Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Blaðsíða 7
íDagur-®mmm Laugardagur 30. nóvember 1996 -19 Benedikt fermlst brosað að þessu fermingar- , 1 ' U l UOÍXU CIU puoou Xul lillllglli , oonPdikt fengisx við ótrúlega rnarg a barni sem sagði tja við Práttfyrir mikla_fötlun f|f“r |r Hann sækirtima i ^sko ^ fermingarheitinu, spýtti út sama 09 ■««_f.mmtarara ^ yndi af tonhst og Doðum úr sér oblátunni en saup hintastarfi í LandsDanixanu , hlutastarfi vini. í eftirfarandi kafla bókarinnar Undir huliðs- hjálmi segir frá því þegar Benedikt fermdist. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Flest bekkjarsystkini Bene- dikts ætluðu að fermast í Háteigskirkju. Ég ákvað að biðja séra Karl Sigurbjörns- son í Hallgrímskirkju um að ferma Benedikt, því honum treysti ég best allra presta. Þeg- ar þetta spurðist út meðal strákanna bentu þeir mér ein- faldlega á það að fermingar- undirbúningurinn stæði allan veturinn og að það væri ótækt að Benedikt fermdist með einhverjum krökkum sem hann þekkti ekki. Þetta var hárrétt og því gekk Benedikt til spurninga með skólasystkinum sínum og fermdist í Háteigskirkju þann 10. apríl 1994. Mér var það mikið í mun að Benedikt yrði samstíga jafn- öldrum sínum við þessi tíma- mót og að fermingarundirbún- ingurinn og fermingarathöfnin sjálf yrðu virðuleg og laus við öll skrípalæti og aumingja- gæsku. Þjóðkirkjan brást ekki vonum mínum þótt þar séu fá eða engin fordæmi fyrir því að ferma svo fatlað barn í hópi ófatlaðra jafnaldra. Prestarnir, þau séra Tómas Sveinsson og séra Helga Soffía Konráðsdóttir, buðu Benedikt einfaldlega vel- kominn í hópinn. Það var dýrmætt að fá að fylgjast með fermingarundir- búningnum og sjá unga fólkið takast á við kennslu prestanna af opinni og spurulli einlægni. Sonur minn naut helgihaldsins og tónlistarinnar í kirkjunni. Hann valdi sér sjálfur rauðan fermingarjakka en við Áslaug aðstoðarkona sáum um annað. Fermingarfötin voru dragfín, sérsaumaðar buxur til að fela bleiuna, hvít skyrta (og tvær hvítar rúllukragapeysur til vara), silkivesti, rauður lindi og tískuskór. Til að kóróna skrúð- ann fór hann í klippingu til Brósa og ilmaði af dýrindis rak- spíra. Friðfinnur studdi Bene- dikt með glæsibrag uppi við alt- arið. Páll Reynisson, meistara- tökumaður sjónvarpsins, sveif um kirkjuna í sparifötunum með hljóðlausa myndavél líkt og ósýnilegur væri og safnaði minningum í sjóð fyrir okkur. Grátið í vasaklút Mér hefur sjaldan liðið ein- kennilegar en við fermingu son- ar míns. Drengurinn minn var enn einu sinni að koma mér á óvart. Hann stóð sig eins og hetja með hjálp fóstra síns. Ég sat hins vegar og grét í vasa- klútinn minn og þrjár bláar servíettur sem ég fann í kápu- vasanum og var rauðnefjuð og öll útötuð í bláum lit eftir mess- una. Ég var bæði glöð og hrærð í senn en líka hrædd. Hvað ef Benedikt fengi nú krampa, hvað ef hann ræki upp gól, hvað ef ...? Við höfðum rætt þessa möguleika rækilega fyrir athöfnina. Þeir Friðfinnur stóðu yst við gráturnar úti við dyrnar að skrúðhúsinu og gátu því komist fram ef í nauðirnar ræki. Móðir mín, Áslaug aðstoð- arkona, móðir hennar, Þórunn og Laufey og ijölskylda