Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Blaðsíða 3
JBagur-'CÍImrám Laugardagur 30. nóvember 1996 - 15 Aðventan er í þann veginn að hefjast og þá fer heldur andi jólakökuilmur. Er einhver byrjaður að baka? betur að styttast í hátíð Ijóss og friðar. Fátt er betur til Bakar fólk minna eða meira en áður? Dagur-Tíminn þess fallið að koma heimilisfólkinu í jólaskap en ilm- kannaði málið. Frekar af hefð en skyldurækni „Ég reyni yfirleitt að byrja að baka um mánaðamót, ekki mikið seinna, “ segir Sigríður Jónsdóttir á Akureyri en hún vinnur í skólavistun í Lundarskóla. Sigríður var ekki byrjuð á jóla- bakstrinum þegar haft var sam- band við hana í vik- unni en átti allt eins von á að byrja um helgina. „Laufa- brauðið er á laugar- daginn [í dag] og síð- an gríp ég í eina og eina sort þegar tími er til. Ekki eins og áður þegar ég bak- aði stundum allar smákökusortirnar á einum degi, vakti jafnvel langt fram á nótt.“ Auk Sigríðar og manns hennar eru tveir synir þeirra einnig á heimilinu en alls eru börnin sex og barnabörnin fjög- ur. Það er því oft glatt á hjalla í jólaboðunum og lítil hætta á að jólakökurnar klárist ekki. Oftast bakar Sigríður 6-7 sortir en hún hefur minnkað tertubakstur frá því sem áður var. En telur hún algengt að margar konur í dag baki af skyldurækni? „Ég hef þá trú að það sé frekar af hefð og að þeim fmnist það gaman. Auðvitað er samt til að konur séu að sperra sig yfir því hver baki flestar sortir en það er minna um það en var, held ég.“ AI Sigríður Jónsdóttir er ekki byrjuð að baka en búin að kaupa í baksturinn og farin að fletta uppskriftabókinni. Mynd: jhf Búin með fjórar sortir Fjóla Stefánsdóttir, hús- móðir á Akureyri og starfsmaður á Skatt- stofu Norðurlandsumdæmis eystra, er í hópi hinna for- sjálu sem byrja snemma að baka. „Yfirleitt byrja ég á að baka lagterturnar, bæði brúna og hvíta, og sýð mér sveskjusultu sem ég set á milli. Ég er líka búin að baka íjórar smákökusortir,“ segir Fjóla. Hún segir mis- jafnt hve hún baki mikið fyrir jólin, 6-7 smáköku- sortir séu hefðbundnar um hver jól, en síðan hafi hún einnig gaman af að prófa eitthvað nýtt. „Mér finnst jólabaksturinn mjög skemmtilegur. Ég byrja allt- af snemma því mér finnst gaman að vera búin þegar aðventan byrjar og eiga eitthvað ef gestir kíkja inn. Þá er ég heldur ekki út- tauguð fram að jólum.“ Tímaskortur hrjáir marga nútímakonuna og Fjóla er ekki frá því að minna sé um að konur baki miðað við það sem áður var, ekki síst vegna þess að nú sé auðvelt að skjótast út í bakarí eftir kaffibrauði. Þetta sé þó ekki algilt. „Ég bjó í sveit í mörg ár og bakaði þar reglulega enda ekki hægt að hlaupa „Ómögulegt að eiga ekki köku í frystinum," segir Fjóla Stef- ánsdóttir sem er komin vel af stað í jólabakstrinum. Mynd: JHF út í búð þar ef von var á gestum. Ég er enn föst í því að finnast ómögulegt að eiga ekki köku í frystinum." AI íslendingar opnir fyrir nýjungum Björg Kristín Sigþórsdóttir, kökugerðarmaður, gefur lesendum uppskrift að jólakonfekti. ó jólabaksturinn sé ómissandi í margra augum eru þeir til sem frekar vilja eyða tímanum annars staðar en í eldhúsinu. Þeir hinir sömu þurfa þó ekki að vera jólakökulausir yfir hátíðirnar. Mikil framför hefur orðið í kökugerð hérlendis á síðustu árum og vandalaust að leita til kökugerðarmanna eða bakara til að fylla smákökubaukana og tertufötin. En ætli þeim fari ijölgandi sem sleppa jólabakstrinum og notfæra sér þjónustu fagmanna? „Já, það er mjög mikið um að fólk leiti til okkar,“ segir Björg Kristín Sig- þórsdóttir, kökugerðarmeistari. Björg lærði kökugerð í Kaupmanna- höfn og rekur nú fyrirtækið íslandsmat sem framleiðir eftirrétti fyrir veitinga- liús, mötuneyti og einnig hinn almenna neytanda. Fyrir jólin bætist síðan jóla- nammið við og þetta árið er aðaláhersl- an á konfekt. „Þetta er séríslenskt og handgert konfekt sem ég sel til fyrir- tækja og stofnana. Ég er líka með tertur og kökur en legg mesta áherslu á kon- fektið fyrir þessi jól. Einnig hef ég búið til mikið af kransakökum og þær eru þá fylltar með þessu konfekti.“ Björg segir- að þó íslendingar séu íhaldssamir og haldi í sínar hefðir séu þeir einnig nýjungagjarnir og hafi gam- an af að prófa eitthvað nýtt. „Þeir eru opnir og ég er mjög ánægð yfir því hve móttækilegir þeir eru fyrir nýjungum.“ Við látum hér fljóta með eina upp- skrift frá Björgu. Konfekt með valhnetum 30 stykki 100 g valhnetur 250 g konfektrnassi (t.d. Ren Rá Marsipan frá Odense) 1 msk. sérrý (eða annar líkkjör, t.d. Grand Marnier) ca. 200 g dökkt súkkulaði (t.d. Overtrœk frá Odense) Brytjið % hluta af valhnetunum frekar gróft og geymið afganginn til skrauts. Hnoðið hnetunum og sérrýinu saman við konfektmassann. Skiptið massanum í tvennt og rúllið í tvær lengur. Skerið síð- an hvora lengju fyrir sig í fimmtán bita og mótið bitana að vild, t.d. í ferninga, horn eða kúlur. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og notið gaffal til að stinga konfektinu í súkkulaðið. Látið súkkulað- ið hylja allan molann. Setjið á smjör- pappír og skreytið hvern bita með einni hnetu. Geymið á köldum stað. AI

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.