- músík. Sum af þeim eru eigin- lega leikhúslög. Þetta eru rosal- eg stemmningslög og þeim fylg- ir mikil melódía. Lögin eru öll valin með því hugarfari að text- arnir segðu sögu. Þetta er svona lítið smásagnasafn.“ - Eru hin lögin líka svona ástríðufullar ástarsögur? „Mér finnst þetta ekki ástar- saga. Þetta „sándar“ svo asna- lega þegar maður er að reyna að lýsa þessu. Mér finnst ofsal- egm- húmor í textunum. Þetta eru bara sögur sem snerta áreiðanlega alla.“ - Hvaðan koma lögin? „Sko, ég er ekkert almenni- lega í þessum heimi. Það er stundum ekki hægt að tala við mig. Ég hugsa alltaf í svona litl- um ævintýrasögum. Ég elska ævintýri. Þannig koma þau.“ Enskan tamari Platan er öll á ensku og auk eigin laga syngur Emihana lög eftir Stevie Wonder, Tom Waits, Melanie Kafka, Lou Reed og Joni Mitchell. Emilíönu finnst enskan tamari til söngs enda búin að hlusta á útlenska tón- list alla ævi. „Við ætluðum að gefa plötuna út á íslensku og ensku en það var bara allt of dýrt.“ Því er ljóst að söngkonan unga ætlar síðar að koma plötunni út og yfir hið íslenska málsvæði en hún segir enn ekki búið að gera neinar ráðstafanir til þess. Ekkert sprikl - Verða tónleikarnir í kvöld heljarinnar sýning? „Meinarðu mig spriklandi út um allt svið?“ - Já. „Nei, nei. Þetta verður bara voða fallegt, svolítið ævintýra- legt. Við spilum alla plötuna í gegn og textarnir verða út- skýrðir á milli laga. Ég ætla að reyna að þora að tala núna á sviðinu." - Heyrðu, gangi þér þá bara... „Fæ ég sent eintak?“ - Af blaðinu? Já, já. „Ég er að safna öllum grein- um um mig. Ég er svo mikill eg- óisti. Mér finnst þetta svo gam- an. Einhvern tímann endar þetta og þá ætla ég að sitja yfir bókunum, væla og borða popp,“ sagði Emilíana að lokum með lágstemmdum en hjartanlegum hlátri. LÓA Mynd: ÞÖK

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.