Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Blaðsíða 10
22 - Laugardagur 30. nóvember 1996 Ditgur-Œmrám Laun fyrir lærdóminn Miklar breytingar hafa orðið ífangelsinu á Litla-Hrauni á síðustu árum. Aðbúnaður hefur breyst til hins betra og fyrirmyndarfangar eru verðlaunaðir með herbergjum í nýrri og betur búinni álmu. Fangelsið að Litla-Hrauni á Eyrar- bakka bauð blaðamönnum í heim- sókn á dögunum. Tilgangurinn var að kynna starfsemi fangelsisins og einnig gafst fréttamönnum kostur á að ræða við tvo fanganna. Farið var um fangelsissvæðið þvert og endilangt og allar álmur þess skoðaðar. Skoðunarferðin hófst í gæsluvarð- haldsdeild fangelsisins, sem er í sér- stakri álmu sem kölluð er öryggisálma. Á leiðinni þangað inn eru fjöimörg rimlahlið, sem fangaverðir með voldug- ar lyklakippur ljúka upp fyrir gestunum. Allir klefarnir, sex að tölu, voru setnir, en í sumar var gæsluvarðhaldsdeild lok- að í Síðumúlafangelsinu í Reykjavík og hún ílutt austur. Einn fangi var íluttur úr klefa sínum tímabundið, svo hægt væri að leyfa myndatökur af gæsluvarðhalds- klefa. Fatnaður gegnumlýstur við komu Þegar fangar koma í gæsluvarð- hald er þeim gert að afhenda allar sínar eigur og ítar- leg leit er gerð á þeim. Meðal annars er sérstakt tæki not- að sem gegnumiýsir fatnað fanganna. Það er nauðsynlegt, því töluverð brögð eru að því að tilvonandi fang- ar reyni að fela lyf, fíkniefni eða rakvélar- blöð í saumum fatnað- arins. Andrúmsloftið er þrúgandi á deildinni, fangaverðir standa bí- sperrtir fyrir framan hvern klefa og blaða- mönnum er sagt að hafa hægt um sig. Fj ölbr autaskólanum með þessu móti. Fangar fá einnig greitt fyrir nám sitt. !>aö er verr borgað en vinnan, tíma- kaupið er 175 krónur. Vinsælt að vinna í hellusteypu Kristján Stefánsson, yfirmaður fangelsisins, segir að því miður sé mikið um afföll í skól- anum. Nýlega var föng- um gefinn kostur á námi í járnsmíði. Sex hófu nám, en einungis einn er enn í náminu af þeim hópi. Nokkuð er um að fangar séu hvorki l vinnu né skóla og hafi læknisvottorð upp á það. Svona býr fangi númer 320. Leyft er að hafa ýmsa persónulega hluti inni á klefum, en fyrir sumum hlutum (svo sem hljómtækjum, tölvum og sjónvarpi) verður að sækja um sérstakt leyfi. Knstií" Stet»“"ni,5trSrít"’W > Þeir fá 300 krónur á dag í dagpen- inga. Þeir, sem eru vinnuhæfir og neita að vinna eða stunda nám, fá ekki neitt. Um helm- ingur fanganna er í vinnu eða skóla, eða milli 25 og 40 á hverjum tíma. Nú eru fimm fangar á biðlista eftir vinnu. Fangelsið hefur rúm fyrir 87 fanga og er yfirleitt um 90% nýting á fangelsinu. Ný fangelsisálma var tekin í notkun í fyrra. Þar er að- staða fanga allt önnur en í gömlu álmunni, sem er frá árinu 1929. í dag eru gömlu klefarnir, 6 fer- Námið er láglaunastarf Vinnuskylda er í fangelsinu. Nokkur störf eru í boði: við númeraframleiðslu, hellu- steypu, járnsmíðar, trésmíði, þrif, línuuppstokkun og þvotta. Fyrir þessi störf fá fangarnir 225 krónur á tímann. Samstarf hefur verið milh fangelsisins og SG einingahúsa á Selfossi um framleiðslu á gluggum, sem notaðir eru í söluframleiðslu SG. Verið er að leita að svipuðu samstarfi við önnur fyrirtæki, en störf sem þessi verða