hennar gengu með okkur til altaris að lokinni fermingunni. Ég er sannfærð um að Guð hefur drjúgum af messuvíninu og skakklappaðist svo í skrúð- göngu fermingarbarnanna á armi Friðfinns, engilbjartur á svip. Gleði og vinátta Síðdegis hélt ég syni mínum glæsilega veislu í sal Kennara- háskólans. Þórunn, sem er veisluvanari en ég, sá um að allt færi vel fram og innan skynsamlegra marka heimilis- hagfræðinnar. Móðir mín lagði til silfur og móðir Þórunnar dá- samlega blómaskreytingu á veisluborðið. Kerti og servíettur voru í stíl og rósir úr Mosfells- sveitinni hvar sem litið var. Kökurnar voru fallegar og bragðgóðar, enda heimabakað- ar. Á níunda tug gesta heiðruðu sína, samstarfskona mín spilaði fyrir fjöldasöng og ég sýndi nokkrar litskyggnur sem spönn- uðu ævi Benedikts. Þetta var gaman. Ég skrifaði í dagbókina um fermingardaginn: Elsku Benni minn, tíminn er fugl sem flýgur hratt. Nú ertu unglingur í fullum blóma. Nokk- ur skeggstrá leita fram á efri vör og eitt svart hár vex fram á miðri hökunni. Fribbi rakaði þig ífyrsta sinn í morgun og í kvöld áttu sjálfur rakvél —. Ferming- ardagurinn þinn og athöfnin hrœrðu mig inn að hjarta, svo og öll sú vinátta sem við urðum aðnjótandi. Mikið var ég glöð að sjá Margréti eftir öll þessi ár. Hún kom sérferð norðan úr landi til að vera með okkur. Mest þótti mér þó um vináttu Þórunnar, guðmóður þinnar. Hún stóð við hlið okkar eins og klettur, bakaði, stjórnaði, að eiga svona dásamlegan son. Allir komu sem ég vildi hafa með okkur í dag, nema kennar- arnir þínir. Líklega voru það mistök að láta mér detta í hug að bjóða þeim. Ég œtlaði að rétta þeim olívugrein og þakka þeim fyrir að vera góðir við þig. Þetta skólavesin er sárara en tárum taki og erfiðara að búa við en sjálf fötlun þín. En í dag vil ég ekki hugsa um þetta heldur gleðjast —. Alvara lífsins Fermingin markaði tímamót í lífi okkar beggja. Nú þurfti ég að fara að huga að framtíð drengsins míns fyrir alvöru, framhaldsskóla og vinnu. Allt slíkt þurfti að undirbúa með margra ára fyrirvara. Drengirnir voru glaðir og drjúgir með sig eftir ferming- una. Eigur þeirra höfðu bólgn- að nokkuð. Flestir fengu hljóm- Benedikt (lengst til hægri) við altarið ásamt Friðfinni fóstra sínum og fermingarsystkinum við fermingarathöfnina í Háteigskirkju. okkur með nærveru sinni. Syst- kini mömmu komu öll með tölu með maka sína og örfáir aðrir nánir ættingjar. Skólabræður Benedikts komu líka, þeir sem gátu. Langflestir gestirnir voru fólk sem hafði aðstoðað Bene- dikt eða verið honum innan handar. Kolbeinn lék á flautuna brosti, táraðist og hló. Án vin- áttu hennar vœri lífið snauð- ara. Fermingin þín markar tímamót, elsku sonur. Það er auðveldara að vera fatlað barn en unglingur eða fullorðinn. í dag œtla ég ekki að hugsa um annað en það hvað ég er glöð og stolt af þér og þakklát fyrir flutningstæki, bækur og útilegu- búnað og allir fengu einhverja peninga. Benedikt var þarna engin undantekning, nema hvað græjurnar frá mér urðu að bíða betri tíma. Fermingar- peningarnir komu sér vel, því fyrir þá ákvað ég að við færum í langþráð frí.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.