Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Blaðsíða 6
18 - Laugardagur 30. nóvember 1996 JDagur-®tmmtt „Við læram öll hvert af öðra“ Mæðginin Dóra og Benedikt heima á Oriental Parade í Wellington á Nýja-Sjálandi fyrir nokkrum árum. Ef ég ætti ekki Benna þá ætti ég eflaust fleiri efnis- lega hluti, hús og pels og guð veit hvað, en þá hefði ég heldur ekki kynnst öllu þessu yndislega fólki og ferðast út um allan heim,“ segir Dóra S. Bjarnason þegar við hittumst til að ræða nýútkomna bók henn- ar, Undir huliðshjálmi, Sagan af Benedikt. Saga Benedikts er engin venjuleg saga, enda er Bene- dikt, sonur Dóru, enginn venju- legur drengur, þó að margt eigi hann sameiginlegt með öðrum jafnöldrum sínum. Benedikt var á fyrsta ári, laglegur lítill gló- kollur, þegar læknar í Englandi felldu þann stóradóm að hann hefði fæðst með of lítinn heila og yrði mikið fatlaður, andlega og hkamlega, alla ævi. En eins og Dóra mamma hans orðar það í bókinni, þá er betra að hafa of lítinn heila en of h'tið hjarta og æ síðan hefur hún barist fyrir að fylgja eftir í verki þeirri sannfæringu sinni, að fatlaðir eigi ekki heima und- ir huliðshjálmi heldur með ófötluðum í leik og starfi, þar sem hvorir um sig geti komið hinum tii nokkurs þroska. Undir huhðshjálmi segir frá skini og skúrum í lífi þeirra mæðgina hér heima og ferðum þeirra vítt og breitt um heim- inn. En þó að líf þeirra Dóru og Benedikts hafi ekki ahtaf verið auðvelt, þá hefiu- það langt í frá verið leiðinlegt. Það kemst vel til skUa við lestur bókarinnar, sem er skrifuð af húmor og hreinskilni. Saga um son „Pað sem er mikUvægast við þessa sögu er að hún er saga um son,“ segir Dóra. „Fötlunin kemur þar á eftir. Þetta er svona öðruvísi hvunndagssaga, að sumu leyti þroskasaga okkar beggja, en lka ferðasaga." Dóra er dósent við Kennara- háskóla íslands, mennuð í fé- lagsfræði í Bretlandi, en þar hefur hún einnig gegnt rann- sóknarstöðu við London School of Economics. Sérgreinar henn- ar nú eru félagsfræði fötlunar og sérkennslu. Þrátt fyrir fötlun sína fór svo að Benedikt fékk að ganga í Æf- ingaskóla KHÍ, þar sem hann eignaðist traustan vinahóp, „yndislega stráka, sem hafa verið honum samferða í gegn um tilveruna“, segir Dóra. Hún segir lka að þó að stundum hafi verið tekist á um stefnuna í málum Benedikts, þá komi Æf- ingaskóU KHÍ mjög vel út í sögu hans þegar upp er staðið. í lok skólagöngu sinnar í Æfingaskól- anum var Benedikt vahnn í sér- stakan Ustahóp, sem fór til Kaupmannahafnar á mikla listahátíð barna og ungUnga sem þar var haldin í haust. Þar var m.a. flutt tónverkið Skila- boð, sem Benedikt samdi á tölvu, en hann er afar tónelskur, enda hefur móðir hans fengið úrvals tónlistarfólk til að spila fyrir Benna alveg frá því að hann var smábarn og er ekki í vafa um að það hafi verið afar mikilvægt fyrir þroska hans. Nú gengur Benedikt í fornámsdeild Iðnskólans, „eina framhalds- skólanum sem hafði kjark til að taka við honum,“ eins og Dóra orðar það. Hann vinnur lka hlutastarf í Landsbankanum við Hagatorg, þar sem honum finnst gaman og er tekið sem hluta af starfsUði bankans. Á milli þess sem Benedikt hefur gengið í skóla hér heima hafa mæðginin ferðast heims- hornanna á milli og dvalið um lengri eða skemmri tíma á jafn óhkum stöðum og Hawai-eyj- um, Nýja-Sjálandi og Suður- Frakklandi. Aðgreiningin einangrar Þegar lesið er um líf Benedikts er alveg ljóst að fæst af því sem hann hefur átt kost á að upplifa er sjálfgefið í þeim oftast af- markaða heimi, sem fötluðum hefur lengstum verið gert að búa í. Til þess að gera Benna kleift að lifa svona innihalds- rku og skemmtilegu h'fi hlýtur að hafa þurft ótrúlega þraut- seigju og stefnufestu móður hans, eða hvað? „Ég treysti mér ekki til að leggja dóm á það hvort ég sé sérlega stefnuföst manneskja,“ segir Dóra. „Ég hefði til dæmis aldrei rekist vel hvorki í