að standa undir sér og mega ekki kreíjast of mikils tæknibúnað- ar. Fjölbrautaskóli Suðurlands hefur staðið fyrir rekstri skóla á Litla-Hrauni um árabil. Áður sóttu fangarnir nám á Selfoss og gera stundum enn, ef þeir eru til dæmis í verklegum greinum sem ekki er hægt að sinna á Litla-Hrauni eða í efri áfóngum skólans. Þá fylgja fangaverðir viðkomandi nem- anda í skólann og sækja hann að námi loknu. Nokkrir fangar hafa lokið stúdentsprófi frá metrar að stærð,: notaðir til heim- sókna. í nýju álmunni er allur aðbúnað- Svona líta klefarnir út í gæsluvarðhaldsdeildinni. Hér dvelja menn meðan mál þeirra eru rannsökuð og dóm- ari hefur úrskurðað viðkomandi í gæsluvarðhald. ur betri og klefarnir stærri. Nýja bygg- ingin er á þremur hæðum og eru bestu fangarnir á þeirri efstu. ....... Þeir sem þar dvelja fá ýmis fríðindi umfram aðra fanga: rýmri að- gang að síma, íleiri heimsóknir, gervi- hnattasjónvarp og fleira. Til að dvelja á efstu hæðinni verða __________ menn að vinna sig upp og vera fyrirmyndarfangar í einu og öllu. Við höfum það betra en margur annar Dagur-Tíminn náði tali af tveimur föng- um sem dvelja á þriðju hæð nýju álm- unnar. Af til- litssemi við að- standendur þeirra eru nöfn þeirra ekki birt og er það að ósk fanganna sjálfra. Annar við- mælandinn er maður á miðj- um aldri. Hann hefur margoft setið inni á Litla-Hrauni vegna ölvunar- aksturs, að jafnaði annað hvert ár. Hinn er ungur mað- ur, stundar nám og er trúnaðarmað- ur fanga. Sjálf- sagt má flokka þá báða sem fyrirmyndarfanga. Sá eldri, fangi númer 337, hefur lifað tímana tvenna innan rimlanna. Hann segir að aðbúnaður fanganna sé allur annar en þegar hann kom fyrst til af- plánunar. „Við höfum það betra en margur ann- ar úti í þjóðfélaginu," segja fangarnir. „Hér er allt gert fyrir menn ef þeir vilja. Áður var enginn munur gerður á mönn- um, hvort sem þeir hegðuðu sér vel eða illa, það eru ekki meira en svona tvö ár síðan þetta fór að breytast. Nú er mönn- Fangarnir eru einu skólanemendur lands- ins sem fá laun greidd fyrir skólalœrdóminn. um raðað inn á gangana eftir því hvað þeir ætla að gera úr dvöl sinni hér. í —............. refsiálmunni, sem við köllum dýragarðinn, eru menn á lyfjum og það eru villuráfandi menn. Það er dóp hér, það er ekki spurning, en í þessari álmu sem við erum í eru menn sem eru að gera eitt- hvað í sínum málum. Það má þakka nýjum stjórnendum hér í fangelsinu að hlutirnir hafa breyst til hins betra.“ Andrúmsloftið hefur breyst Sá sem eldri er segir að andrúmsloftið á Litla-Hrauni hafi breyst ótrúlega mikið A Litla-Hrauni eru númeraplötur á alla íslenska bíla búnar til, jafnt almenn sem einkanúmer. síðustu ár. „Áður voru menn hér inni vegna brennivíns, en nú miklu meira vegna dóps og það eru sífellt yngri strákar sem koma hér inn. Ég þori að fullyrða að um 90% þeirra, sem eru hér, eru komnir hingað vegna fíkniefna." Þeir félagar virðast ánægðir með dvölina (miðað við aðstæður) og segja að menn verði að hafa tvennt í huga til að komast vel af í fangelsinu. Það sé að vera til friðs og sleppa dópinu. Þá getur fangelsisvistin orðið mönnum til góðs. Hólmfríður Þórisdóttir.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.