Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Blaðsíða 16

Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Blaðsíða 16
28 - Laugardagur 30. nóvember 1996 ÍOagnr-'SIíminn KONUNGLEGA SIÐAN Hérastubbar kóngafólksins BÚBBA segir ykkur nú, auk annars, frá tveimur prinsum sem koma nálægt brauðbakstri. Karl og lífræna ræktunin Karl Bretaprins hefur mik- inn áhuga á garðyrkju, eins og ég hef reyndar sagt ykkur frá áður. Haxm hefur tröllatrú á líf- rænni ræktun og fyrir nokkrum árum setti hann á markað heil- hveitibrauð sem gert er úr líf- rænt ræktuðu korni. Hluti kornsins sem notað er í brauð- ið er ræktað á einkasetri prins- ins, Highgrove, og er brauðið selt undir því nafni. Prinsinn vonar að frumkvæði sitt verði til þess að auka áhuga korn- bænda á lífrænni ræktun. Það þarf ekki að orðlengja það að brauðið hefur selst eins og heitar lummur. Á íslenskan mælikvarða er það hræ-billegt. 400 gramma brauðhieifur kostar aðeins 60 krónur. Sér- fræðingar lýsa brauðinu þann- ig að ilmur þess sé sætur, bragðið minni á hnetur, eftir- keimurinn þægilega malt- kenndur og skorpan sé dálítið stökk. Schackenborgar rúg- brauðið slær í gegn brauðið eftir sérstakri upp- skrift. Konunglega danska brauðið er heldur dýrara en það breska, hleifurinn kostar um 150 krónur. Og vegna gífur- legra vinsælda rúgbrauðsins, - það er ljóst að ársuppskeran dugir ekki til að anná eftir- spurn,- hefur verið ákveðið að kvæmt konunglegri tilnefningu Einungis ijórir meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar geta veitt fyrirtækjum gæðastimpil- inn „í þjónustu hennar hátign- ar“ eða „fyrir hönd konungs- f]ölskyldunnar“. Það eru þau Elísabet drottning, Filippus drottningarmaður, Elísabet ‘ . . ' ! * ■ ■> m,- -h, ... ’-á Jóakim Danaprins skoðar gæði kornsins á ökrum Schackenborgarhallar. Jóakim Danaprins, yngri sonur Hinriks og Margrétar, er menntaður í landbúnaðarfræð- um. Hann og kona hans til eins árs, Alexandra, hafa ílutt inn í Schackenborgarhöll. - Endur- nýjun hallarinnar var brúð- kaupsgjöf frá dönsku þjóðinni. Nóg um það. Jóakim hefur, auk þekkingar á landbúnaði, sýnt að hann er klókur kaupsýslu- maður (kallar Mogginn það ekki „athafnaskáld"?). Nýverið var sett á markað Schacken- borgar rúgbrauðið sem gerir stormandi lukku í Danaveldi. Bakarar um alla Dan- mörku kaupa tilbúna mjölblöndu sem er úr korni af ökrum Schack- enborg- arhall- ar og baka síð- an setja á markað Schackenborg- ar-hveitibrauð. Tekjur prinsins af korninu er góð búbót, eða um 20 millj- ónir íslenskra króna á ári. Þetta leiðir hugann að því hvort ekki megi skapa „sértekj- ur“ af Bessastöðum. Þar er söl og hey og nóg af fíflablöðum! Bessastaðir er gnægtajörð og þarf ekki svo frjótt ímyndunar- afl til að koma auga á ýmsa góða kosti til að skapa ríkinu tekjur af aðsetri þjóðhöfðingj- ans. Sam- Framleiðandi þessa piparmyntusúkkulaðis hefur hlotið konung- lega viðurkenningu, enda er þetta súkkulaði í sérstöku uppá- haldi hjá konungsfjölskyldunni. drottningarmóðir og Karl Bretaprins. í slíkum tilvikum mega fyrirtækin setja eftirfar- andi fyrir neðan heiti sitt: „By appointment to her Majesty Queen Elizabeth Oueen Mother“ ef það hefur verið drottningar- móðirin sem veitti viðurkenn- inguna, o.s.frv. Hin konunglega viðurkenn- ing er veitt í heiðursskyni þeim fyrirtækjum, sem hafa þjónað konungsfjölskyldunni dyggilega í a.m.k. þrjú ár og fræðilega séð getur viðurkenning enst í 300 ár. Nú til dags eru viður- kenningarnar venjulega veittar í fyrsta skipti til tíu ára. í dag njóta um 800 fyrirtæki kon- unglegrar viðurkenningar. Þau fyrirtæki sem hlotið hafa kon- unglega viðurkenningu hafa myndað með sér samtök sem eiga að fylgjast með því að fyr- irtækin fylgi settum reglum. Það að hafa hlotið konunglega viðurkenningu er nefnilega al- varlegt mál fyrir alvöru fyrir- tæki. Fyrir nokkrum árum gerðist það í fyrsta skipti að stórmark- aður hlaut konunglega viður- kenningu. Það var stórmarkað- ur sem sér drottningarmóður- inni fyrir nýlenduvörum þegar hún dvelur í Windsorkastala. Forstjóri verslunarinnar var að vonum mjög ánægður með við- urkenninguna. Hann sagði að verslunin tæki venjulega við símapöntunum frá starfsliði drottningarmóðurinnar. Það sem helst væri pantað væri alls kyns hreinsiefni, uppþvottalög- Bretadrottning er nú ekkert sérstaklega kát í rigningunni. Samt er hún væntanlega með regnhlíf frá Swaine Adeney Brigg, fyrirtæki sem hlotið hefur konunglega viðurkenningu. ur og fægiefni en lítið væri um matarpantanir. Þá vitum við það. Fyrirtæki sækja venjulega um að hljóta konunglega viður- kenningu. Ef fallist er á umsókn þeirra er það gert í heiðurs- skyni. Bara svo það sé á hreinu þá er ekki innheimt neitt gjald af fyrirtækjum sem hljóta kon- unglega útnefningu. Hér á síð- unni birtast nokkur dæmi um framleiðsluvörur fyrirtækja sem njóta konunglegrar viðurkenn- ingar.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.