trúfé- lagi né stjórnmálaílokki. Það eina sem ég fer ekki ofan af, er að fólk á heima hvað með öðru. Ég áttaði mig snemma á því að aðgreiningarstefna hefur ein- angrandi áhrif og hreinlega rýrir líf fólks. Við lærum öU hvort af öðru og ég veit að í gegnum sína skólagöngu hefur sonur minn lært að verða að manni. Á hinn bóginn held ég lka að bekkjarfé- lagar hans hafi lært margt gagn- legt af samverunni við Benna. Sjálf rambaði ég á þessa hug- mynd eftir að hafa séð son minn innan um öU hin fótluðu börnin á sérdeildinni á Múlaborg, þar sem hann fékk pláss þegar hann var þriggja ára. Ég lýsi hörðum viðbrögðum mínum við að sjá Benna í þessum hóp í bókinni, en dvöl hans þarna varð ekki nema einn dagur. Ef marg- ar mikið fatlað- ar manneskjur koma saman í hóp er eins og fötlumn sjálf magnist upp og verði aðalatrið- ið. Hún byrgir manni sýn á ein- stakUngana og persónueinkenni þeirra. Samskiptin í svona hóp verða allt öðruvísi en tíðkast í sambærilegum hópum ófatlaðra eða í blönduðum hópum. Á venjulegum dagheimilum eru börnin að leik og störfum en hinir fullorðnu í bakgrunni. Þarna snerist þetta við. Hinir fullorðnu voru virkir og atorku- samir, en börnin að sama skapi þögul og óvirk þar sem þau húktu svipdauf eins og litlar hrúgur á víð og dreif um her- bergið. Þegar ég kom að sækja Benna á Múlaborg, þá hreinlega sá ég hann ekki í hópnum, þó að hann væri beint fyrir framan mig. Það var þetta sem ég gat ekki afborið. Ég æddi með hann út, bhnduð af tárum og upp frá því varð ekki aftur snúið.“ Merkingarbært líf En hefur Benedikt aldrei orðið fyrir stríðni eða einelti í skóla? „Ég hefði ekki viljað sjá þann sem það reyndi,“ segir Dóra. „Enda slógu sterkustu og skemmtilegustu strákarnir í skólanum skjaldborg um hann strax í upphafi og það var leitun að bekk þar sem einelti var jafn óþekkt fyrir- bæri. Það var líka göfgandi reynsla að sjá hvað kennar- arnir hans byggðu miklar brýr fyrstu þrjú árin í Æfinga- deildinni," segir Dóra og bætir því við að Benedikt sjálfur sé líka góður kennari. „Fólk laðast að Benna og svo hefur hann lfka góða kímnigáfu, hann veltist t.d. um af hlátri þegar hann sá bók- ina,“ segir Dóra kímin. - En nú hefur Benedikt alltaf verið eini fatlaði nemandinn í hóp ófatlaðra í skólum hér heima. Er raunhæft að þessi leið sé fær ef um fleiri er að ræða og er það ekki dýrt, þar sem mikið fötluð börn þarfnast jú ahtaf sérstakrar umönnunar? „Sú leið sem ég valdi er mín persónulega leið - sem móður, en hún er jafnframt í samræmi við mínar fræðilegu niðurstöð- ur,“ segir Dóra. „Þó að það sé kannski engin ein rétt leið í þessum efnum frekar en öðrum myndi ég velja þá sömu aftur. Almennt sitjum við hins veg- ar uppi með gamlar skrifræðis- lausnir, sem er einmitt mjög dýrt að halda við. Fötluð börn hljóta ahtaf að vera dýr í rekstri, en það er miklu ódýr- ara að skapa einstaklingum merkingarbært h'f á þeim stöð- um sem við eigum sameigin- lega, heldur en að loka þá inni á þar til gerðum stofnunum og svifta þá um leið raunverulegu lífi. Hvað varðar íjölda, þá eru jafnmikið fatlaðir einstaklingar og Benni innan við eitt prósent af hverjum árgangi og það er best að hafa samsetninguna í skólum og á vinnustöðum þá sömu og hún er í þjóðfélaginu. Fatlaðir þurfa heimili, vinnu, vini og áhugamál eins og aðrar manneskjur og fjölskyldur þeirra þurfa stuðning," segir Dóra. „En lausnarorðin eru ekki sambýli og verndaðir vinnustaðir. Kannski skrifaði ég þessa bók þó fyrst og fremst til að segja að það er ekki endilega ólán að eiga mikið fatlað barn - bara öðruvísi reynsla." Viðtal: Hildur Helga Sigurðardóttir. Við lœrum öll hvort af öðru og ég veit að í gegnum sína skólagöngu hefur sonur minn lœrt að verða að manni Á hinn bóginn held ég líka að bekkjar- félagar hans hafi lœrt margt gagnlegt af sam- verunni við Benna.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.