Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Blaðsíða 1
Laugardagur 30. nóvember 1996 - 79. og 80. árgangur - 230. tölublað FRÆKNASTA FRÖKENIN M: 'ikið verður um að vera í íþróttahöllinni á Akur- .eyri í kvöld. Átta föngu- legar stúlkur munu keppa inn tit- ilinn Ms. Fitness. Allar hafa þær æft af miklum krafti undanfarnar vikur, sumar jafnvel í mánuði, og því von á spennandi keppni. Þetta er í þriðja sinn sem Ms. Fitness keppnin er haldin hér á landi en í fyrstu tveimur keppn- unum sigraði Anna Sigurðardótt- ir. Anna verður fjarri góðu gamni í þetta sinn þar sem hún hefur nú flust til Svíþjóðar og kennir þar þolfimi. Tvær af stúlkunum átta sem nú keppa tóku einnig þátt í keppninni í fyrra, þær Sigurbjörg Ágústsdóttir og Freydís Árna- dóttir. Báðar segjast vera í betra formi en í fyrra og stefna ótrauð- ar á toppinn. „Reynslan hefur mikið að segja og ég hef notfært mér það við þjálfunina núna,“ seg- ir Sigurbjörg og nefnir m.a. að hún hafl tekið sér lengri tíma til undir- búnings en í fyrra. Freydís hefur sömu sögu að segja. „Ég hvíldi mig aðeins eftir keppnina í fyrra en fór síðan strax að lyfta aftur og er búin að vera að æfa markvisst fyrir þessa keppni síðan í byrjun surnars," segir hún. Aðrir keppendur eru þær Auður Rafnsdóttir, Harpa Hauksdóttir, Jóhanna Karlsdóttir, írena Óskarsdóttir, Margrét Þorvaldsdóttir og Ingveldur Ingveldar- dóttir og verður gaman að sjá hvernig þeim gengur í kvöld. Keppnin fer þannig fram að í fyrstu lotu stíga keppendurnir á svið í kvöld- kjólum og halda stutta ræðu, í annarri lotu koma þær fram á bikini og í þriðju lotu gera þær frjálsar æfingar. Mikið verður í kvöldið lagt og auk keppninnar verða ýmis önnur atriðið eins og þolfimi, vaxtarrækt, ballett og tískusýningar. Umsjónarmaður keppninnar er Sig- urður Gestsson í Vaxtarræktinni á Akur- eyri. Auk þess að sjá um Ms. Fitness hef- ur Sigurður séð um þjálfun stúlkna sem taka þátt í fegurðasamkeppnum og er einnig öllum hnútum kunnugur í vaxtar- ræktarkeppnum, bæði sem keppandi og þjálfari. Hann segir Ms. Fitness keppnina að sumu leyti vera milliveg fegurðarsam- keppni og keppni í vaxtarrækt og það út- lit sem þar sé verið að sækjast eftir sé eitthvað sem flestum þyki ásættanlegt. Aftur á móti séu gerðar meiri kröfur í þessari keppni en báðum hinum því keppendur þurli að vera fjölbreyttum hæfileikum gæddir. „Þær þurfa að hafa gott útlit, góða framkomu, góðan vöxt, vera í góðu formi og geta skilað þessum frjálsu æfingum vel. Þær þurfa líka helst að geta tjáð sig þokkalega þar sem hluti af keppninni er að halda stutta ræðu.“ AI Akureyrarmærin í hópnum, Freydís Árna- dóttir, ber keppendurna frá Suðvesturhorninu á höndum sér og býður þær velkomnar á sinn heimavöll. Stúlkurnar á myndinni eru: (Aftari röð frá vinstri) Margrét Þorvaldsdóttir, Jóhanna Karls- dóttir, írena Óskarsdóttir og Sigur- björg Ágústsdóttir. (Fremri röð frá vinstri) Auður Rafnsdóttir, Ingveldur Ingveldardóttir og Harpa Hauksdóttir. MAÐURVIKUNNAR Bergsveinn Bergsveinsson, markmaður íslenska landsliðsins í handbolta, er maður vikunnar. Hann hélt dönsku skyttunum í hœjilegri jjarlœgð frá því að tryggja sér farmiða á heimsmeistaramótið í Japan á nœsta ári, og gaf strákunum okkar von um að fara í þeirra stað. í leiknum á miðvikudagskvöld var það Bergsveinn sem gekk berserksgang í teign- um að hœtti fornra kappa og því eiga íslendingar enn von - í leiknum í Danaveldi á morgun. Okkur nœgir jafntefll Tap á fullveldisdaginn er ekki í myndinni, landsliðið okkar er ekki á því að lœkka í metorðastiga handboltaþjóða með því að missa takið sem við höfum haft á gömlu herraþjóðinni í mörg ár. Bergsveinn og félagar bíta frá sér - 600 ís- lendingar verða á leiknum og nokkrir tugir þús- unda hér heima með aðventuljós og Áfram ísland jólaskreytingar við tœkin. 1. des. er dagurinn; Bergsveinn, Guðmundur, Dúndranúna og Geir og... allir hinir... áfram!

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.